10.11.2008 | 19:45
Málverkið
Komið þið sæl!
Fyrir mörgum árum sá ég risastórt olíu málverk,þetta málverk var öllum öðrum verkum
ólíkt,því boðskapur þess er mér en í fersku minni.Málverkið var af dynjandi fossi, sem streymdi af ógnar krafti.En undir þessum fossi átti lítill fugl hreiður, sem hann hafði gert í klettinum.Þar var hann öruggur,þar leið honum vel.Mér einhvernvegin datt þetta málverk í hug,þegar ég var að hugsa um hvað það er gott að eiga Jesú í þessum heimi.Heimi skarkala og óróa.Og mér kom einhvernvegin orðin úr 91 sálminum: Sá er situr í skjóli hins hæsta og dvelst í skugga hins almáttka, segir við Drottinn:Hæli mitt og háborg Guð minn er ég trúui á.Hann frelsar þig úr snöru fuglarans frá drepsótt eyðingarinnar,hann skylir þér með fjöðrum sínum,undir vængjum hans máttu hælis leita,trúfesti hans er skjöldur og vígi.Eigi þarftu að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flygur um daga,drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sykina sem geisar um hádegið.Þótt þúsund falli þér við hlið og tíuþúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín.
Kæru vinir! það gengur oft mikið á hjá okkur en þá er svo gott að geta flúið í þetta skjól sem Jesús er.Hann elskar okkur með óendanlegum kærleika! Sama hvað þér finnst um sjálfan þig,þá er Jesús til staðar fyrir þig.Hver svo sem fortíðin er ,það skiptir engu,hann elskar þig , og vill að þú þyggir fyrirgefningu syndanna.Hann vill fá að veita þér sjól í stormviðrum lífsins, og vera vinur þinn!
15 versið í þessum sálmi er svona og það eru loka orðin í dag: Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni! Treystum þessum orðum í Jesú nafni.
Guð varðveiti ykkur öll!
Bestu kærleiks kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2008 | 10:07
Opið bréf.
Komið þið sæl!
Biblían segir á einum stað að við sem erum hans séum eins og opið bréf þekkt og lesið af öllum mönnum.Ábyrgð okkar er því mikil.Við erum erindrekar Krists,það er ekkert smá! Eiginlega erum við sendiherrar Drottins! Þessvegna þurfum við að vera samkvæm sjálfum okkur og orði Guðs.Orð Guðs segir að við séum salt í þessum heimi.Og hvernig má það vera? Jú saltið er bragð bætandi.Og þannig eigum við að vera meðal fólks.Við eigum að koma með nærveru Jesú Krists,sem er friðarhöfðinginn,
allsstaðar þar sem við förum.Og verkin okkar eiga aðvera eins og við séum að vinna fyrir Drottinn okkar og frelsara.Við skulum biðja saman þessa bæn
Verkin mín Drottinn þóknist þér
þau láttu allvel takast mér.
Ávaxtasöm sé iðja mín
yfir mér hvíli blessun þín.
Og við höfum engu að kvíða því Jesús sagði:Takið eftir!
Ég er með yður alla daga, allt til heimsins enda.
Þessvegna hvert sem þú ferð í dag,þá er Jesús með þér!
Drottinn blessi okkur hvert og eitt.
Guð veri með ykkur öllum í dag og alla daga
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2008 | 10:31
Ljúflyndi
Góðan dag,gott fólk!
Á samkomu í Íslensku Krists kirkjunni,sl. sunnudags kvöld,kom fram orð úr heilagri ritningu.
Orðið er í Filippíbréfinu 4:4-5 Verið ávalt glaðir í Drottni.Ég segi aftur verið glaðir.Ljúflindi yðar verði kunnugt öllum mönnum.
Það eru kanski ekki allir sem eru glaðir þessa dagana, sumir eru jafnvel daprir, eða hræddir og finna til óöryggis.Þetta eru allt tilfinningar sem Guð gaf okkur.En sumu fólki gengur ekki vel að vinna úr þessum tilfinningum.Þá kemur orð Drottins og kvetur okkur til að syna ljúflyndi.Sá sem á þetta ljúflyndi Drottins
er vel haldinn andlega talað af anda Guðs,og er styrkur í sinni trú.
Kæru vinir! Byggjum okkur upp í Drottni.Lesum Guðs orð okkur til uppbyggingar, og verum bæna menn og konur,þá munum við geta blessað aðra með ljúfmennsku og gleði frá himni Guðs.
Við erum öll sem þjóð erum að ganga í gegnum krísu, og það reynir á hjá okkur vel flestum.
Mér verður svo mikið hugsað til allra þeirra sem líður illa um þessi mánaðarmót.Leitum Guðs föður!
Biðjum Guð um hjálp og styrk, biðjum Guð að opna nægtabúr sitt yfir okkur öll sem þjóð.Það er ekkert barnalegt að biðja Guð! Það er bara merki um styrk!
Bæn þarf ekkert að vera löng eða fullkomlega orðuð, hún getur bara vel verið einföld og mótuð í huganum ,jafnvel án orða,svo kallað andvarp.
Vinir! Synum ljúflyndi og kærleika Drottins í öllum aðstæðum!
Drottinn blessi ykkur og leiði !
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2008 | 23:30
Hundur bjargar kettlingum
Sæl verið þið!
Mikið er þetta falleg saga. Hundurinn er sagður besti vinur mansins, og hér sannast það að hann er besti vinur kattarins.Hundar eru tryggir og margir mjög vitrir. Sumar tegundir eru þjálfaðar sem blindrahundar, og þeir standa sig vel í slíku.Svo eru sumar tegundir bara notaðir sem keli hundar fyrir húsbændurna,og ég er viss um að það er oft gott að eiga góðan hund,líka af því að þeir kjafta ekki frá.
Mörgum reynist erfitt að treysta öðru fólki en þá er góður hundur örugglega betri en enginn!
Hér á heimilinu eru bara fuglar, samt er svo skrítið hvað manni finnst þó vænt um þessi dyr,sem gætu örugglega ekki setið yfir köttum:-) eðlilega. En það geta hins vegar hundar,eins og þessi í Ástralíu.
Ég man eftir því hér í gamla daga að það kviknaði í mólendi í Kópavogi þar sem Smáralind er núna, og í þessum móa átti heiðlóa egg í hreiðri.Og hún yfirgaf hreiðrið ekki heldur brann með! Hvílík ást!
Svo vitið sem Guð gaf dýrunum er nauðalíkt okkar mannanna.Við gerðum allt sem við gætum ef börnin okkar lentu í slíkum aðstæðum.Þessi saga af þessum hundi er falleg og lífgar upp allar fréttir sem okkur berast. Og eftir því sem fréttin hermir þá heilsast kettlingunum bara vel, og hvutti allur að koma til.
Synum hvert öðru kærleika og hlýju
Þar til næst Guð veri með ykkur!
Halldóra.
![]() |
Gætti nýfæddra kettlinga uns hjálpin barst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 79758
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar