Köllunin.

Blessuð og sæl kæru vinir!

Í dag langar mig til að gefa ykkur orð úr heilagri ritningu okkur til uppörfunar.Það er tekið úr 2. Tímóteusarbréfi 1: 9 Hann hefur frelsað okkur og kallað heilagri köllun,ekki eftir verkum vorum heldur  eftir sinni eigin ákvörðun og náð sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum.

Er þetta ekki frábær uppörfun fyrir okkur sem viljum vera lærisveinar Drottinns? Að vera kölluð af Drottni Jesú til fylgdar við hann  ekki af því hve frábær við erum heldur eftir hans eigin ákvörðun.Og sú ákvörðun er frá því í upphafi .Það er engin skyndi ákvörðun hans ,þetta er ákvörðun sem hann hefur  búið okkur frá eilífum tímum,sem þyðir um leið og himinn og jörð urðu til ! Þú hefur allann þennan tíma verið til í hjarta og huga Drottins af því að hann elskaði þig  og þráir að vera vinur þinn! Þú skiptir hann máli,Drottinn vill ekki að þú missir af eilífðinni á himnum með honum.Og daglega bíður hann eftir að heyra í þér! Hann vill eiga samfélag við þig, og vera með þér í þínu lífi,uns vegferðinni líkur.Komdu til hans í dag og byrjaðu,  eða endurnýjaðu kynnin við vin þinn Jesú Krist.


Sérkennileg mannanöfn

Sælt veri fólkið!

Ég hef um ára bil verið haldin þeirri furðulegu dellu að safna sérkennilegum manna nöfnum.Og var reyndar búin að koma mér upp spjaldskrá yfir þessi nöfn.Ástæðan fyrir þessu er að ég vann eitt sinn  þar sem ég heyrði mörg sérstök nöfn og þurfti að hringja í fólk sem bar /ber þessi nöfn. Í mínu tilviki þá fylgir hverju nafni saga um það hvernig ég heyrði það.Sennilega er nafnið Munnveig það sem mér finnst eiginlega vera það nafn úr safninu,sem enginn ætti að bera.Og vonandi er það ekki til í dag.En þessi nöfn sem fréttin greinir frá eru að mínu mati ekki falleg.Er einhvernvegin á því að við eigum að gefa börnunum okkar íslensk nöfn,ef börnin eiga foreldra úr sitthvoru landinu,get ég fallist á að barninu sé gefið íslenskt nafn  og annað nafn tengt hinu landinu. Svo hef ég hiitt fólk á fullorðins aldri sem hefur liðið fyrir nafnið sitt alla æfi,af því að þaðvar svo auðvelt að gera grín að því og fara illa með.

Nafnið okkar er sú eign sem mun fylgja okkur alla æfi, og því er betra að við vöndum til þeirra. Forn karlarnir báru vissulega furðuleg nöfn,eins og Kálfur Álfur og fleiri.Hvað um það,okkur ber að gefa barninu okkar fallegt nafn. Langa langa  afi minn bar nafnið Ikkaboð og ég veit ekkert um hvernig honum leið með það.En ef þið eruð með einhver sérkennileg nöfn vinsamlega leyfið mér að fá þau í safnið með því að kvitta,því  her er mannanafna safnari á ferð!

Guð blessi ykkur daginn!

                                     Kveðja úr Garðabæ

                                                    Halldóra.


mbl.is Lér samþykktur en Cæsar hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki missa af þessu !

Blessuð og sæl gott fólk!

Mig langar til að nefna það hér,hversu gott það er að eiga innri ró.Og núna á þeim tímum sem við lifum eru margir reiðir og líður illa.Við finnum öll fyrir því að það hefur harnað á dalnum.En ég vil benda á góða leið til þess að öðlast innri frið! Og það sem meira er það kostar ekki krónu! Það sem ég er að tala um er trúin á Jesú Krist. Það hefur kanski ekki verið "inn" að tala mikð um Guð og trúna,og þessvegna hafa svo margir misst af miklu og góðu  lífi,lífi í fullri gnægð.Ég sjálf hef mikla og góða reynslu af því að trúa á Guð og þegið kraft og styrk frá honum.Og það er sá þáttur í lífi mínu sem ég vil ekki missa! Besta leiðin til þess að prófa þessa leið er að setjast niður í ró og næði og biðja Guð um að gefa sér himneskann frið.Þetta hljómar kanski furðulega, en er heilagur sannleikur.Bendi hér með á þessa góðu leið,sem hjálpar.Biddu Guð líka að vera með þér í öllum kringumstæðum  og þú munt finna fyrir því að hann er með þér,enda er hann hjálparinn andinn heilagi,sem heyrir bænir.Ef þú gerir þetta daglega  muntu eins og ég alls ekki vilja sleppa þessu. Fel Drottni vegu þína of treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.

                                       Kærleiks kveðjur úr Garðabæ

                                                     Halldóra.


Pistillinn minn í dag.

Komið þið sæl!

Hef verið að lesa í  Jakobsbréfinu, ohér eru mögnuð orð í 5 kaflanum:

Hlustið á þér auðmenn,grátið og kveinið yfir þeim bágindum sem yfir yður mun koma.

Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru möletin,gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið

og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur.Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögum.Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnum,sem slógu lönd yðar, og

köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna.Þér hafið lifað í sællífi  á jörðinni og í óhófi .Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi.Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta.Hann veitir yður ekki viðnám.

Það þarf nú ekkert sérstaklega að útskyra þessi alvarlegu orð heilagrar ritningar,en það hefði verið betra  að þeir sem fyrir öllum vandræðum þjóðarinnar stóðu hefðu farið eftir Guðs orði.

Látum þessi alvarlegu orð tala til okkar og verum vís í okkar eigin ákvörðunum,því að áhyggjur fara illa með okkur.Læt þetta nægja að sinni.

                                  Guð veri með okkur öllum!

                                        Kveðjur úr Garðabæ

                                         Halldóra.


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Okt. 2010
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband