25.10.2009 | 13:32
Þú ert frábær.
Komið þið sæl !
Það er annars alveg frábært hjá Guði að hafa skapað þig,já og mig.Því við erum sköpuð fyrir hvert annað.Ef við værum ein í heiminum væri enginn sem brosti til okkar enginn sem faðmaði okkur enginn sem eldaði matinn og við mundum ekki nenna að skúra.Við getum haldið áfram á þessari braut. Sleppum því! Þú ert alveg einstök sköpun Guðs og hann er ánægður með þig! Kanski hefurðu farið illa með það sem Guð gaf þér.Allt í lagi með það. Guð hefur samt ekki gefist upp á þér. Ég hitti einu sinni mann sem var að starfa í kristilegu samhengi, og hann gerði grín að hinum kristnu,að vera frelsaður ,er ekki fyrir mig sagði hann.Ég sagði við hann þú gætir sjálfur frelsast einn daginn,en hann hélt nú ekki.Ég sagði honum að ég myndi talla um þetta við Guð að það væri ómögulegt að hafa mann að störfum í ríki GUðs sem hefði ekki upplifað að vera frelsaður.Nokkrum árum seinna frelsaðist þessi náungi.Hann varð brennandi fyrir Guð og ríki hans.Leiðir okkar lágu ekki saman aftur ,en ég hef fylgst með þessum manni úr fjarska. Þetta bænasvar synitr vel hvernig Guð er. Honum er ekki sama um neina manneskju,hver og ein er sérstök sköpun hans.Og í dag hefur DRottinn Guð sett þig á þann stað sem þú ert,og hann vill fá að nota þig,til að gleðja og blessa aðra.Koma með uppörfun og gleði þar semþú ferð. Þitt hlutverk er mjög merkilegt! Að vera sendill fyrir Guð til annarra.Farðu og stráðu blessunum Guðs alls staðar þar sem þú ferð í dag.Þú ert mikilvægur!
Óttastu ekkert því Drottinn mun vera með þér!
Svo mæli ég með því að þú komir á samkomu í Íslensku Kristskirkjuna í kvöld kl.20
Til að upplifa frábæra lofgjörð og samfélag.
Kær kveðja
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2009 kl. 13:49
Sæl Halldóra.
Flenza ! Nú kemst ég ekki yfir brúna !
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 14:06
Heil og sæl kæra konungsdóttir
"Verið því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar." Nehemíabók 8:11
"Þá munuð þér syngja ljóð, eins og aðfaranótt hátíðar, og hjartans gleði á yður vera, eins og þegar gengið er með hljóðpípum upp á fjall Drottins til hellubjargs Ísraels." Jesaja 30:28-30
"Andi Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefir smurt mig. Hann hefir sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn," Jesaja 61:1-3
"Heyrið orð Drottins, þér sem skjálfið fyrir orði hans! Bræður yðar, er hata yður og reka yður burt frá sér fyrir sakir nafns míns, þeir segja: "Gjöri Drottinn sig dýrlegan, svo að vér megum sjá gleði yðar!" En þeir skulu til skammar verða." Jesaja 66:4-6
"Þakkið Drottni allsherjar, því að Drottinn er góður, því að miskunn hans varir að eilífu! Því að ég mun leiða hið herleidda fólk landsins heim aftur, til þess að þeir séu eins og áður, segir Drottinn." Jeremía 33:11-12
"Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa."
Lúkas 4:18.
Shalom/Rósa Konungsdóttir
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.