29.12.2008 | 21:04
Stofnaði fyrirtæki annan í jólum.
Sæl verið þið!
Það var fjölskylduboð hér á annan dag jóla sem er ekki í frásögu færandi nema hvað ég stofnaði fyrirtæki! Þannig er að ég hef tekið að mér ráðgjöf og sálgæslu gegnum tíðina, og synir mínir hafa orðið vitni að því alla sína tíð.Og ég hef unnið þetta verk með gleði, og oft séð mikinn árangur af þessu starfi.Gunnar sonur minn kom með þá uppástungu að nú væri kominn tími á að ég opnaði stofu og ég ætti að selja þessa þjónustu dyrt,enda væri mikill árangur af starfi mínu.En þar sem ég veit að þú ert svo góð í þér myndirðu aldrei taka neitt fyrir þessa þjónustu.Þá er best að ég sjái um þá hlið sagði hann! Þessi frásaga af okkur hér bar einmitt á góma í téðu jólaboði, nema hvað útfærslan varð heilt fyrirtæki. Þannig er mál með vexti að bróðursonur minn hann Ásgeir er að læra félagsráðgjöf, og okkur datt í hug að opna stofu með sálgæslu og félagráðgjöf í huga. Og þetta verkefni vatt heldur betur upp á sig,mamma sagðist geta verið við símsvörun og Ásgeir maðurinn minn gæti verið í móttökunni og kærastan hans Ásgeirs sem er í lögfræði gæti séð um að innheimta ef með þyrfti. Já! Og þar með varð þetta fyrirtæki okkar Ásgeirs til í jólaboði. Þetta gekk svo langt að við fundum nafn á þetta skemtilega fjölskyldu fyrirtæki " Ráðgjafastofa Dóru og Ásgeirs" Svo var hlegið og hlegið Þetta var virkilega skemtilegt jólaboð! Ekki má gleyma því að það var farið í alskonar skemtileg spil, sem allir höfðu gaman að,eftir allann hátíðarmatinn. Ég er ekki frá því að svona jólaboð eigi að vera oftar.
Kæru vinir! Drottinn Guð blessi ykkur öll!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.12.2008 | 17:44
Orð fráhimni Guðs.
Blessuð öll ! Og gleðilega hátíð!
Á stundinni minni með Drottni mínum í morgun fékk ég orð úr Biblíunni í hugann og ég ætla að setja það inn hér eins og það kom til mín.Orðið er í Sakaría 8:13
Eins og þér Íslendingar hafið verið hafðir að formæling meðal þjóðanna eins vil ég nú svo hjálpa yður, að þér verðið hafðir að blessunaróskum,Óttist ekki ,verið hughraustir.
Hvað er betra en að hafa þetta orð frá himni Guðs inn í nytt ár?
Mínar allra hlyjust kveðjur til ykkar allra og blessunaróskir.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.12.2008 | 15:14
Ljósið er að koma.
Blessuð og sæl!
Ég er ljós í heiminn komið svo að enginn sem á mig trúir sé áfram í myrkri. Jóh. 12:46
Flest allir finna hvernig lundin léttist þegar byrtir af degi og skammdeginu líkur . Það er ljósið sem hefur þessi góðu áhrif. Þannig er Jesús, hann er ljósið ,byrtan, sólin,sem kemur inn í hjartarúm þeirra sem á hann trúa. Líkt og í náttúrunni, þegar sólin fer að skína og vermir jörðina .Þannig kemur Jesús með byrtu og frið inn í líf okkar.Jesús kom til að færa þér þetta ljós. Ljós sem er engu öðru líkt!
Rafmagnsljós getur slokknað fyrirvaralaust, það gerir ljós lífsins ekki .Ljós Krists logar ætíð! Hans rafmagn klikkar ekki! Trúðu á Drottinn Jesú Krist þá geturðu öðlast þetta ljós og verið í ljósinu.
Leyfðu þessu himneska ljósi í lífi þínu að lysa upp daginn!
Kær kveðja til ykkar allra!
Drottinn blessi ykkur !
Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.12.2008 | 22:12
Lamaður drengur gengur á ný.
Heil og sæl!
Nú get ég ekki þagað,verð að samgleðjast þessu fólki sem upplifir þetta kraftaverk fyrir barnið sitt.
Ég veit að margir foreldrar vildu vera í sporum þessa fólks, og sjá barnið sitt sleppa hjólastólnum.
Svo kemur í hugann af hverju sumir fá sitt kraftaverk en ekki aðrir. Ég á svo sem ekki svar við því .Kanski hefur þessi fjölskylda beðið Guð um hjálp,svo er líka hitt að læknisfræði nútímans er stórkostleg.Biblían segir á einum stað að maðurinn sé svo klár að lítið vanti uppá að hann sé jafn fær og Guð.Merkilegt þetta! Svo sjáum við líka hvað skurðlæknis fræðin eru mikil snilld, að geta hjálpað veiku fólki.En hvað sem sagt verður um læknisfræðina klárt og gott fólk,þá er það klárt að á bak við þetta stendur Guð faðirinn. Hann á allt vald á himni og jörðu. Hann stjórnar! Mér finnst það góð tilhugsun að við erum öll í almáttugri hendi hans.Guð hefur tilgang með hvert og eitt okkar, og hann ræður för.Að heyra um þetta kraftaverk fær mig til þess að þakka Guði fyrir að hafa alltaf, hvert skref lífs míns verið með mér. Hann vill líka fá að vera með þér og styðja þig í lífsins ólgu sjó.
Nóg í bili. Guð veri með ykkur
Halldóra.
![]() |
Lamaður drengur gengur á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.12.2008 kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.12.2008 | 16:07
Það mikilvæga.
Komið þið blessuð!
Nú er jólaundirbúningur í hámarki hjá flestum.Og margir eru að kaupa gjafir til að gleðja vini sína og börnin sín.Það er mikið að gera og við erum á fullu að láta allt smella saman til þess að jólin geti gengið í garð.Jólin eru hátíð,þau eru fæðingarhátíð frelsarans.Hann fæddist í fjárhúsi og ekkert tilstand.Við ættum að taka mið af því .Við þurfum ekkert að spenna bogann svo hátt til þess að gera þessa hátíð gleðilega.Nú skulum við hugsa öðruvísi en við höfum kanski gert.Förum í kirkju um jólin og tökum þátt í helgihaldi kirknanna.Hlustum á jólaboðskapinn og syngjum jólasálma. Jólin eru fagnaðarhátíð.Ef þér líður illa kæri vinur einhverra hluta vegna langar mig til þess að uppörva þig með því að minna þig á að litla jólabarnið er ekki í jötu í fjárhúsi í Betlehem.Hann er upprisinn og lifir í dag.Hann kemur til hvers og eins sem nefnir nafnið hans og vill gefa þér frið í hjarta og huga.Biblían kallar hann friðarhöfðingja.Meira að segja gefur Jesús frið sem er æðri öllum skilningi.Hver vill ekki eiga þannig frið?
Svo kemur nytt ár. Ár sem geymir eitthvað gott handa þér.En best af öllu er að leggja líf sitt í hendur Drottins.Komdu með vonbrygðin efann og hvað eina sem íþyngir þér til Drottins Guðs og biddu hann að vera þér nær.Og hann mun vera þér nær.En þú verður að biðja hann að vera þér nær.Svo í öllum aðstæðum lífsins skalt gera eins og ég hef svo ótal sinnum gert leggja líf þitt í hendur hans. Biblían kallar Drottinn líka Undraráðgjafa og það mun koma eitthvað gott út úr því
ef þú gefur honum aðgang að hjarta þínu.Og Biblían nefnir hann líka Eilífðarföður, og það er svo áríðandi að þú gerir upp við Guð Hvort þú viljir fylgja honum og leyfa honum að vera vinur þinn.Ég kvet þig til að leggja líf þitt í Drottins hendur og fylgja honum.
Guð gefi ykkur gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár í Jesú nafni!
Kær kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2008 | 11:26
Smáköku uppskrift
Komið þið sæl!
Ég er einhvernvegin á fullu þessa dagana, og í mörg horn að líta. Samt verður mér nokkuð vel ágengt í öllu þessu stússi. Bakað smákökur úr Hagkaupsbókinni sem heita valhnetu rjómatoppar og þær eru hreint út sagt mmmmm með mikilli tilfinningu!Þær eru að vísu búnar en hér er uppskriftin:
100 gr. smjörl
100 gr púðursykur
50 gr sykur
1 egg
1. tesk vanilludropar
150 gr hveiti
salt á hnífs oddi
1/4 tesk lyftiduft
100 gr valhnetu
150 gr rjómasúkkulaði.
Vinnið saman mjúkt smjörið og sykurinn, setjið eggið saman við og vinnið þar til deigið er vel blandað. Saxið niður súkkulaðið og hnetur og blandið því út í ásamt þurrefnunum,kælið og gerið kúlur á plötu.Bakað við 190 gráður í 10-12 mín.
Áður en ég kveð bendi ég á blogg síðu mansins míns hans Ásgeirs asglara.blog.is
Njótið þess að borða þessar smákökur! Ég veit af egin reynslu að þær stoppa stutt við í boxinu, sem er bara gott,því þá veit mamma að hún er að gera góðar smákökur
Friður Drottins sé með ykkur öllum!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2008 | 22:46
Aðventu hugleiðing.
Komið þið blessuð og sæl!
En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina .Þetta var fyrsta skrásetningin er gjörð var þá er Kýreníus var landsstjóri á Syrlandi.Fóru þá allir til að láta skrásetja sig,hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef úr Galileu frá borginni Nasaret til borgar Davíðs en hann var af ætt og kyni Davíðs , að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem þá var þunguð.En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari.Fæddi hún þá son sinn frumgetinn,vafði hann reyfum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsinu.
Þetta er jólaguðspjallið eins og það er í Lúkasarguðspjalli öðrum kaflanum.
Þessi frásaga hefur mannkynssögulegt gildi ,ekki bara vegna þess að þarna er sagt frá fæðingu frelsarans,heldur vegna þess að þessi skrásetning var sú fyrsta
Í heiminum.Hinn mikli stjórnandi Ágústínus var ekki að hugsa um það.Hann var að hugsa um að treysta undirstöður hásætis síns ,skattamálin áttu sem sé að komast í betra horf.Þetta var skattskráning.Og öll heimsbyggðin fór af stað . Boðum frá hásætinum varð að hlyða.Allir urðu að fara , hvernig sem á stóð,óléttu konurnar líka.Allir urðu að taka sig upp og fara til sinnar ættborgar til skráningar. Og við getum ímyndað okkur að það hafi verið mikil ös og mikil þröng.Meira að segja í Betlehem,borginni sem í huga okkar flestra er tákn mynd friðarins.Og þau tvö María og Jósef voru nú komin til Betlehem ,þegar verst á stóð.En það urðu allir að hlýða skipun Ágústínusar. Ég er viss um að þessi ferð var mjög erfið í hitanum og þurkinum, og allri þrönginni .Og svo fóru þau að leita sér að gistingu ,og María komin að því að fæða. Og allstaðar var fullt ,ekki einu sinni pláss í neyð.Kanski var það einhver góðviljaður maður sem átti líka barnshafandi konu inni hjá sér sem vísaði þeim á fjárhúsið, af því hann skyldi neyðina.Og þar fæddist frelsarinn okkar.En hann var barnið hennar Maríu ómálga lítill drengur og hún lagði hann við brjóstið sitt. Nóttin var dimm og köld en líklega hefur fæðing barnsins og gleði þeirra vegna þess hjálpað þeim í þessum aðstæðum.Barnið var lagt í jötu innan um öll dyrin . Við horfum svo oft á þessa jötu í hyllingum,finnst hún jafnvel jólaleg.Við höfum svo oft upphafið þessar kringumstæður,en það má aldrei gerast. Samt er þessi atburður í mannkynssögunni afar stór.
Jesús frelsarinn er meira en jólabarn í jötu. Hann er upprisinn frelsari .Og hann lifir í dag! Jesús þráir að koma inn í þitt hjarta, og inn á þitt heimili. Hann vill vera vinur þinn. Í sálmi 91 stendur: Sæll er sá ,er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka,sá er segir við Drottinn : Hæli mitt og háborg
Guð minn er ég trúi á!
Jesús er að bjóða þér að veita þér skjól í stormvirðum lífsins, og vera þér við hlið og ganga með þér lífsveginn! Og áfram heldur sálmurinn og þar segir : Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,hann skylir þér með fjöðrum sínum undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja. Stundum finnum við ekkert fyrir því að Jesús sé nálægur,en hann er það samt.Er til staðar og vill leiða okkur sér við hlið.Hann þráir að við eigum við sig bæna og trúar samfélag.Bíður eftir því að við tökum okkur stund með sér. Hann er fús að hlusta er við biðjum ,en hann vill líka fá að tala við okkur gegnum sitt orð .Efla og styrkja okkur í sér.Hann bíður eftir því að við drögum okkur afsíðis litla stund til þess að þyggja alla þá blessun sem hann á handa okkur.Það þarf ekkert að vera merkilegur staður þar sem við getum verið ein með Jesú, fjárhúsið dugði til þess að fæða þennan son Guðs.Ég kvet þig til að finna þér stað til þess að vera ein með Jesú og settu þér mark að vera t.d. fimtán mínútur.Reynsla mín er að þetta verða svo dyrmætar stundir að þessi tími verður miklu lengur. Setjum okkur markmið að taka okkur á nú þegar nytt ár gengur í garð.Leggjum líf okkar í hans hendur, og hvílum í honum.Hann mun alls ekki sleppa af okkur hendi sinni né yfirgefa okkur .Hann hefur líka fyrirætlun með okkur hvert og eitt ,fyrirætlanir til heilla ,en ekki til óhamingju, að veita okkur vonarríka framtíð.
Að lokum bið ég Drottinn Guð að gefa þér og þínum gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár í Jesú nafni. Amen.
Kæru vinir ! Þetta var jólahugleiðing sem ég var með á Aglow fundi nú í desember,og mig langar til þess að gefa ykkur þennan sama boðskap jólanna að Jesús lifir í dag!
Halldóra.
Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.12.2008 | 13:00
Tillaga að rómantískri stund.
Góðan dag!
Biblían talar oft og mörgum sinnumum ljós og myrkur.Og hún kallar Jesú ljós heimsins.Öll vitum við hvað ljósið er gott,sérstaklega núna í svartasta skammdeginu. Ég fór í göngutúr núna á dögunum til þess að horfa á jólaljósin í myrkrinu.Svo gekk ég undir húsvegg og þar var sterkur ljós kastari,sem lysti allt upp, og þá kom í huga minn versið góða : Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum.Svo gekk ég örlítið lengra og þá hafði slokknað á ljósastaurunum, og ég gekk í myrkri.Ég fann muninn á ljósi og myrkri.Svona er líf okkar stundum.En það er til hjálp.Bænin og trúin á Jesú, getur komið með hjálp.Drottinn mun leiða okkur rétta vegu segir í sálmi 23.Jafnvel þó við förum gegnum dimman dal,þurtfum við ekkert að óttast,því hann er hjá okkur.Það er þetta sem skiptir máli-að Jesús er hjá okkur-Hvernig sem allt er,mínir kæru lesendur, skulum við fara veg ljóssins.Vera með Jesú okkur við hlið.Leggjum allt í Drottins hendur og hvílum í honum.Jafnvel þó að við finnum ekki fyrir nærveru Drottins,meigum við samt treysta því að hann sleppir ekki hendi sinni af okkur.Ég mun alls ekki sleppa þér og eigi heldur yfirgefa þig,segir Drottinn. Tökum líka áskorun Biblíunnar þar sem segir:Stattu upp ,skín þú, því ljós þitt kemur og dyrð Drottins rennur upp yfir þér.
Kæru vinir! Verum litlir ljósgeislar fyrir Drottinn okkar og blessum aðra með þeirri gleði sem heyrir Jesú til,jafnvel þó þér finnist þú ekkert hafa að gefa er svo dyrmætt að geta miðlað gleði og friði frá himni Guðs,það er eiginlega besta gjöfin.Svo er bænin okkur gefin,og við getum beðið fyrir hvert öðru og lagt málin fram fyrir Drottinn Guð,og hann mun vel fyrir sjá.
Njótið aðventunnar, kveikið á kertum og borðið smáköur,og nammi,um leið og þið fáið ykkur kaffi saman, og gerið stundina notalega-Tillaga frá mér til þín-
Þar til næst Guð veri með ykkur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.12.2008 | 23:45
Jólagjöfin í ár.
Sæl verið þið!
Ég er með uppástungu að góðri jólagjöf !
Jólagjöf þessi heitir Alfa-námskeið.
Þetta er námskeið fyrir alla, sem vilja kynna sér trúna nánar
og efla hana.Námskeiðið stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld frá kl. 19-22
og hefst 20 janúar 2009.Kvöldið byrjar með súpu og brauði, síðan er
kennsla og umræðuhópar og stutt helgistund í lokin.Það er engin skyldugur
að taka þátt í umræðunum ef fólk vill bara hlusta.Námskeiðið kostar 6000 kr.
en atvinnulausum er boðið að koma frítt. Um mitt námskeiðið er farið út úr bænum yfir helgi
og er það há punktur námskeiðsins.Það er greitt sér fyrir þá helgi.
KYNNINGARKVÖLD verður 13 janúar kl.20.00 að Fossaleyni 14, Grafarvogi
sem er Íslenska Kristskirkjan.
Á námskeiðinum velta menn fyrir sér spurningunni um tilgang lífsins, og hugleiða hvort
trúin hafi svör sem skipta máli.
Námskeið þessi hafa breytt lífi fólks,það er staðfest.
Ég mæli með að við gefum einhverjum slíka jólagjöf.
Bestu kveðjur og Guð veri með ykkur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2008 | 16:17
Bænagangan mikilvæg.
Sæl og blessuð öll!
Bænagangan var í dag kl.12-13 ég hlustaði á Lindina,átti ekki heiman gengt.Ég var líka með í anda,
bað hér heima.Geir H. Haarde og föruneyti hans hafa veriðofarlega í bænum mínum í þessum ólgusjó.
Og þessvegna verðum við að standa saman og biðja kristið fólk.Mér fannst mikill bænaandi yfir bæn
Sólveigar Traustadóttur,greinilega vön bænakona! Nefni þetta atriði sérstaklega vegna þess að
bænin hennar hreyf mig mjög. Við sem erum að biðja markvisst fyrir þjóðmálunum,þráum svo mikið að sjá lausnina fyrir Jesú nafn. Að vera í forystu fyrir þjóðina á þessum dögum er ekki öfundsvert,það mæðir mikið á þessu fólki, og allir heimta svör og lausnir.Við verðum þessvegna að bera þau uppi í bæn sem að lausninni vinna.Biðja um góða heilsu og kraft frá augliti föðurins himneska þeim til handa.Og einnig að það sé góður andi meðal þeirra,að ekkert komi uppá sem hyndrar vinnufrið. Mér finnst líka mikilvægt að biðja þess að þetta ástand vari stutt,allra hluta vegna.
Biðjum og okkur mun gefast,segir í Biblíunni.Treystum og trúum því.
Friður sé með ykkur í Jesú nafni
Halldóra.
![]() |
Báðu fyrir landi og þjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar