Mótmælir lestri passíusálmanna

Góðan dag!
Íslenskur menningar arfur,það er ágætt orð yfir þetta snilldar verk sem Passíusálmarnir eru.Og það er alveg öruggt að höfundurinn hafði gyðinga hatur ekki í huga á þeim tíma sem hann orti sálmana.Hann er fyrst og fremst að lýsa í ljóði því sem gerðist í lífi Jesú, og guðspjöllin segja frá.Að mínu viti hefur engum tekist betur en Hallgrími Péturssyni að koma betur orðum að Píslarsögu Krists. Hér er dæmi um hvernig Jesú leið: 2 sálmur vers 11

Hjartanlega varð harmþrunginn
herrann Jesú í þetta sinn.
Holdið skalf við það feikna fár,
flutu í vatni augun klár.
Sagði grátandi:Sál mín er
svo allt til dauða hrygg í mér.

Læt duga þetta eina vers,en það sem á eftir kemur er líka hreinasta snilld.Og ég trúi því að allir þeir sem elska ljóðalestur, séu mér sammála í því að Passíusálmarnir eru þjóðar verðmæti.Og ég get ekki séð það, að hlusta á lestur þessa verks einu sinni á ári í útvarpinu skaði nokkra manneskju.Og það má alls ekki taka slík verðmæti út úr dagskrá útvarpsins!
Vonandi láta útvarpsstjóri og útvarps ráð þessa stofnun í Bandaríkjunumn ekki ráða hvað er á dagskrá útvarpsins hér.

Með kveðju og blessunaróskum!

Halldóra.


mbl.is Mótmælir lestri Passíusálmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biblían á tunglinu.

Komið þið sæl !

"Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð"
1. Mós.1.1

Bók Bókanna,Biblían,er sennilega útbreiddasta bók veraldarinnar.Ljóst er að hún hefur víða fariðog hana er jafnvel hægt að finna á ólíklegust stöðum.

Á jólunum 1968,er geimfarið Appollo8 var að nálgast tunglið og geimfararstjórinn var að lýsa hinni miklu víðáttu tunglyfirborðsins,þá skýrði hann sjónvarpsáhorfendum um allan heim frá því að áhöfnin í Appollo 8 hefði jólaboðskap og kveðju að flytja öllum jarðarbúum.Síðan hóf geimfararstjórinn að lesa úr Biblíunni.Hann las úr 1. Mósebók um sköpunina.Síðan rétti hann Biblíuna áfram til félaga síns,sem hélt lestrinum áfram.Því næst var þriðja geimfaranum rétt Biblían og lauk hann lestrinum.
Fréttamenn urðu furðu lostnir og einn þulur sjónvarpsstöðvar sagði:"Mennirnir hafa rétt í þessu lokið við að lesa úr Biblíunni á tunglinu og ef barnsminnið svíkur ekki,þá lásu þeir úr 1. Mósebók."
Sennilega hafa hafa aldrei áður jafn margir heyrt lesið úr Biblíunni í einu.Á þessu augnabliki var fólk í milljóna tali djúpt snortið af orðum Guðs.
Hvet ég menn nú til að taka sér Biblíu í hönd og lesa fyrsta kafla fyrstu Mósebókar sem fjallar um sköpunheimsins.
Fyrsta Mósebók er fyrsta rit Biblíunnar.

Þessi frásaga er úr bókinni, Þá munu steinarnir hrópa,eftir Sigurbjörn Þorkelsson.Bókin kom út 1996. Höf. gaf leyfi til að setja söguna inn hér.

Guð blessi ykkur !

Halldóra Ásgeirsdóttir.


Sofið í strætóskýlum

Komið þið sæl!
Það þarf ekki mikið að segja um svona frétt annað en að þarna er kærleikurinn í verki!
Guð blessi þetta góða starf!
mbl.is Sofið í strætóskýlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannanöfn,samþykkt af mannanafnanefnd.

Komið þið sæl!

Fyrir mögum árum hóf ég að safna sérkennilegum mannanöfnum, og á þau en í spjadskrá.Mér þótti það gaman af því enginn annar mér vitandi gerði það. Í seinni tíð hef ég ekki haft tíma til að sinna þessu áhugamáli,en ég hef samt sterka skoðun á því hvaða nöfn hæfa íslenskri tungu og hver eru bara ljót (afsakið orðbragðið).Það eru líka tískusveiflur í þessu eins og öðru.Í mínu ungdæmi hét t.d. enginn eða harla fáir Aron,en það nafn er nú vinsælt nafn.
En varðandi þessi ný samþykktu nöfn þá er kvenmanns nafnið Ermenga til í mínu gamla safni,ásamt Lofthænu.En það vill til að við þessar tvær manneskjur talaði ég við persónulega og get því staðfest að þessi nöfn voru til.
Mannanafna nefndin samþykkti nafnið Hlégestur á sínum tíma,en ég vona heitt og innilega að engum detti í hug að gefa barni sínu það nafn.Samt er það ekkert verra nafn en sum ónefni sem verið er að samþykkja.Amír finnst mér bara enganvegin hæfa íslenskri tungu.En ég sé það fyrir mér að "útlensk" nöfn eiga eftir að tengjast menningu okkar með tímanum.Það gerir fjölmenningar samfélagið svo kallaða.Mér finns sjálfsagt að útlendingar haldi sínu nafni,en taki upp íslenskt fyrsta nafn ef þeir verða ríkisborgarar hér.
Ég heyrði eitt sinn af því að piltur einn sem var að bera út blöðin heyrði kallað Bjarni,Bjarni.Strákur snéri sér við og sagði:Ég heiti Alli.En það var verið að kalla á heimilis hundinn sem hét þessu virðulega karlmanns nafni.
Það getur verið flókið að fjalla um mannanöfn, og ég ætla ekkert að haf þennan pistil lengri.
En minni á eitt sem er afar mikilvægt, að Drottinn Guð hefur skráð nafn þitt, og mitt í lófa sína.

Kærar kveðjur úr Garðabæ

Halldóra.


mbl.is Nöfnin Ermenga og Úlftýr samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðskapur dagsins.

Komið þið sæl!

Fátækur skoskur smalapiltur gaf sig fram til kristniboðsstarfs.Þeir sem prófuðu hann komust að raun um að hann gæti í mesta lagi hjálpað til við líkamlega vinnu.
Ungi maðurinn sagði:Það skiptir engu máli ef ég aðeins fæ að þjóna Guði meðal heiðingjanna."Ég er reiðubúinn að vera skógarhöggsmaður eða vatnsberi í musteri Guðs míns."
Pilturinn var látinn ganga í skóla og síðan sendur til Morrisons,kristniboða í Kína.Hann var bæði lærður,trúfastur og kunnur kristniboði í Kína.Hann hét dr.William Mílne.
Jesús vann mikið kraftaverk og mettaði fimm þúsund manns með gjöf ungmennis. Jesús getur notað þann sem er minnstur allra.
Hvað sakar þó við séum lítil og léttvæg meðal manna úr því að Jesúe svo mikill getur notað okkur? Fái Jesús aðeins tekið gjafir okkar og hæfileika,okkur sjálf,í blessaðar hendur sínar gerist kraftaverk.Lítið verður stórt,fátæklingurinn ríkur og veikur maður sterkur.
Ungi hirðirinn Davíð varð mikill konungur.Hinn ungi og fátæki Gídeon varð voldug frelsishetja Ísraels.Daníel og Jósef kenna okkur það sama: Hið litla verður mikið í hendi Drottins.

Hér er ungur piltur með fimm byggbrauð og tvo fiska (Jóh.6,9)

Guð blessi þér daginn!

Halldóra.


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Feb. 2012
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29      

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 79724

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband