30.4.2008 | 14:51
Verkmenn í víngarði Drottins.
Elsku vinir!
Það er að renna upp 1. maí frídagur verkalyðsins.
En í okkar herbúðum eru líka verkamenn.Verkamenn í víngarði Drottins!!
Sumir hafa lagt mikið á sig fyrir ríki Drottins, og þá mun Drottinn blessa ríkulega.
En ekki bara þá sem hafa verið áberandi og lagt mikið á sig, hann blessar hina sem ekkert ber á
en standa bænavaktina af trúmennsku.Án bænafólksins væri ekkert blómlegt starf í rík Drottins!
Við erum boðberar friðarins, og blessum aðra í nafni kærleika Krists,það er okkar hlutverk.
Svo koma stundir þar sem við sem erum að starfa fyrir ríki Krists verðum þreytt,þá er svo gott að halla sér upp að brjósti Drottins og fá nyjan kraft og nyjan styrk,til starfa.Ég trúi því að Drottinn vilji gefa okkur sem störfum í ríki hans, tíma til að hvíla okkur, því þreyttir þjónar, vinna ekki eins vel og
úthvílt fólk. Notum 1.maí til þess að endurnyjast í anda og sannleika,og förum í kirkju á sunnudaginn, og teigum í okkur allar þær blessanir sem himinn Guðs á fyrir okkur hvert og eitt.
Hvílum í Guði,leyfum honum að fylla á okkar andlegu battery, svo við getum þjónað Drottni betur.
Sjálf er ég búin að taka mig frá og hvíli bara í blessun Guðs núna.
Drotrtinn blessi ykkur verkamenn í ríki Drottins á alla lund.
Kveðja Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 12:26
Mikið tjón
Vá hvað margir hlutir í tilverunni eru furðulegir,bara eins og þetta,að kveikja sinubruna við Hvaleyrar vatnið.Tilgangurinn? Bara skemdarverk! Ég verð alltaf svo pirruð yfir svonalöguðu.Fuglarnir eru farnir að leita sér að hreiður stað, og gróðurinn sem hefði getað glatt okkur ónytur.
Ég játa að ég elska fallega gróðursæla náttúru afar mikið,og nyt þess að ganga um gróðursæl svæði.
Og vitið þið hvað, það tekur mörg, mörg ár að koma upp skóglendi, en á nokkrum mínútum er hægt að eyðileggja það allt,eins og í þessu tilfelli. Svo er ég að furða mig á þessum brennuvörgum,eru þeir
mikið á vappi á þessum slóðum, ég gekk fram á brunninn sumarbústað í Sléttuhlíðinni tvö ár í röð.
Hvað er að þessu liði? Það er örugglega ástæða fyrir foreldra að fræða börn sín um hvað eldurinn
getur verið mikill skaðvaldur.Eldur, hnífur og skæri eru ekki barna meðfæri!
Svo er annað að börn eiga ekki að vera úti á þessum tíma,jafnvel þó þeir hafi bílpróf.
Þetta er mín skoðun, en maður veit samt aldrei hvað með öðrum byr, og hver vandamál annara eru.
ég vona bara að þessu fari að linna,það er nóg komið.
Halldóra.
![]() |
Mikið tjón í gróðureldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 09:42
Verkamenn Guðsríkisins.
Góðan dag gott fólk!
Verið ekki hálfvogir í áhuganum, verið brennandi í andanum.Þjónið Drottni. Róm. 12:11
Opnaðu augun vel þegar Guð sýnir þér tækifæri til að þjóna í ríki hans. Hann hefur starf handa öllum,
við hæfi hvers og eins, í samræmi við getu,hæfileika og möguleika.Umfang verkefnisins og hæfileikar mínir skipta þar ekki mestu heldur sá kærleikur,einlægni og áhugi sem ég syni í því sem ég er að gera.
Þeim sem þjóna honum í fullri einlægni mun hann launa ríkulega og þeim sem þjóna honum í fórnfúsum kærleika mun uppskera mikinn ávöxt.
Þetta var texti gærdagsins úr bókinni Dyrmætara en gull.
Hlýja kveðjur til ykkar allra, og munið að brosa, það gerir okkur svo falleg!!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 12:23
Í kirkjunni
Sæl verið þið!
Í gærkvöldi fór ég á samkomu í Íslensku Kristskirkjunni,sem var alveg yndislegt.
Í upphafi samkomunnar fann ég svo sterkt fyrir nærveru heilags anda, og mér fannst ég skynja
að himininn opnaðist og dyrð Drottins sté niður.þessi skynjun var svo mikið sterk að mér fannst eins og Drottinn leggði hönd sína á höfuð mitt.Og í hug minn komu orðin í Esekíel43 Og dyrð Drottins fór nú inn í musterið og um hliðin, sem til austurs vissi.Kraftur andans hóf mig upp og færði mig inn í innri forgarðinn, og sjá musterið var fullt af dyrð af Drottins. Og vers 7 Og hann sagði við mig Mannson þetta er staður hásætis míns og þetta er skör fóta minna, hér vil ég búa meðal Ísraels manna að eilífu. Þegar maður upplifir svona sterkt nærveru heilags anda, verður maður svo blessaður! Og nú langar mig svo mikið til að blessa þig áfram með þessu versi,um dyrð Drottins.
Kirkjan mín er líka mikil blessun og yndislegt að koma þangað.sá sem kemur verður ekki fyrir vonbrygðum, svo ég get alveg mælt með samkomunum þar.
En það er sama hvað okkur finnst um kirkjurnar, ef Jesús er ekki til staðar,eru þær ekki neitt.
Ég blessa kirkjurnar, og skora á okkur öll að kalla eftir meira flæði heilags anda. Ég var í Grensáskirkju fyrir skömmu og þar fann ég líka þessa góðu nærveru Guðs góða heilaga anda.
Verum í Kristi alla daga, heilshugar og brennandi fyrir hann! Þá mun dyrð hans fylla hjörtu okkar allra.
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 12:24
Meðfram Þingvallavatni
Komið þið sæl öll og gleðilegt sumar!
Þegar við horfum til sumarsins finnum við í hjartanu einhverja alveg einstaka og hlyja tilfinningu.
Tilfinningu um að eitthvað gott sé að koma.Og eftir harðann vetur eru þessar tilfinningar sælli en ella.
Allavega hjá mér.En,það fer ekki alltaf eins og við vonuðum,veðrið verður kanskio ekki eins og við þráðum,já, eða við fenugum ekki frí á einhverjum óskatíma. Ég man eftir svoleiðis hjá okkur,það var þegar hann var skikkaður í frí í júní, og strákarnir ekki einu sinni búnir í skóla.En viti menn,þetta var besti sumar mánuðurinn það árið.Þegar hinir komu í sína sumarbústaði í sínu fríi á óskatímanum kom rok og rigning.Svo sumir hlutir sem viðast slæmir geta bara orðið þeir bestu!
Svo var það nú á dögunum að við hjónakorn gengum meðfram Þingvallavatni,spottakorn í afar fallegu veðri, að mér varð litið niður fyrir mig, en þar var fiður hrúga í einum haug,eins og raðað hafi verið af
listamanni.Þegar betur var að gáð lá í miðjum haugnum dauður spói.Og það var greynilegt að það hafði ránfugl ráðist á hann, og etið úr honum hjartað, og skilið allt hitt óhreyft.Mér fannst þetta vera miskunnarlaust.Blessaður spóinn var örugglega rétt nybuinn að tilla sér á Íslenska grund, dauðþreyttur eftir langa ferð.En þetta talað rosalega sterkt til mín, á þann hátt að þegar sumarið kemur slakar fólk á.En við meigum ekki slaka á í samfélagi okkar við Guð, því þá er hætta á að
það gerist eins og með spóann að hinn illi svæfi trú okkar og dragi okkur frá Guði.Látum það ekki gerast!
Í sumar byrjun kvet ég okkur öll að halda okkur fast við Drottinn,lesa Biblíuna okkur til blessunar
og vera staðföst í honum!
Kær kveðja í sumarbyrjun, og ég kveð með með hinn fallegu íslensu kveðju
Bless
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 17:23
Ljóð
Góðan dag!
Innra með mér hefur þessi texti hljómað í dag.
Gleymdu ei Jesú,hann gleymir ei þér
gengur við hlið þér og hirðir þinn er.
Svo að þú verðir ei syndinni að bráð
sjá þú hvað Jesús er ríkur af náð.
Lestu þennan texta hægt,og drekktu sannleika hans í þig, og þú munt blessun hljóta.
Kær kveðja Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2008 | 12:27
Vináttu kakan
Góðan dag!
Fyrir mörgum árum var mér gefin köku uppskrift og með uppskriftinni fylgdi í bolla bútur af deigi.
Þessi kaka hét vináttu kaka,mjög góð.En hún var þannig hugsuð að maður bjó til deig,blandaði deig bútnum saman við,og tók svo aftur smá bút af sínu deigi til að gefa vini.Þetta gekk allt upp hjá mér,nema hvað það vildi enginn þetta deig hjá mér.Fólk var hætt að baka og þannig. Ég var með fulla frystikistu af vináttu köku,og geymdi svo deig,ef einhver vildi kanski.Nema hvað þetta deig stækkaði mjög fljótt,líkt og Kákasus gerillinn forðum, svo ég var í mestu vandræðum.Kvöld eitt setti ég bútinn í stóra könnu með loki inn í ísskáp.Þegar ég kom fram morguninn eftir blasri við mér ófögur sjón,lokið
farið af könnunni og deigið hafði flætt út um allan ísskápinn,meðfram hurðinni og þetta var mesta ógeð. Eitthvað sem átti að vera mikil vinátta, saklaust og gera gott, varð að hryllingi.
Mér dettur þetta stundum í hug,þegar ég hugsa um syndina sem er lævís og lipur,lítur jafnvel út eins og vinur,en er í eðli sínu eins og argasti óvinur.Margir leika sér að eldinum í þessum efnun,og vara sig ekki á að þeir hafa smitast eins og deigið sem smitaði ísskápinn minn forðum. Æ, þetta er allt í lagi, hugsar fólk, eða það er allt í lagi með mig.En við verðum að vera á varðbergi ef við ætlum að varðveitast, því óvinurinn æðir um eins og öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur gleypt.
Verum í ljósi Guðs með alla hluti þá erum við á réttri leið. Fyrirgefning syndanna er að fá við krossinn hjá Jesú.Pössum okku,látum ekkert koma og smita okkur af synd og saurgun.
Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 07:57
Augasteinar Drottins
Góðan dag gott fólk!
Undanfarna daga hef ég verið eð flensu,og ekki haft kraft til þess að lesa orð Guðs eins og vant er.
Þá gerði ég það sem er svo yndislegt og gott ég sagði við Drottinn,ég er svo lasin og líður svo illa
nú ætla ég að leggjast í þitt fang Drottinn minn,og halla mér að þínu hjarta, bara hvíla mig og vera hjá þér.Svo sofnaði ég, og mér leið svo vel. Flensa er ekki hræðileg veiki,en maður er undirlagður af hita,
kvefi og öllu sem tilheyrir svona pestum.Í Ljóðaljóðunum setendur:Vinstri hönd hans sé undir höfði mér,hin hægri umfaðmi mig .Það var einmitt þannig sem mér leið.Á sama hátt og hann sem mig elskar
leggur vinstri höndina sína undir höfuð mitt, og faðmar mig með hinni,gerir Jesús. Við þig sem ert kanski lasin núna og finnur til á einhvern hátt, vil ég segja,hallaðu þér upp að brjósti Jesú,og bara vertu þar.Þú þarft ekkert að segja, bara njóta þess að vera hjá Jesú!
Svo þegar við erum orðin frísk og finnum að krafturinn kemur,þá skulum við teiga í okkur af því nægtaborði sem orð Guðs er.Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans!
Og svar Drottins hljómar í eyrum mínum og hjarta:Hvernig ætti ég að sleppa hendi af þér?
´Daníelsbók 10:19 stendur . Óttast þú ekki ástmögur,friður sé með þér!Vertu hughraustur,vertu hughraustur! Og er hann talaði við mig,fann ég að ég styrktist og sagði: Tala þú herra minn,því að þú hefur gjört mig styrkan.
Svo stendur líka í Gu'ðs orði um englana: Þeir standa mér mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. Við erum eins og augasteinar Drottins elskuð og þráð af honum . Hvar sem við förum ,hvernig sem okkur líður,þá elskar hann okkur og er með okkur í lífsins stríðinu.
Svo kallar hann á okkur og segir: Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.
Að lokum þetta vinir,Það er heimilt að halla sér upp að föður hjarta Guðs og hvíla þar.
Drottinn blessi ykkur í dag,efli og styrki !
Kær kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2008 | 08:07
Besta leiðin.
Góðan dag!
Í nútíma samfélagi er mikið talað um að við verðum að styrkja og efla líkamann, og það er vissulega
gott að gera það,því við erum musteri heilags anda, og eigum að fara vel með þessa gjöf sem líkami okkar er.En ekki er eins mikið talað um að efla og styrkja sinn innri mann,þó vissulega komi sú umræða upp öðru hvoru.Biblían segir, og það eru engin ný fræði,því boðskapur hennar er frá dögum Krists:
Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans! Gerið það með bæn og beiðni og biðjið á hverrri tíð í anda.
Ef við lesum allt Guðs orð lærum það, tökum það til okkar og lifum það út,þá verður það okkur að svalandi lind hvern dag.En það er eins og með annað í þessu að reyndur veit.Við verðum að gefa okkur að orði Guðs lesa það og taka það til okkar.Annars fáum við aldrei neitt út úr þessu.Ég sjálf var mjög ung þegar ég fór að lesa Biblíuna, og ég fann þennan styrk, sem boðskapur hennar geymir.Ég byrjaði alla daga á lestri úr Guðs orði og átti samtal við Drottinn áður en ég hélt út í daginn.Og á ákveðnu tímabili í lífi mínu byrjaði vinnudagurinn mjög snemma,þá vaknaði ég bara ennþá fyrr til þess að geta nærst af þessum góða boðskap.Öllum þessum árum síðar hef ég haldið þessu og lesið þetta blessaða orð og fengið hressingu fyrir sálina fyrir daginn. Þannig hefur þessi setning: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans! verið mér eðlileg kvatning og leiðbeining.
Mig langar bara til að segja ykkur frá þessari einföldu leið að blessun og styrk á daglegri göngu okkar, sem, hefur gefið mér svo mikið, og gert mig að þeirri manneskju sem ég er,því hún er góð og einföld og ætluð öllum.
Það er enginn að ætlast til þess að þú verðir agaður á einum degi og rosa klár í Biblíunni.Það stendur á góðum stað í hinni helgu bók,æf sjálfan þig í guððhræðsu.Það er eins með þetta og líkamsrækt,að ná árangri tekur tíma.Svo stendur að góður þjónn Krists eigi að vera nærður af orði trúarinnar.
Til að byrja með er gott að byrja á að lesa Davíðs sálmana, einn á dag og guðspjöllin og Postulasöguna, einn eða tvo kafla á dag,til að koma sér af stað.Og ef þú gerir þetta verður það unun þín að eiga slíka stund daglega.Og bænastundirnar verða haldreypi lífsins.
Og áður en þú tekur til starfa er gott að biðja þessa bæn.
Verkin mín Drottinn þóknist þér
þau láttu allvel takast mér.
Ávaxtasöm sé iðja mín,
yfir mér hvíli blessun þín.
Drottinn varðveiti þig í dag!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 08:21
Að vera djarfur
Góðan dag vinir!
Þegar ég flétti hinni góðu bók í gærkvöld fyrir svefninn staldraði ég við vers í Sefanía 3:15
Konungur Ísraels, Drottinn er hjá þér hetjan er sigur veitir.
Konungur ísraels, Drottinn er hjá þér.Þá fór ég líka að hugsa, að konungar ráða yfir ríkjum,þeir eru æðstumenn ríkis síns.í þessu tilfelli er Drottinn æðsti maður Guðsríkisins,og þá liggur beint við að spyrja hvort þú sért viss um að þú tilheyrir þessu ríki? Ef svo er þá er konungurinn hjá þér.Konungurinn!
Ég segi nú bara eins og unga fólkið" Pældu íðí" konungurinn! Sjálf er ég svo glöð yfir að vera þá konungs-dóttir.Það er því fullvíst að þú átt þennan rétt vísan ef þú gefur Drottni líf þitt. Hann mun annast þig ,vera þér styrkur og hjálp jafnvel þó þú takir ekkert eftir því.
Biblían segir okkur að við höfum leyfi til að koma fram fyrir Guð með djörfung,þangað sem hann vígði oss veginn.Hebreabréfið 10:19. Þetta er eitt af uppá halds orðunum mínum í hinni helgu bók.
Við meigum koma fram fyrir konun lífs okkar með djörfung í bæn og gera óskir okkar kunnar honum.
Ef pabbi minn hefði verið konungur,hefði ég haft einkarétt á að fá að sitja í fangi hans eða halda í höndina hans.En af því að það er Drottinn sem er konungurinn, máttu leggja þig upp að hans hjarta, leggja líf þitt í hans hönd hvenær sem er.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Brostu það skaðar ekki!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar