Sérkennileg mannanöfn

Sælt veri fólkið!

Ég hef um ára bil verið haldin þeirri furðulegu dellu að safna sérkennilegum manna nöfnum.Og var reyndar búin að koma mér upp spjaldskrá yfir þessi nöfn.Ástæðan fyrir þessu er að ég vann eitt sinn  þar sem ég heyrði mörg sérstök nöfn og þurfti að hringja í fólk sem bar /ber þessi nöfn. Í mínu tilviki þá fylgir hverju nafni saga um það hvernig ég heyrði það.Sennilega er nafnið Munnveig það sem mér finnst eiginlega vera það nafn úr safninu,sem enginn ætti að bera.Og vonandi er það ekki til í dag.En þessi nöfn sem fréttin greinir frá eru að mínu mati ekki falleg.Er einhvernvegin á því að við eigum að gefa börnunum okkar íslensk nöfn,ef börnin eiga foreldra úr sitthvoru landinu,get ég fallist á að barninu sé gefið íslenskt nafn  og annað nafn tengt hinu landinu. Svo hef ég hiitt fólk á fullorðins aldri sem hefur liðið fyrir nafnið sitt alla æfi,af því að þaðvar svo auðvelt að gera grín að því og fara illa með.

Nafnið okkar er sú eign sem mun fylgja okkur alla æfi, og því er betra að við vöndum til þeirra. Forn karlarnir báru vissulega furðuleg nöfn,eins og Kálfur Álfur og fleiri.Hvað um það,okkur ber að gefa barninu okkar fallegt nafn. Langa langa  afi minn bar nafnið Ikkaboð og ég veit ekkert um hvernig honum leið með það.En ef þið eruð með einhver sérkennileg nöfn vinsamlega leyfið mér að fá þau í safnið með því að kvitta,því  her er mannanafna safnari á ferð!

Guð blessi ykkur daginn!

                                     Kveðja úr Garðabæ

                                                    Halldóra.


mbl.is Lér samþykktur en Cæsar hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 79271

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband