27.12.2011 | 16:58
Áramótaheitin.
Komið þið sæl!
Vil byrja á því að óska ykkur gleðilegrar hátíðar!
Jólahátíðin með öllum matnum og umstanginu að mestu gengin yfir.En það er stutt í þá næstu,áramótin.Áramót eru í huga margra tími til að gera áramótaheit,og það er gott og blessað útaf fyrir sig. Í mörg ár gerði ég alltaf sama áramótaheitið, og stóð alltaf við það,las Biblíuna frá upphafi til enda.Geri ekki þannig heit lengur,heldur les hana reglulega og vel mér þá að lesa sem mig langar mest til í það og það skiptið.En ég þekki marga sem lesa bók bókanna frá upphafi til enda, og lesa meðfram því einhverja erlenda útgáfu með.
En með þessu bloggi vil ég kvetja okkur öll til að lesa þessa frábæru bók.Þeir sem ekki eru vanir gæti lesið guðspjöllin eða Postulasöguna,sem er mjög athyglisverð saga.
Svo er annað, og það er bænin.Vil bryna okkur öll til að biðja til Guðs,hans sem er Almáttugur.Þó að þér finnist þú ekki hafa þörf til þess núna,getur komið upp sú staða að þú verðir einhverntíma í þeirri stöðu að enginn geti veitt þér styrk í baráttu lífsins,og þá er sko gott að þekkja leið bænarinnar.Og Guð gæti gert hið ómögulega fyrir þig!
Varðandi börnin,þá ber okku að kenna þeim að þekkja þessa leið líka.
En hvað skyldi Biblían vilja segja við okkur á þessum tímamótum sem áramót eru?
Skoðum nokkra staði í þessari góðu bók Biblíunni:
Því að ég þekki þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju,að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11
Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann munvel fyrir sjá. Sálm 37:5
Guð blessi þig!
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2011 | 01:34
Uppskrift af hvítlauks brauðhleifum.
Komið þið sæl!
Datt í hug að gefa ykkur uppskrift af rosalega góðum hvítlauks brauðhleifum.
mjög einfallt.
3 bollar hveiti
3 tesk lyftiduft
1 tesk salt
2 egg
3 bollar af mjólk
má þynna eftir þörfum en á
að vera frekar þykkt.
Hvítlauksduft.
Setjið matarolíu eða smjörl.
á pönnuna og bræðið, þá er einn bolli af deginu sett á heita pönnuna og bakað
passa að hleyfurinn brenni ekki,en bakist vel.Þegar bökuðu hliðinni er snúið við dreyfir maður smá hvítlausduft yfir og gerir eins við hina hliðina.
Ég notaði skeið til að móta hleyfinn á pönnunni.
Gott með léttum mat,eða eitt og sér.
Njótið vel!
Guð veri með ykkur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2011 | 00:17
Matreiddu sinn fyrsta kalkún saman
Komið þið sæl kæru lesendur!
Já þær eru margar furðulegar fréttirnar af fína og fræga fólkinu.
Að opinbera kunnátt leysi sitt í eldamennsku fyrir heims byggðinni finnst mér findið.En þau eru sjálfsagt heppin að hafa matreiðslu fólk heima hjá sér svo þau svelti ekki greyin.Og þá þarf endilega að setja það í heims pressuna að þau hafi eldað saman,og það gengið vel!
Daglega í tuttugu og fimm ár hef ég eldað mat fyrir mig og mitt heimafólk, og ekki hefur það orðið frétt í blaði.En til þess að heims byggðin fái nú fréttir af því segi ég frá því í frétt með Angelinu Jolie og Brad Pitt :)
Takk fyrir lesturinn!
Kær kveðja
Halldóra
![]() |
Matreiddu sinn fyrsta kalkún saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2011 | 16:21
Auðveldastu smákökurnar sem ég hef bakað
Góðan dag!
Nú þegar jólin eru alveg á næsta leiti og við undirbúum hátíðina,og margir baka smákökur.Man þá tíð þegar ég bakaði a.m.k. sautján sortir,en sá að það væri bara ekkert holt að baka allar þessar smákökur,svo núna eru þær ekki margar. Bakaði þessar í dag, og þær eru þær fljótlegustu og auðveldustu sem ég hef gert um æfina.Ef einhverjum vex í augum að baka smákökur,en vildi gjarnan reyna þá eru þessar ágætar.
Molasses cookies.
1 egg
1/3 bolli matarolía
1/4 bökunar sýróp
2/3bolli sykur
2 bollar hveiti
2 tesk matar sódi
1 tesk engifer
1 tesk kanill
1/4 negull
1/2 tesk salt
Kælið í nokkrar mín.
Uppskriftin segir að það eigi að rúlla deiginu upp og skera niður og leggja á plötu með bökunar pappír,
Ég bjó til kúlur og bakaði þannig.Kom vel út.
Njótið vel.
Guð blessi ykkur í jóla undirbúningnum!
Halldóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2011 | 15:53
Nýir bílar fyrir ráðherra
Sæl og blessuð !
Merkilegt hvað þessi frétt fær alla til að hugsa sömu hugsunina,er þörf á þessu akkurat núna? Geri mér full vel grein fyrir því að þessar bifreiðar meiga ekki vera of gamlar til að vera seljanlegar.En við hin getum ekki leyft okkur að hugsa svoleiðis,bara vera þakklát fyrir bílinn sem er kannski kominn nokkuð við aldur.Ég er mjög þákklát fyri að eiga bíl,það væri bara snilld ef einhver biðist til að koma og þrífa saltið af kagganum,bóna og þrífa að innan,sem er nú frekar létt verk.Þá yrði hann flottasti kagginn á planinu :)
Þess má líka geta að ég hef stundum bílstjóra eins og ráðherrarnir,það er þegar bóndi minn situr við stýrið, og eða synirnir.
það besta í lífinu er jákvæðni og þakklæti!
Guð veri með ykkur!
Kv. Halldóra
![]() |
Nýir bílar fyrir ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar