Kryddbrauð.

Góðan dag!

Uppskrift að kryddbrauði sem ég baka oft,og smakkast vel.

220gr. sykur

240gr hveiti

2 tesk. matarsódi

1. tesk. kanill

1. tesk. negull

engifer á hnífsoddi

2 stk egg

80 gr. smjörl.

2 des. mjólk

Blandið saman þurrefnum bræddu smjörinu eggjum  og mjólk 

hrærið saman vökvanum og blandið við þurrefnin.Vinnið rólega þar til allir kekkir eru horfnir bakið við 

175°  í ca 50 mín. 28cm form. Gott er að kæla brauðið áður en það er tekið úr forminu.

Njótið vel!

          Munið að Drottinn elskar ykkurHeart

                               Halldóra.


Kveðja til þín

Blessuð og sæl öll sömul!

Ég á fyrirheit um framtíð,þar sem

friður hlotnast mér.Ef ég  nafn mitt 

í Guðs lífsbók letrað á. Og við lífsins miklu

móðu,þar sem mannkyn hólpið er,mun

ég glaður Drottinn Jesú sjálfur sjá.

Kór

Upp í  himins björtu borg þar sem

brott er kvöl og sorg.Beinist þrá mínöll,

já þar er takmark mitt.Það sem ekkert auga

sá,mun ég eitt sinn skynjað fá,þar mér

gefst sú náð að Guð minn fæ ég hitt.

 

Þar er hvorki tár né harmur,ekkert

hungur,þjáning, deyð,þar úr hverri

minni gátu fæ ég  greitt.Engin sorg né

kvöl né kvíði,mun þar kremja sál með

neyð,því að Drottinn hefur öllu böli eitt.

 

Dyrðar stað á himin hæðum hefur 

herrann búið mér og hann leysti mig frá 

allri sekt og synd.Inn í ljóma öllu æðri

sem ei auga nokkurt sér,mun hann flytja

mig að lífsins tæru lind.

Astrid Navestad- Bjarni Eyjólfsson.

 

Læt þetta nægja í dag og Guð blessi þig

                                              Halldóra.

 

 


Stóru orðin.

Kæru vinir!

Það hefur legið mér dálítið á hjarta hvernig fólk hefur talað um þá sem standa í eldlínunni til að leysa  málefni þjóðarinnar. Ég heyri svo oft ljót orð tölum um og yfir þessu fólki.Persónulega fæ ég illt í hjartað í hvert skipti sem fólk segir þessi ljótu orð.Ég hef ekki tekið þessi orð inn fyrir mínar varir og mun ekki gera. Hef ekki leyfi til að tala illa um aðra.Ég er alls ekki alltaf sammála öllu sem þetta fólk gerir eða segir, en ég mun ekki taka þátt í að dæma þau með orðum.Allir menn hafa eitthvað gott fram að bera,svo við verðum að gæta okkar hvað við segjum! Biblían segir að tungan sé lítill limur sem lætur mikið yfir sér.Sjá hvað lítill neisti getur kveikt í  miklum skógi. Við verðum að átta okkur á því að ljóti karlinn gleðst innilega ef við heiðrum hann með því að taka okkur í munn orðaforða hans. Þau sem eru að vinna að málefnum  þjóðarinnar ættu miklu frekar að fá blessanir okkar og fyrirbænir,þau þurfa virkilega á því að halda.Það mæðir mikið á þeim.Heilsa þeirra sem fremst standa gæti verið í veði,vegna alls álagsins. Ég held að allt myndi ganga miklu betur ef við sendum þessu fólki hlyjar hugsanir og bæðum fyrir þeim.Og fjölskyldur þeirra verða að sjá af tíma með sínum nánustu meira en oft áður.

Biðjum velvild Drottins Guðs yfir íslensku þjóðina.Biðjum einnig að þessi krísa vari stutt og blessanir

himinsins  komi yfir  okkur,og lausnir finnist vegna þess sem aflaga fór,á öllum sviðum.

Drottinn láti blessun fylgja þér í  forðabúrum þínum og í öllu ,sem þú tekur þér fyrir hendur ,og blessi þig í landinu sem Drottinn Guð gefur þér. 5. Mós.28:8

Verum varkár í orðum okkar,kæru vinir.Blessum en bölvum ekki.

Sendi ykkur öllum hlyja kveðjur hjarta míns!

                                                Halldóra.


Gamall fallegur sálmur.

Góðan daginn kæru vinir!

Í þetta sinn er það gamall sálmur,sem ég lærði einhverntíma.

Blessuð kæra bókin mín

blöðin slitnu gömlu þín

Minna ljúft á sæla löngu liðna tíð

mig í anda oft ég sé

ungann dreng við móður kné.

Móður minnar Guð 

ég elska orðin þín.

 

Orðin þín

orðin þín.

Móðurgjöfin blessuð kæra bókin mín.

Mig í anda oft ég 

ungann svein  við móður kné

Mér þá kenndi móður orðin mild og blíð.

Las hún þar um mikla menn ,

menn sem hæstir gnæfa en.

Drenginn Jósef Drottins mesta dyggða ljós

Drottins vinin Daníel

Davíð kong sem barðist vel.

Hetjur Guðs sem allra tíða unnu hrós.

 

Las hún þar um lausnarans

líf og starf og elsku hans

er hann lagði blessun yfir börnin smá.

Um hans kvalir sorg og sár

kyssti hún mig og þerrði tár.

Vegna þín hann varð að deyja

sagði hún þá.

 

Kæru vinir!

Þið sem eruð foreldrar,vandiið ykkur í uppeldi barna ykkar meðan þið hafið

stjórnina, Kennið þeim bænir og bænavers.Lesið úr Biblíu litlu barnanna. Kennið þeim Faðir vorið

og kennið þeim að signa sig.Ef þið lesið þennan sálm ,þá sjáið þið hvað þetta er gífurlega mikið atriði.Biðjið líka fyrir börnunum ykkar,leggið þau í Guðs hendur á hverjum degi.Minnið þau sem hafa fengið Nyja testamenti að gjöf  á að lesa það.Það gætu nefnilega komið þær stundir í lífi barnsins að það það lenti í svo mikilli neyð einhverntíma á lífs leiðinni að það gæti ekki leytað til eins eða neins,en þá er það trúin á Guð sem er haldreypið.Ég væri ekki að nefna þetta hér nema af því að ég veit að þessi trú á Guð verndar og hjálpar í allri neyð.Það er líka mikilvægt að við sem eldri erum lesi Guðs orð okkur til blessunar og hjálpar,það skaðar engan,að bara hjálpar.

Drottinn Guð varðveiti útgöngu ykkar og inngöngu í dag ,og alla daga  í Jesú nafni. Amen.

  Þar til næst Halldóra

 

 


Himneskar skonsur.

Sæl verið þið vinir!

Sagan af Jesú þegar hann mettaði fimþúsund mans er sérlega heillandi.

Drottinn gerði mikið úr litlu.Mér finnst það  góð ráðsmenska. Í okkar þjóðfélagi

hefur verið alið á græðgi, og margur kann ekki að spara. 

Á fyrstu hjónabands árum okkar hér var mikið sparað, og æ síðan höfum  við

reynt að fara vel með.Ég bakaði brauðið sjálf og reyndi að vera útsjónarsöm .

Þetta gekk í mörg ár,en svo urðu heimilis menn þreyttir á að fá allt heima bakað,

svo það hefur minkað mikið.Ein er þó sú uppskrift,sem hefur fylgt mér gegnum 

langa tíð, og er alltaf jafn vinsæl, og ég baka oft til að brjóta upp.En  þessi uppskrift

er ein sú allra besta, ef þröngt er í búi.Ég er löngu hætt að mæla nákvæmlega  í hana,

set bara slatt af hverju.Þetta eru skonsur.

Nákvæmt mælt er hún svona:

HALLDÓRU SKONSUR:

3. bollar hveiti

3. bollar mjólk

3 egg ( ég nota oftast 2 egg)

3. tesk ger

 1. tesk. salt

Hrært þar til deigið er kekkjalaust,

deigið á að vera frekar þykkt.

Bakað á pönnuköku pönnu, sem er 

hituð á mesta hita, pönnuna þarf að smyrja

svo auðvelt sé að losa skonsuma.Fljótlega þarf að minka hitann.

Skonsunni er best að snúa þegar það koma loftbólur.

Baksturinn er mjög líkur pönnuköku bakstri.

Ofboðslega góðar ny bakaðar.

Það er ákveðin saga á bak við hvernig ég fékk þessa uppskrift, en hún er of löng til

að segja frá því hér. En í grunninn er hún sú að ég fékk uppskriftina í danskri eða norskri uppskrifta bók. Ég var þá að leita að uppskrift sem duga átti fyrir  rúml. fjörtíu mans, en þessi uppskrift er 

fjörar heilar skonsur , svo ég lærði að minka og stækka hana strax. Með smjöri og osti eru skonsurnar algjört lostæti.

Guð hefur oft blessað okkur hér með einföldum og góðum uppskriftum,þessi er efst á listanum.

  Verði ykkur að góðu og Guð blessi ykkur.

                                 Halldóra.

 


Bananabrauð

Sæl verið þið!

Nú er ég alveg að detta í  baksturs gírinn.

Fékk áskorun um að byrta banana brauðs uppskriftina mína.

BANANABRAUÐ HALLDÓRU

1/2 bolli smjörl.

1/2 bolli sykur

1/2 bolli súrmjólk

1. banani (uppskr. segir3 banana,en þá verður brauðið svo laust í sér)

2 bollar hveiti

1. tesk. matarsódi

1 egg

salt á hnífsoddi.

Brauðið má frysta,gott er að láta það kólna í forminu.

Njótið dagsins og Drottinn blessi ykkur .

                  Halldóra.


Góð lesning.

Heil og sæl!

Hér eru vers úr sálmi 134

Já lofið Drottinn

allir þjónar Drottins

þér er standið í húsi Drottins um nætur.

Fórnið höndum til helgidómsins

og lofið Drottinn.

Drottinn blessi þig frá Síon

hann sem er skapari himins og jarðar.

-----------------

Og Jerimía 29:11

Því að ég þekki þær fyrirætlanir,sem ég hefi í hyggju með yður -

segir Drottinn-fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður

vonarríka framtíð.Þá munuð þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður.

Þegar þér leitið mín af öllu hjarta vil ég láta yður finna mig, segir Drottinn,og snúa við högum yðar.

1. Pétursbréf 5:8

Varpið allri áhyggju yðar uppá hann, því hann ber umhyggju fyrir yður.

Kæru vinir! Leggjum alla byrði og þreytu okkar í Drottins hendur,og njótum þess að þyggja þann frið er Drottinn einn getur gefið.

Sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur, og bið Guð að gefa ykkur góðan og yndislegan dag !

                                                 Halldóra.


Má ég sjá ofan í töskuna?

Heil og sæl mínu kæru vinir !

Í vikunni þurfti ég að fara inn í ákveðna verslun, sem er frekar sérhæfð.

Nema hvað að um leið og ég geng inn pípir þjófavarnakerfið, og ég bara 

yppti  öxlum, gerði mín kaup og ætlaði að borga, sem ég og gerði.Afgreiðslu stúlkan

spurði mig þá hvað ég væri með í veskinu,bara símann og annað tómt seðlaveski.

Hún bað þá um að fá að skoða í það, sem var ekkert mál, enda ekkert í því.Þá biður hún mig um að fá að sjá ofan í lítið hólf með rennilás, sem ég vissi ekki einu sinni um,og ég opna það.Þa segir hún hvar keyptirðu þessa úlpu, spurði hún þá? Ég vað svo hissa að ég sagði, elskan mín þetta er eldgömul kápa

keypt í Dalakofanum í Firði í Hafnarfirði, fyrir mörgum árum.Þarna var farið að renna upp fyrir mér að 

hún væri viss um að ég væri stór glæpon, sem kæmi upp dressuð úr flottustu fata verslunum landsins, inn í verslunina sem hún afgreiðir í og að hún kæmi upp um þessa voðalegu konu.Svo ég  sagði, veistu ég gæti ekki sofið ef ég tæki eitthvað ófrjálsri hendi, ég vil hafa hreint hjarta!

Svo sagði ég,ef það pípir þegar ég fer út, hvað þá? Þá yppti hún öxlum, og ég þakkað fyrir mig og fór út, en það pípti aftur  í kerfinu þegar ég fór. Hvað gat ég gert ? Ég bara brosti og fór.

En á meðan á öllu þessu stóð kom fólk þarna inn, og það pípti hjá því eins og mér, og það fór og það pípti aftur, en hinar afgreiðslu stúlkurnar  fóru ekki svona að.  Svona eftir á er ég bara mjög hissa á þessari afgreiðslu konuWoundering.

Mér líður ekker illa út af þessu, en finnst þetta furðulegt.

Guð veri með ykkur öllum.

          Kærleiks kveðjur Halldóra.


Handþvottadagurinn er í dag.

Sæl verið þið!

Það eer svolítið sérstök tilfinning að lesa þessa frétt,því að í dag var ég að reyna að setja saman vísu um hendurnar.Ég er enginn snillingur á því sviði, en vildi það svo gjarnan.Ljóðið  mitt átti að vera einhvernvegin á þessa leið:

HENDUR

Guð gaf fólki hendur

hendur til að vera öðrum til hjálpar,

hendur,til að skapa

hendur til að umfaðma

hendur til að snerta

hendur  til að leiða

hendur til að spenna greipar

og biðja fyrir öðrum.

Svo rekst ég hér á þessa frétt um að fyrsti handþvotta dagur Sameinuðu þjóðanna sé í dag.

Þetta er náttúrulega fyrst og fremst fyrir vanþróuð lönd væntanlega.En samt er það furðulegt hvað margir  hér á landi þvo sér sjaldan hendurnar.Og við hin segjum oj!

Það er víst þannig að á höndum okkar eru margvíslegar bakteríur, og við þurfum að sápuþvo lúkurnar.Það er víst ekki meðfætt að vita að maður á að þvo sér um hendur oft á dag, og það kemur í hlut foreldranna að kenna það.Svo eru þjóðir sem eru svo ólánsamar aðþær hafa ekki vatn eins og við.Við ættum að þakka Guði fyrir allt þetta vatn sem við höfum!

Jæja gott fólk, þar til næst,kveð ég ykkur, og sendi fingurkoss á allaLoLHeart

                    Halldóra. 


mbl.is Fyrsti alþjóðlegi handþvottadagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðjum fyrir málefnum þjóðarinnar!

Komið þið blessuð og sæl!

Það eru vers í Biblíunni sem hafa undanfarið verið svo ofarlega í huga mínum að það má segja að þau hafi verið límd í huga minn,undanfarna daga.Þau eru skráð í Jobsbók,34 kafla vers 21.Og eru svona:

Ekkert það myrkur er til,eða sú niðdimma að menn geti falið sig þar.

Sem sé, gott fólk,þá er sama hvað fyrir kemur í þessu lífi  Drottinn Guð fylgist með öllu.

Stundum finnst mér ég finna sársaukann sem byr í brjósti himna föðurins vegna ymiskonar hluta, sem 

yfir okkur ganga.Og mig langar að gráta, og ég finn að Jesús grætur   líka. En það er mikill leyndardómur það að sjálfur himna faðirinn er hjá okkur, stendur með okkur og er hjá okkur,í öllum kringumstæðum. Og nærvera hans verndar okkur frá svo mörgu sem mætir okkurá lífsleiðinni.

Versið segir að hann sé með okkur allstaðar og að það sé ekki til það myrkur eða sú niðdimma að hann sé ekki með okkur.Í erfiðustu átökum lífsins er hann nálægur, gefur okkur styrk og leiðir okkur

áfram.Dagurinn í dag á sér ymsar væntingar fyrir okkur öll, ef eitthvað bregst,þá er það öruggt að Drottinn Guð  bregst ekki.Hann er hjá þér, og við getum ekki falið okkur fyrir honum,því hann er með okkur!

Læt hér fylgja eitt vers úr Passíusálmunum

Oft lyt ég upp til þín

augum grátandi.

Lyttu því ljúft til mín,

svo leysist vandi.

Biðjum fyrir þeim sem eru að leysa málefni þjóðarinnar.

Við ættum að biðja sérstaklega fyrir forsætisráðherranum

því það mæðir einna mest á honum.Að hann standi sig 

og hafi heilsu og kraft á hverjum degi til að vinna sitt verk.

Líka fyrir hinum sem eru í framvarða sveitinni en ber minna á.

Kveð í bili og bið himneskan föður okkar að blessa okkur öll.

land og þjóð í Jesú nafni.

                                   Halldóra.


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Okt. 2008
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband