Jólakveðja

Jólakveðja!

 

Hér skal haldin hátíð ein,

hana ber að blessa.

Allir vilja jólasvein

og snjó um hátíð þessa.

 

Sumir skunda í kirkjurnar

sálma vilja syngja.

Það mun blessa sálirnar

þá kirkjuklukkur hringja.

                                h.á.


Eitthvað gott á eftir að gerast.

Heil og sæl!

Hér er gömul vísa eftir Friðrik Jónsson land póst

 

Hugur  berst um hyggjusvið

hjartað skerst af ergi.

Þegar mest ég þurfti við

þá voru flestir hvergi.

 

Þannig er það nú stundum manna á meðal,en þá er það besta sem hægt er að hugsa sér,  að eiga trúna á Drottinn Jesú.Sá sem á trúna á hann er aldrei einn!Hann sagði nefnilega, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar ! Og þessi frábæru vers úr sálmi 23

Jafnvel þó ég fari um dimman dal,óttast ég ekki því þú ert hjá mér! Og munum það alltaf að hver dagur ber með sér von,von um að það góða og eitthvað betra eigi eftir að koma.Því að eitthvað gott á eftir að gerast í dag!

Munum bara að Jesús er til staðar!

                                       Kærar kveðjur

                                            Halldóra.


Verður rekstri Sólheima hætt?

Heil og sæl!

Er það ekki skrytið hvað við erum mikið háð peningum? Stundum hef ég leitt að því hugann hvað það væri gott ef engir peningar væru til.Og þeir þarflausir.En þannig eru nú hlutirnir aldeilis ekki. Hvað Sólheima varðar held ég að það sé bara ekki hægt að sniðganga þessa stofnum, og þau sem minnst meiga sín okkar á meðal.Trúi ekki öðru en að það komi lausn.Fólkinu sem þar byr óska ég alls hins besta og bið þess heitast að þau þurfi ekki að lifa við  þann ótta sem óneitanlega fylgirslíku óöryggi. Þau sem þar búa hafa mörg verið á þessum stað frá barns aldri,og eiga aðeins gott skilið. Ég hef komið á þennan stað og keypt eitt og annað af þeim,þetta fólk er snillingar á sínu sviði.Vonandi kemur lausnin fljótt!

                           Með kveðju og Guðs blessun!

                                        Halldóra.


mbl.is Verður rekstri Sólheima hætt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómas sestur á tjarnarbakkann.

Sæl og blessuð!

Einhvernvegin datt mér í hug er ég sá myndirnar sem fylgja þessari frétt,textinn í laginu Vorkvöld í Reykjavík. "Hjúfra sig á bekkjunum halir og fljóð"

Svo er bara allt gott sem gerir borgina fallegri!

Ég á mjög margar skemtilegar minningar frá því er ég var barn og fékk að fara niður á tjörn með bræður mína,enda stóra systir þeirraWink Þá var mér treyst til að fara í strætó nr. 2 sem hét Grandi - Vogar og stoppaði  við Langholtskirkju og var steinsnar frá bernsku heimili okkar.Og venjulega fylgdi poki af brauði handa öndunum sem mamma hafði safnað. Já þetta eru dásamlegar minningar! Og ég man hvað það var gaman að gefa öndunum brauðið,enda man ég ekki  eftir neinum máfum,bara einni  og einni  dúfu sem nældi sér í milsnu.Stokkendur voru í meiri hluta.Það var ekki fyrr en löngu seinna að aðrar tegundir fóru að sjást.Man þó vel eftir stóru hvítu svönunum sem teigðu sinn langa háls til að vera fyrr til að ná brauðbitanum.Og ég held að gráu álftirnar hafi ekki heldur verið mjög margar.Lýsingarnar eru eins og maður hafi verið ungur í fornöld en þetta var sennilega á árunum 1967 eða 1968 þá var borgarstjóri vor sennilega nýfæddur. Ég vona bara að margir eigi eftir að eiga jafn skemtilegar minningar frá tjörninni í Reykjavík.

Guð blessi ykkur daginn !

                                 Kveðja úr Garðabæ

                                                            Halldóra.


mbl.is Tómas sestur á Tjarnarbakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Des. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband