Átök í ríkisstjórininni.

Heil og sæl gott fólk!

Hélt að ég hefði ekki svo sterkar stjórnmála skoðanir,en er að hallast að því að ég hafi bara nokkuð miklar skoðanir.Það er kanski líka svo mikið pólitískt landslag til þess núna.Fyrst af öllu þá finnst mér Jóhanna vera mjög sterk kona, og ég held að hún sé að reyna að vanda sig.En þar á móti kemur að mér finnst hún orðin þreytt, enda engin furða.Hún á útaf fyrir sig hrós fyrir að hafa lagt út í þessar hremmingar.Steingrímur minnir mig alltaf á hinn fræga Ragnar Reykás, sem Spaugstofan ól af sér svo eftirminnilega.Hann er heldur ekki öfundsverður  í því sem hann er að gera núna. Helæst vildi ég að hann kæmi heim á stundinni, og  hugsaði málin betur.En ég ræð engu. Samt finnst mér einhver losaragangur  á stjórnarheimilinu um þessar mundir.Og ekkert sérstakt bræðralag þar  á bæ.Gæti trúað að það kraumi undir all hressilega, og að það berist féttir af  upplausn. Mér finnst allur þingheimur vera að gefast upp. Og þegar svo er í pottinn búið er kanski eins gott að það gerist fyrr en seinna.  Vona bara að ekkert verði gert sem  er þjóðinni (okkur öllum) til ills,það er það eina sem ég bið um.Þetta eru svona vangaveltur að kvöldi dags,því allt getur breyst á einum sólarhring.

 Höfum Drottinn Guð með í för.

                                           Halldóra.


mbl.is Hétu öll stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 79217

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband