28.2.2009 | 13:48
Leyndardómur naflalónnar leystur.
Komið sæl og blessuð!
Ekki er öll vitleysan eins, sagði hann afi minn,meðan hann var og hét, og þegar gekk yfir hann.
Naflaló? Ég þurfti að lesa þetta nokkrum sinnum áður en ég kveikti. Hélt bara í fáfræði minni að svoleiðis fyrirbæri væri bara hreinn og klár sóðaskapur.Fór Steinhauser ekki í bað ?Hann hefði getað sparað sér þessar rannsóknir og skelt sér í bað drengurinn! Nei hann dundaði sér við það að rannsaka hvar þessi ló festist og tegundirnar af naflaló voru 503.Það sorglega er að ákveðnar tegundir festust við ákveðin hörnundshár sem draga lóna inn í naflann. Og hann kvetur fólk til að klæðast gömlum fötum þau dragi síður að sér ló sem fer inn í naflann.Eða raka naflann. Við alla þá sem eiga við þetta stóra vandamál að stríða, er mitt ráð ein baðferð á dag kemur þessu í lag! Tíminn minn er og dyrmættur til að vera að gera eitthvað sem skiptir ekki máli.Kannski er þetta stórkostlegt vandamál meðal fólks,þá er bara að biðjast afsökunar á fáfræðinni. Samt finnst mér þetta broslegt,enda þarf lítið til hjá mér
Njótið dagsins ,farið varlega og Guð veri með ykkur.
Halldóra.
![]() |
Leyndardómar naflalónnar leystir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2009 | 16:04
Bankastjórinn beið átekta á hóteli.
Sælt veri fólkið!
Þá er þessu leiðinda Seðlabankamáli lokið,sem betur fer.
Ég sjálf og þjóðin öll var orðin hund leið á þessum frettum um
allt þetta hártog.Ég ætla ekki að koma með neina sleggju dóma um
það sem sagt hefur verið. En ég skammast mín fyrir alla þessa vitleysu.
Mér finnst að við ættum að spenna greypar fyrir ráðamönnum þjóðarinnar
sem aldrei fyrr, og þessum norska nyja Seðlabankastjóra.Því það er betra að hafa
Drottinn með í verki.Ég trúi því að allt eigi eftir að blessast hjá okkar yndislegu þjóð þó
að kreppi að eins og er. Verum bara bjartsyn og góð við hvert annað!
Kveðja frá mér til ykkar allra!
Drottinn blessi ykkur, styrki og hjálpi!
Halldóra.
![]() |
Bankastjórinn beið átekta á hóteli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.2.2009 | 21:40
Lofsöngur.
Komið þið blessuð!
Mig langar til að deila með ykkur lofsöng sem er einstaklega fallegur,og kraftmikill og mér þykir vænt um.
Þér lof vil ég ljóða,þú lausnari þjóða
Er gafst allt hið góða Af
gæsku og náð.Þá miskun og mildi Ég
miklaði éi sem skyldi,þótt vegsama'æ
ég vildi þá visku og dáð.
Er líkn þína lít ég ,Þá lofa þig hlyt ég.
Því náðar æ nyt ég ,sem ný er hvern dag.
Nú heyri ég hljóma þá helgu leyndar
dóma,sem englaraddir óma Við eilífðarlag.
Sjá lof allra lýða Og landa og tíða
þér ber, lamb Guðs blíða Frá blóðdrifnum
stig.Frá djöfli og dauða,Frá dómi 'og
syndarnauða, þú leystir lyði snauða.Því
lofum vér þig.
Ég vildi óska þess að ég gæti leyfi ykkur að heyra þennann gullfallega sálm sunginn,
en ef það er vel gert er það mjög tilkomu mikið.
En njótið lestursins !
Guð blessi ykkur !
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2009 | 22:49
Þunnt er móður eyrað.
Komið þið sæl!
Það er vers í sálmunum sem hefur ómað í huga mínum undanfarna daga. Það er sálmur 25:10
Allir vegir Drottins eru elska og trúfest fyrir þá sem gæta sáttmála hans og vitnisburða.
Það er skrítið að allir vegir Drottins séu elska og trúfesti, samt göngum við í gegnum allt mögulegt.
Kæru vinir! Ef ekki væri það elsku Drottins að þakka þá væri allt í klessu í lífi okkar. Ég veit að hann hefur oft tekið í taumana og reddað okkur út úr allskonar vanda. Augu okkar eru bara svo blind að við sjáum ekki í amstri dagana þessa leið Drottins. Séu hlutirnir slæmir hjá okkur væru þeir verri ef Drottinn hefði ekki auga með okkur. Alveg eins og þegar börnin okkar eru úti að leika sér þá höfum við foreldrarnir auga með þeim. Og grípum inní ef þörf gerist. Það er af elsku sem við gerum það! Þetta tímabil í lífi mínu er nú liðið,en ég á þessa minningu um að hafa verið vel á verði gagnvart mínum sonum. Og við mæður könnumst vel flestar við að hafa rumskað við minnsta hóst eða hreyfingu barna okkar á nóttinni. Sagt er að þunnt sé móður eyrað. Þannig er Drottinn Guð. Hann vakir yfir og gætir okkar af einstakri elsku sinni. Því að allir vegir Drottins eru elska og trúfesti!
Þar til næst,verið Guði falin
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2009 | 21:15
Kanntu að ráða drauma?
Komið þið blessuð og sæl!
Ætla að deila með ykkur draum sem mig dreymdi í nótt.
Dreymdi að ég hélt á blárri keramikk skál,og í henni var Lögberg á Þingvöllum.Mér fannst þetta vera keramikskál sem ég átti einu sinni en er löngu brotin.Lengi vel var brestur í botninum á þessari skál sem ég átti , og í draumnum var ég að velta því fyrir mér hvort skálin héldi Lögbergi.Mér fannst gamalt og þurrt gras eða hey vaxa frekar villt kringum þennan stað. Og alltaf var ég með þessa skál í höndunum.Svo allt í einu finnst mér ég standa við eldhúsgluggann á æskuheimilinu mínu á Langholtsveginum í Reykjavík og ég horfði út á sjóinn.Umhverfið var í draumnum eins og það var þegar ég var barn. Og svo lýt ég á skálina sem ég hélt á og tók eftir því að Íslenski fáninn var ekki á þessum bletti sem var í skálinni.Þá lyt ég aðeins til hliðar og sé að fáninn var á Þigvöllum nær Öxaráfossinum. Þá sé ég að hlutirnir eru ekki alveg eins og þeir eiga að vera,kirkjan orðin mjög lítil næstum eins og legó kubbur. Þá fatta ég að það er eitthvað rangt við þetta allt.Og sé að hlutirnir eru ekki eins og þeir eiga að vera.Í því brotnaði skálin og ég sé að hún brotnaði eins og skálin sem ég átti fyrir löngu.Fór í þrjá parta.Ég hélt á einum partinum en hinir fóru í sitthvora áttina.
Nú vantar mig ráðninguna.
Kveð í þetta sinn! Og bið Drottinn minn að blessa ykkur öll!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2009 | 19:39
Þú Guð sem veist og getur allt.
Komið þið sæl!
Hér er ljóð úr ljóðabók sem heitir Eigi stjörnum ofar.Ljóð okkar kæra dr. Sigurbjörns Einarssonar.
ÞÚ GUÐ SEM VEIST OG GETUR ALLT.
Þú Guðð sem veist og getur allt,
mitt geð er hvikult, blint og valt
og hugur snauður,hjartað kalt,
þó vil ég vera þinn.
Og þú ert ríkur þitt er allt,
og þú ert faðir minn.
Þú þekkir allan heimsins harm ,
hvert hjarta grætur þér við barm,
þú vegur á þinn ástararm
hvert afbrot manns og böl.
Við krossinn djúpa,hreina harm
þú helgar alla kvöl.
Þú átt mitt líf ,þú leystir mig
þú lést mig blindan finna þig
af þeirri náð er söm við sig
hvern dag mig dæmdan ber.
Þú Kristur,bróðir blessar mig.
Og biður fyrir mér.
Minn Guð, sem varst og ert mér allt
og alla blessar þúsundfallt.
þú skylur hjartað,veikt og vallt
og mannsins mörgu sár.
Þú ber þinn kross og bætir allt
og brosir gegnum tár.
Verið Guði falin
Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2009 | 16:16
Ef að sól í heiði sést
Komið þið sæl!
Ef að sól í heiði sést
á sjálfa Kindilmessu.
Snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.
Mér fannst frekar bjart yfir í dag,en engin glanna sól.
Svo hvað úr hverju fer sólin að kíkja yfir fjöllin háu úti á landi,þá verður sólarkaffi víðast hvar
sem mér finnst góður siður.
En það allra besta er að eins og fjöllin sem eru umhverfis firðina,borgir og bæi er Drottinn Guð kring um lyð sinn.
Hvort sem það snjóar eður ei,þá er gaman og gott að lifa!
Bara fara varlega og hafa Guð með í för!
Kærar þakkir í dag. Og Guð veri með ykkur öllum!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar