Jólagjöfin í ár.

Sæl verið þið!

Ég er með uppástungu að góðri jólagjöf !

Jólagjöf þessi heitir Alfa-námskeið.

Þetta er námskeið fyrir alla, sem vilja kynna sér trúna nánar 

og efla hana.Námskeiðið stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld frá kl. 19-22

og hefst  20 janúar 2009.Kvöldið byrjar með súpu og brauði, síðan er 

kennsla og umræðuhópar og stutt helgistund í lokin.Það er engin skyldugur 

að taka þátt í umræðunum ef fólk vill bara hlusta.Námskeiðið kostar 6000 kr.

en atvinnulausum er boðið að koma frítt. Um mitt námskeiðið  er farið út úr bænum  yfir helgi

og er það há punktur námskeiðsins.Það er greitt sér fyrir þá helgi.

KYNNINGARKVÖLD verður 13 janúar kl.20.00 að Fossaleyni 14, Grafarvogi

sem er Íslenska Kristskirkjan.

Á námskeiðinum velta menn fyrir sér spurningunni um tilgang lífsins, og hugleiða hvort

trúin hafi svör sem skipta máli.

Námskeið þessi hafa breytt lífi fólks,það er staðfest.

Ég mæli með að við gefum  einhverjum slíka jólagjöf.

    

Bestu kveðjur  og Guð veri með ykkur!

                                               Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæra Halldóra.

Flott tillaga.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Frábær jólagjöf "Alfannámskeið" ég vil líka benda á að mjög margar kirkjur bjóða uppá Alfanámskeið. Ísl. Kristskirkjan er í Grafarvogi, Kefas á Vatnsenda, Vegurinn við Smiðjuveg, Filadelfía við Hátún, Digraneskirkja í Kópavogi og svo mætti lengi telja. Fl. kirkjur munu auglýsa Alfa á næstu vikum. Ég tek undir með þér að hvetja sem flesta sem vija kynna sér kristna trú að skoða Alfanámskeið.

Guð blessi þig í dag Halldóra mín, hlakka til að hlusta á þig á Jólakvöldi Aglow í Garðabæ 11.des.

Helena Leifsdóttir, 8.12.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Gott að heyra aðeins í þér í morgun.Var bara svo mikið 

að gera að ekki gafst tími til að spjalla.

Helena!Frábær þessi Alfa námskeið!

Já! Aglow fundur  11 des. kl. 20 í  skátaheimilinu við Bæjarbraut. Jólafundur!

 Hafið það sem best Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.12.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Linda

Hæ hæ Halldóra mín, þetta er virkilega góð hugmynd Hlakkar til að sjá þig næstu helgi, þá næ ég að knúsa þig, þar sem ég fékk ekki tækifæri til þess, þegar þú varst ræðumaður kvöldsins á þar síðásta Sunnudag.

bk.

Linda.

Linda, 8.12.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Ég heyrði í þér líka þegar þú varst með Orð dagsins. Flott útvarpsrödd og innihald boðskaparins magnað.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Linda mín og Rósa!

Þakka kveðjur og falleg komment,þið eruð bara yndislegar!

Drottinn blessi ykkur margfalt

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.12.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 79325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband