21.7.2008 | 10:09
Laugarvegurinn
Blessuð og sæl!
Það var í kringum 1984 sem ég réði mig í vinnu hjá kirkjunni,til að sjá um æskulyðsstarf á vegum
kirkjunnar á austfjörðum,það var yndislegur tími, og ég minnist hans með gleði! Á þessum árum kynntist ég fullt af góðu fólki, sem ég annars hefði aldrei kynnst, og það er mjög dyrmætt, ungum og gömlum, og ég finn til þakklætis og gleði að hafa kynnst þessu góða fólki.Við sumt af þessu fólki hef ég haldið sambandi æ síðan. Tilefni þessa skrifa er að einum fullorðnum hjónum kynntist ég meira en öðrum,á þessum árum,því þau voru nágrannar mínir. Maðurinn sagði mér frá skemmtilegu atviki úrlífi sínu.Og það var þannig að hann teymdi , sem ungur maður belju, niður Laugarveginn í Reykjavík!.
Erindið sagði hann mér,en því miður man ég það ekki,þó er eins og mér finist það hafa tengst þessari belju. Gömlu göturnar hafa sögu,sem við hin þekkjum kanski ekki,eða höfum ekki heyrt af. Sem barn fór ég til ömmu minnar á Grettisgötunni, og þá var aksturs stefnan öfug við það sem er í dag.
Biblían talar líka um gömlu göturnar. Og segir ; Nemið staðar við vegina og lítist um og spyrjið um gömlu göturnar,hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.
Þú hefur kanski einhverntíma lagt af stað í gönguna með Guði, en svo tókstu einhverja hliðar beygju, og tapaðir sjónum af Drottni. Nú er kominn tími til að spyrja um þessa gömlu götu og fara hana! Á þeim vegi sem tilheyrir Drottni er Drottinn sjálfur í farar broddi, og stefnan er ljós,þeim sem fara þessa leið.Þeir stefna á himininn,á eilífa lífið með Guði. En veistu, að þar er fólk með allskyns bakrunn sem er á þessari leið,en það er ekki spurt um það.En þar er Jesús sem segir við okkur
synduga menn: "Barnið mitt syndir þínar eru þér fyrirgefnar" Og hann segir líka" Ég þekki þig með nafni ,þú ert minn".
Í dag vil ég benda þér á þessa gömlu götu. Henni hefur ekkert verið breytt, hún er alveg eins og áður, og bíður þín. Jesús bíður þín! Hann saknar þín og vill fá þig í sinn hóp á ný. Ef þú stígur þetta skref á móti frelsaranum, stígur hann líka skref á móti þér.Og það sem meira er,hann réttir þér höndina sína, og vill leiða þig, og vera vinur þinn.
Villt þú vera vinur hans?
Bestu kveðjur í kærleika Krists
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.7.2008 | 14:29
Mávurinn og sumar fuglarnir.
Sælt veri fólkið!
Fuglinn í fjörunni hann heitir Már,söng maður hástöfum hér áður fyrr,en man eiginlega ekki eftir þessum sön fyrr en síðasta lag fyrir fréttir hljómar!
Þegar ég var barn voru mávarnir niður við höfn,og maður horfði á þessa gráðugu fugla gæða sér á því sem þar bauðst, en í dag eru þeir sumir hverjir uppá há heiði.Meira að segja við Þingvallavatn.Þeir sækja líka í eggin sem sumar fuglarnir verpa.Og það er grátlegt.Ég hef horft uppá stríð milli spóa og mávs,einnig þrasta og mávs.Ég gæti talið upp alla hina sumarfulanna,sem ég kalla svo,því þeir koma lagt að til að verpa hér. Það er eins og þessi merkilegi fugl hafi ratar í nefi sínu, og rati oftar en ekki í hreiðrin.
Annað virðist vera uppi á teningnum í Bretlandi, með þennann vesalings máv.Hann var náttúrulega í sjálf heldu, og það varð að bjarga greyinu.
En mér finnst bara svo furðulegt þetta með mávinn uppi á há heiðum.Margt bendir til við snúnings í náttúrunni. Svo er það al kunna að enga fæðu er að fá við sjóinn.
Ég skammast mín samt svolítið fyrir að vera illa við þennan ágæta fugl, bara vegna þess að hann fer í hreiðrin. Mig minnir að í fyrra hafi verið gerð atlaga að honum, og gerð göt á eggin og fuglinum gefið svæfingarlyf eða eytur í brauð. Og síðsumar var einn mávur hér á þvælingi í grendinni við mína götu,þar sem hópur var áður. Og ég var bara fengin,þó skömm sé frá að segja.
Ég fer oft í göngur þar sem sumar fuglarnir eru og nyt þess.
Sumarkveðja til ykkar allra.
![]() |
Hetjuleg mávabjörgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2008 | 16:41
Bráð nauðsynlegt.
Sæl verið þið öll!
Ein bænin í Faðir vorinu, er Til komi þitt ríki. Ég er viss um að við biðjum oftar en ekki þessa bæn í hugsunar leysi, en hún er alvöru mál.En líka dásemd trúarinnar. Því við erum að gefa okkur á vald Guðs, og kalla hann til að gera vilja sinn hér á jörð með því að biðja ,Verði þinn vilji. Guð faðir hefur vilja varðandi hvern dag í lífi þínu.Tökum því ákveðin skref í bæn.Í stað þess að hvísla stöðugt smá bænir.Förum því djarflega og lysum loforðum Guðs.Stattu í sigrinum, sem Kristur er búinn að vinna fyrir þig!! Neitaðu að láta tilraunir satans hindra volduga áætlun Guðs.Lystu því hiklaust yfir að Guðs vilji skuli verða og ríki hans skuli koma.
Og hvað er ríki Guðs? Það segir í Róm.14:17 Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í Heilögum anda . Sá sem á frið Guðs, og frið við Guð, getur átt þessa miklu djörfung sem ég er að fjalla um hér í dag, og verið viss um að andinn himneski,Andi Guðs, starfi með okkur ,þegar við biðjum út bæna yfirlysingar.Eins og þessa Komi ríki þitt og Verði vilji þinn!
Við sem biðjum þurfum að átta okkur á því að við verðum að biðja fyrir börnunum okkar, maka,kirkjunni okkar, fjármálum okkar , heilsu og hvað eina með djörfung . Í Hebreabréfinu stendur: Göngum því með djörfung upp að hásæti náðarinnar!
Við skulum dvelja frammi fyrir Guði,það er lífs nauðsynlegt,til þess að áætlun Hans og vilji og umfram allt blessun himinsins falli okkur í skaut.
Til komi þitt ríki og verði þinn vilji!
Sæl að sinni!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 10:04
Kirkjan.
Heil og sæl gott fólk!
Ætla að fjalla um kirkjuna í þessum pistli mínum í dag. Ég er áhuga manneskja um kirkjulíf og kirkju starf.Ég á þá við allar kristnar kirkjur ,þjóðkirkjuna og fríkirkjur. Sjálf fer ég reglulega í kirkju, og það líðður ekki sá sunnudagur að ég sæki ekki guðshús.Fyrir mig er það mikil blessun að byrja hverja viku með guðþjónustu.Ég ber mikla virðingu fyrir þjkóðkirkjunni! Hún hefur í áranna rás staðið bænavaktina
fyrir landinu okkar.Á hverjum sunnudegi er beðið fyrir ráðamönnum þjóðarinnar,forsetanum og löggjafa þingi,dómstólum,prestum og biskupum, og atvinnuvegum þjóðarinnar til lands og sjávar.
Þetta er trúmenska.Ég er ekki svo viss um að margir biðji jafn trúfastlega og þessi stofnun fyrir þessum mikilvægu málum og kirkjan. Og það ber að þakka.Svo finnst mér bara gaman að fá að syngja gömlu sálmana, með fallegu textunum,og syngja öðruvísi tóna en ég er vön að raula í eldhúsinu!
En eitt finnst mér dapurlegt, og það er hversu fáir koma til guðþjónustu á sunnudögum, og þar vildi ég óska að yrði vitundarvakning. Sjálf sæki ég trúfastlega mína kirkju Íslensku Krists kirkjuna, þar eru
venjulega 60-80 manns á sunnudags samkomu,eins og það er kallað, en er auðvitað guðsþjónusta,en með öðru sniði. Mér er afar hlytt til þjóðkirkjunnar,og þá sérstaklega til þeirrar kirkju, sem ég fermdist frá,og sá prestur sem þar þjónaði gifti okkur.Ég ólst líka upp við að fjölskyldan færi í messu á sunnudögum í þessa kirkju,og núna öllum þessum árum síðar fer ég í þessa kirkju,ef ég mögulega kemst, og svo á samkomu í minn söfnuð líka. Á þessum báðum stöðum er Kristur ,og hann upprisinn og lifandi boðaður.Íslenska Kristskirkjan er að vísu með léttari tónlist á samkomunum.Og þangað kemur fólk sem þráir að upplifa Jesú Krist , og finna kraft heilags anda yfir sér.Þar er einnig boðið til fyrirbæna í lok samkomu, og við biðjum persónulega fyrir málefnum fólksins. Svo er líka eitt í þessu, að þegar svo margir sækja reglulega samfélagið myndast vináttu samfélag, og það verður gott að koma í þetta kærleiks samfélag.Og ef einhvern vantar óeðlilega lengi finnum við til saknaðar, og jafnvel leitum viðkomandi uppi.
Við hin kristnu ættum að taka okkur tak og biðja fyrir þjóðkirkjunni,biðja Guð að senda fólk sen vill upplifa fagnaðarerindið umJesú meir og meir.Svo að hin Íslenska kirkja verði sterkt vopn Drottins Guðs í íslensku samfélagi, en ekki máttlaus stofnun sem litið er niður á!
Kirkjan hefur orðið fyrir ymsum áföllum gegn um tíðina, og pestar og starfs fólk hefur brugðist,og það sorglega er að fólk brosir út í annað og finnst það kanski bara gott á kirkjuna.Þrátt fyrir mót byr, þá hefur kirkjan alltaf komist yfir þannig mótlæti.Drottinn hefur haldið sinni verndarhendi yfir þessari stofnun, með náð sinni.
Við verðum að athuga það að kristnin á óvin, sem reynir að stela,slátra og eyða ríki Drottins.En Jesús stendur vaktina,því orðið segir okkur að hann sé á himnum og biðji fyrir okkur!
Tökum okkur saman og biðjum fyrir þjóðkirkjunni, hún á heiður skilið fyrir að hafa staðið bænavaktina í áratugi!
Biðjið og yður mun gefast!
Kveðja Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2008 | 11:04
Maðurinn missti sig gjörsamlega
Heil og sæl á þessum fallega sólskis degi!
Stundum verða atvik úr daglega lífinu,efni í ræður hjá ræðu mönnum, og þannig er það hjá mér í dag.,
Varð nefnilega vitni að því nylega að ungur maður,húsbóndinn á heimilinu,kom askvaðandi út úr húsin þar sem hann byr, og helti sér yfir tvo unga pilta sem voru að ræða saman í róleg heitum fyrir framan þetta sama hús.Og blótsyrðin og ónefnin sem hann lét dynja á öðrum piltinum, er ekki hæft á prenti, svo mikið er víst.Ástæðan fyrir þessari uppá komu var svo lítil fjörleg,að enginn annar tók eftir því sem pirraði þennan mann.Annar pilturinn kom á bíl og beið hins við húsið,á meðan hann beið, steig hann á bensín gjöfina með til heyrandi hávaða,rétt sem snöggvast,annað ekki. Pilturinn bað þennösku reiða mann afsökunar, sá sagðist ekki fyrirgefa þetta og tæki ekki hönd hans, lét svo skammar yrðin og blóts yrðin dynja á honum eina ferðina enn.Þessi maður er ekki yfir lystur kristinn. En það varð tilefni tilefni til þess að ég fór að hugsa til okkar kristnu, erum við Drottni til sóma? Mér finnst ég hafa orðið
svo oft vitni að því að kristnir menn setja blett á Jesú.Þetta sama fólk hegðar sér oft eins og "ofur kristnir" á samkomum,þegar aðrir sjá.En eru ekki líkir Jesú annarsstaðar.Það er orð sem talar inn í þessar hugleiðingar mínar hér í dag úr Filippí bréfinu4:8 Að endingu bræður, allt sem er satt,allt sem er göfugt,rétt og hreint, allt sem er elskuvert,og gott afspurnar, hvað sem er dyggð, og hvað sem er lofsvert,hugfestið það.
Það sem segir "gott afspurnar" er dálítið góður punktur fyrir okkur að skoða okkar líf út frá.
Svo er annað sem Biblían segir , og það er, eins og þér mælið mun yður aftur mælt verða!
Einu sinni var kona sem vann á ákveðnum vinnustað,hún var yfirlíst kristin, en það var svo skrítið að þegar hún hætti, á þessum vinnustað, voru allir fegnir.
Sjálf þarf ég daglega að skoða mitt líf, til þess að minna mig á.
Ætla að skilja eftir þá spurniingu til þín í dag að glíma við, hvort þú sért Drottni til sóma hvar sem þú ferð?
Drottinn blessi þig og hjálpi þér á veginum með sér.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 08:05
Utanbókar lærdómur
Góðan dag!
Hef verið að hugsa um hvað við mannfólkið erum dugleg að muna, og kunna utanbókar.það eru ymsir hlutir geymdir í minni okkar, og þangað getum við sótt það sem er" í geymslu " hjá okkur.
Ég kann fullt af ljóðum og versum utanbókar, og meira að segja kann ég helling utanað úr Passíusálmunum, og það er svo gott að hafa þessa hluti í "geymslu mynninu.Og merkilegt nokk, að ég fer nokkuð oft ofan í þennan reynslusjóð,sem ég á og næ mér í eitthvað gott til að hugsa um.
Þetta allt kom mér í hug í morgun, af því að það eru örugglega margir sem fara með morgun bænir, og gera það jafnvel hugsunarlaust.En ég tel að margar svoleiðis utan að lærðar bænir séu oft gimsteinar,
sem vert er að skoða. Eins og til dæmis þetta:
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól.
í guðsóttanum gefðu mér,
að ganga í dag svo líki þér.
Hér er meðal annars beðið um að líkjast Kristi! Og þá kemur það sem máli skiptir,geri ég þessi orð að mínum í raun og veru? Eða fer ég með þetta bæna vers hugsunarlaust?
Þegar ég var barn var ég þeirri gæfu aðnjótandi eiga sann kristna foeldra sem kenndu mér bænir
og bænavers, og átti ég til tölulega auðvelt með að læra utan að,bænavers og ritningargreinar, og það hefur auðgað líf mitt ómælt. Og ég er virkilega ánægð með þann arf sem mér er búinn þar.
Einn sálm lærði ég,sem hefur í sér fólgna visku og bendir manni á að vera trúr í öllu manns lífi.
Trúr skaltu vera og tryggur í lund
þá mun tíðin þér hamingju flytja.
Varfærin tunga og verkafús mund
mun þér verða til hagsælla nytja.
Oft má hið smáa til upphefðar ná
ef þú gáir að veginum rétta.
Láttu nú sjá að þú leiðina þá
leggir ávalt um stéttir og kletta.
Kæru vinir! Að lokum þetta: Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi!
Bestu kveðjur Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2008 | 16:44
Fuglarnir,eplin og ég
Góðan dag gott fólk!
Nú í sumar hef ég haft yndi af því að gefa fuglunum epli,eins og ég hef gert undanfarin ár.
Ég hef skorið epli til helminga og sett út í grasið framan við eldhúsgluggann minn.Svo hef ég notið
þess að horfa á þessa litlu vini mína háma í sig eplin.Síðustu daga hafa verið margir þrestir saman komnir kring um eplin, og ég taldi tíu stikki á föstudaginn og allir voru þeir að gæða sér á eplunum.
Þar var líka þrastarmóðir með tvo unga,annar lét ekki sitt eftir liggja í epla átinu, meðan hinn stóð hjá og beið þess að móðirin mataði hann.Þetta kom við mitt móður hjarta,mér fannst þetta svo fallegt.Og hún passaði uppá að þessi kureisi eða seinfæri ungi fengi sitt.Einmitt þetta atvik gerist á hverju sumri
að unga móðirin matar annan ungann sinn. Svo var það einhvern daginn í síðustu viku að ég setti út epli eld snemma að morgni, og um hádegis bil var hyðið orðið ör þunnt, og búið að kroppa allt innan úr því,svo ég skar annað epli í sundur og stóð við dyrnar á leiðinni og dáðist að fegurðinni í garðinum mínum,trjánum og blómunum,kemur þá einn þrösturinn ofan af þakinu, flaug mjög nálægt mér og gargaði hástöfum, eins og hann vildi segja, vertu ekki að þessu hangsi drífðu þig með eplið út á blett! Og ekki létu þeir bíða eftir sér ,komu um leið! Ég gæti trúað að þetta væru ungar úr tveimur til þremuur hreiðrum.Og dreg þá áliktun að því aðsamkomulagið um eplin eintóm sæla,það var eins og í mannheimun,stundum svolítið stríð.Ég reyndi að hafa fjóra helminga,til að vita hvort það gengi betur.En þá kom að þeim styggð, svo það reyndi ekki á það.
Svo svoa rétt í lokin,þá kvet ég ykkur sem hafið aðgang að garði að prófa að gefa þröstunum epli,
það er svo gefandi að horfa á þessi litlu grey og líka svo gaman að þessu öllu saman.
Merkilegt það sem stendur í Guðs orði að Drottinn sjái fyrir fuglum himinsins,svo er maður þátttakandi í því!
Verum opin fyrir því sem gerir lífið svo fallegt!
Kveð að sinni Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.7.2008 | 11:27
Boðskapur dagsins.
Sæl og blessuð öll!
Í gær var ég með boðskap dagsins á Lindinni,og ætla ég að setja hann hér í dag.
Í Jóhannesarguðsspjalli stendur: Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
Trúið á Guð og trúið á mig, segir Jesús.
Kæru vinir! Hér eru yndisleg orð, frá himni Guðs til þín .Allir menn og konur
upplifa einhverntíma á lífsleiðinni allskonar erfiðleika.Og núna þessa dagana
heyrum við fólk tala meira um hræðslu og ótta.Bara vegna þess sem er að gerast í
þjóðfélags málunum.En hvað segir ritningin? Hún segir:Hjarta yðar skelfist ekki
né hræðist. Af hverju ættum við ekki að hræðast eða vera kvíðafull?Af því að
Jesús er hjálpin. Hann sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.Hann er
sem sé vegurinn að hjálpinni þinni!Hann er sannleikurinn og lífið.Sá mikli
sannleikur fyrir þig,og lífið. Og Drottinn þekkir þær fyrirætlanir sem hann hefur
í hyggju með yður.Fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju. Ef einhvað hefur
gerst í þínu lífi, sem fór úrskeiðis,þá er það vegna þess að við klúðruðum sjálf
góðri og fallegri áætlun Guðs.við verðum og eigum að gera vilja Guðs í öllum hlutum.
Ef við gerum það munum við blessun hljóta.Og svo stendur í orði Guðs:Varpið allri áhyggjum yðar upp á hann,því hann bera umhyggju fyrir yður.Hann mun aldrei hafa augun af þér!
Það stendur svo fallega í orðinu: Þótt ég settist við hið ysta haf,einnig þar mundi hönd þín
leiða mig! Hjarta yðar skelfist ekki , þannig hóf ég þessi orð mín í dag.Og ég kvet okkur í
hvaða kringumstæðum sem er, til þess að taka þau til okkar. Og ég bið þess að Drottinn
megi gefa ykkur af ríkdómi dyrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra
með yður,til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar,og þér verða rótfestir og
grundvallaðir í kærleika.Ef við erum þannig þá þurfum við ekkert að óttast.Drottinn mun vel fyrir sjá.
Leggjum þessvegna alla hluti í Drottins hendur.Hann er sigurvegarinn.Hann reis upp frá dauðum,
og sigraði allt vald á himni og jörðu.Við sem tilheyrum honum getum þessvegna verið örugg
jafnvel þó lífs báturinn okkar ruggi duglega í ólgu sjó lífsins.
Bestu kveðjur Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2008 | 13:36
Í baráttu lífsins.
Góðan dag!
Þjónaðu Guði af heilu hjarta,og vertu alltaf reiðubúinn til þjónustu fyrir hann.Óvinurinn ræðst að vísu gegn þér og þú verður fyrir ymsum freistingum og erfiðleikum af því að þú ert að hrifsa bráðina frá honum.En standist þú þær raunir með því að ákalla stöðuglega sigurnafn Jesú verða endalok baráttunnar þau að þú eignast kórónu lífsins.Þú getur þessvegna glaðst í raunum þínum.
Kæri vinur! Sértu niðubrotin vegna einhverra hluta sem þú hefur þurft að þola, mundu þá þetta,að það er sigurnafn Jesú sem hjálpar!
Hlustið endilega á Lindina fm 102,9 hér á suðurlandi.Aðrir geta fundið tíðnir lands byggðarinnar á Lindin.is
Blessun og friður sé með ykkur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.7.2008 | 21:02
Mál Pauls og fjölskyldu hans.
Komið þið sæl!
Get ekki annað en sest við tölvuna og bloggað smávegis um þetta sorglega mál.Mér finnst þetta vera eins og að henda ósyndum manni í sjóinn! Ég skil mál hans þannig að hann hafi ekki framið hryðjuverk, og hvað er þá að ? spyr sá sem ekki veit.Væri nú ekki betra og fallegra til afspurnar að hygla að þessum hjónum, og útvega honum vinnu hér og húsnæði, svo að þau geti átt gott líf.Það er skömm fyrir íslensk stjórnvöld að senda Paul nánast út í opinn dauðann.Mér verður einhvernvegin hugsað til lögreglu mannanna, sem eru með honum.Skildu þeir vera sáttir við þessi vinnubrögð.
Í fréttum í kvöld kom fram að óþarfi væri að óttast um líf Pauls þó hann verði sendur til Kenyja, en hver
er svo sem viss um það að honum verði óhætt þar.Eina sem hægt er að segja er að maður biður Guð
að gera kraftaverk.Svo oft hefur íslenska þjóðin staðið saman þegar reynt hefur á hjá okkur.Getum við ekki gert það núna, og beðið Guð að gera kraftaverk?biðja Guð að milda hjörtu þeirra sem hafa þetta mál á hendi sinni, og gefa að það leysist fljótt, líf Pauls er í veði.Samtaka nú biðjum öll!
Kærar kveðjur og blessun inn í helgina !
Halldóra.
![]() |
Fjölskyldu fleygt úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar