27.7.2009 | 14:23
Draumur
KOmið þið sæl!
Dreymdi í nótt sniðugan draum.Hann var á þá leið að mér fannst ég vera að tala við Guð um ástand þjóðarinnar,og ég spyr Guð þessarar spurningar,hvenær líkur öllu þessu óvissu ástandi þjóðarinnar?
Mér fannst ég reyndar sitja við glugga sem var allur mis stórar rúður og með rúllugardínum, og ég eer einhvernvegin að tala við Guð, og mér þykir ég finna fyrir nálægð hans þar sem ég sat.Þegar ég spurð Guð um það hvenær þessu lyki,þá sagði Guð,ég held í spottana og ég á alla tíma,svo togað hann í böndin á rúllugardínunum sitt á hvað ,í því koma fleiri spottar úr loftinu í herberginu sem við vorum í og hann togaði í þessa spotta.En þeir voru svo hátt upp að það hefði verið lífsins ómögulegt fyrir nokkurn mann að ná í þessa spotta.Ég spyr þá Guð áfram spurninga,því mér fannst ég verða að fá svör við ymsu fyrst ég var búin að ná sambandi við Guð.Og ég spyr Guð hvenær sá tími kæmi að þessu lyki, og nú vildi ég dagsetningar.Þá rann það upp fyrir mér að glugginn sem við Guð sátum við,var svo hár að það hefði enginn getað með nokkru móti að sjá hvar glugginn endaði.En á þessu augnabliki sé ég hillu beint fyrir framan mig, og Guð sagði mér að lesa sálm 49. og það gerði ég,en fannst allt breytast við þetta svar,það er að mér fannst ég vera komin inn í herbergi með grænu veggfóðri.En sálminn hef ég lesið vandlega, og það er merkilegt hvað kemur þar fram. Látum sálminn tala:
Heyrið þetta allar þjóðir,hlustið á þér heimsbúar,bæði lágir og háir,jafnt ríkir sem fátækir! Munnur minn talar speki ígrundun hjarta míns er hyggindi.Ég hneygi eyra mitt að spakmæli ræð gátu mína við gígjuhljóm.Hví skyldi ég óttast á mæðudögum þá er hinir lævísu óvinir mínir umkringja mig með illsku þeir sem reiða sig á auðæfi sín og stæra sig af miklu ríkdæmi.Enginn maður fær keypt bróður sinn lausan né greitt Guði lausnargjald fyrir hannLausnargjaldið fyrir líf þeirra yrði of hátt svo hann yrði að hætta við það að fullu,ætti hann að halda áfram að lifa æfinlega og ekki líta göfina.Nei hann sér, og vitrir menn deyja,fífl og fáráðlingar farast hver með öðrumog láta öðrum eftir auðæfin sín.Grafir verða heimkynni þeirra að eilífu bústaður þeirra frá kyni til kyns,jafnvel þó þeir hafi kennt lendar við nafn sitt.Maðurinn í allri sinni vegsemsd stenst ekki,hann verður jafn skepnunum sem farast.Svona fer fyrir þeim sem er þóttafullur,og þeim er fylgja þeim og hafa þóknun á tali þeirra,þeir stíga niður til heljar eins og suðahjörð,dauðinn heldur þeim á beit,og hinir hreinskylnu drottna yfir þeim þá er morgnar og mynd þeirra eyðist.Hel verður bústaður þeirra.En sál mína mun Guð endurleysa því að hann mun hrífa mig úr greipum heljar.Óttast þú ekki þegar ewinhver verður ríkur þegar dyrð húss hans verður mikil,því að hann tekur ekkert af því með sér þegar hann deyr auður hans fer ekki þangað niður eftir honumHann telur sig sælann meðan hann lifir .Menn lofa þig af því að þeim farnast vel.Hann verður þó að fara til kynslóðar feðra sinna sem aldrei að eilífu sjá ljósiðMaður í vegsemd er hyggindalaus verður jafn skeppnum sem farast.
Kv. Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2009 | 22:20
Davíð
Kæru vinir!
Mig langar til að setja hér inn nokkur uppörfandi vers úr Biblíunni.
Jesaja 54:10
Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði
skal mín miskunnsemi við þig og kærleikur ekki
færast úr stað og minn friðarsáttmáli mun ekki raskast.
Sáttmáli um heilbrigði, hamingju, öryggi, velgengni,
góðvild og velmegun, segir miskunnari þinn Drottinn.
Jakobsbréf 5:16
Áhrifarík og afkastamikil bæn réttláts
mans er kröftug,veigamikil og máttug til sigurs.
Fyrir stuttu bloggaði ég um Davíð Oddsson og það skoðuðu 1200 mans þetta blogg á einum degi
Ég á nú aldeilis ekki von á því að þetta blogg skoði jafn margir,en mig langar til að nefna Davíð Biblíunnar. Hann var alls ekki mikið fyrir mann að sjá,en Guð fól honum stórt verkefni,að fella risa. Og honum tókst það.Risinn Golíat kom útbúinn í allskyns brynjum og vestum ,en Davíð með einn stein og slöngu bút.
Kanski stendur þú frami fyrir stóru verkefni sem þér finnst ókleyft.En ég held að við þurfum engan rosalegan kjark, og líta út eins og Golíat. Allt sem við þurfum er að leggja af stað og hafa Drottinn með í för. Og gera okkar besta ,þá fer allt vel. Notum bænina og biðjum Jesú að vera með okkur,
þá mun hann koma og vera hjá okkur og með okkur.
Ekki líta smáum augum á sjálfan þig,vertu auðmjúkur,og Guð mun blessa þig.
Í kærleika Krists.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2009 | 15:16
Sannleikurinn í Borgarleikhúsinu
Komið þið sæl!
Ég fór á dögunum í Borgarleikhúsið að sjá Sannleikann með Pétri Jóhanni Sigfússyni.
Þetta var léttog skemtilegt uppistand.Salurinn var líka mjög góður þetta kvöld,og mikið hlegið.
En hvað um það,ég var mjög ánægð því þetta stykki hafði góðan boðskap.Hann sagði að ef Guð hefði ekki skapað himinn og jörð værum við ekki hér í kvöld.Guð skapaði okkur öll og gerði okkur svona eins ogvið erum.Svo tók Guð stjörnurnar og setti hverja og eina á sinn stað. Raðaði þeim á þann stað sem honum líkaði. Auðvitað sagði leikarinn þetta á sinn hátt,svo að fólk fór að hlæja,en hann gerði það bysna vel.Hann tók jafnvel flugurnar fyrir og sagði að þær væru líka sköpun Guðs. Ég væri bara alveg til í aðfara aftur á þetta leikrit.Það var mikið hlegið,en það var ein kona sem stóð sig best í því.Það gerði líka mikið fyrir syninguna. Kanski var hún þarna á launum hjá leikhúsinu,hver veit? En það komst bara vel til skyla að við erum hér af því að við erum Guðs handa verk.Og að við erum ekki gleymd fyrir Guð.Hann fylgist með okkur og er með okkur. Og það er sannleikur.
Kæri vinur! Við erum sköpunarverk Drottins Guðs, og hann hefur mætur á okkur.Og er með okkur jafnvel þó að við finnum ekki fyrir nærveru hans þá er hann samt til staðar.Gleymum ekki þessum sannleika!
Kærar kveðjur úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2009 | 08:00
Davíð á Skjá einum
Góðan dag!
Ég get ekki annað en sagt það sem ég hugsaði er ég horfði á þáttinn,fólk tekur mark á Davíð. Og mér fannst einhvernvegin það sem hann sagði liggja svo ljóst fyrir,það er að hann hefði vit á því sem hann er að tala um.En þá spyr maður sig líka þeirrar spurningar sem við höfum örugglega öll í kollinum,af hverju finnast ekki þessi skjöl sem hann vitnarí að séu til? Er það kannski svo að hann á persónulega óvildarmenn sem standa í vegi fyrir því eðaer þetta bara alls ekki til? Spyr sá sem ekki veit.Þátturinn var góður og þarna kom ymislegt fram sem skyrði ymsa hluti.Svo er hann líka að hugleiða að koma aftur í stjórnmálin.Væri það bara ekki ágætt? Það er nú líka þannig í blessaðri pólitíkinni að ef vinstri stjórn fer kemur hægri stjórn. Hvað sem segja má um allt þetta umtal sem Daví fékk meðan hann sat í Seðlabankanum,þá stóð hann sig vel á Skjá einum.Það segir líka mikið að áhorfið setti vefsíðu þeirra á hliðina um stund. Þannig var nú það!
Við þurfum að halda vöku okkar og biðja fyrir landi og þjóð. Biðjum allar þær blessanir sem Guð vill gefa okkur yfir Ísland og okkur hvert og eitt. Og að stjórnmálamenn og konur geri enga vitleysu .
Með bæn um blessun
Halldóra.
![]() |
Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.7.2009 | 15:13
Gleymum ekki þessum sannleika.
Komið þið sæl!
Í dag vil ég minna okkur á þann Guð sem við öll meigum leita til.Guð föður, skaparann.
Það er alveg sama á hverju gengur,þú mátt alltaf koma og þyggja fyrirgefningu og náð hans.
Líf okkar er áskorun að mörgu leiti. Það er allavega okkur gefið til þess að gera það besta sem við getum.Oft er það þó þannig að lífið fer aðra leið með okkur en við vildum. Og við verðum fyrir vonbrigðum. En ég er með gleðifréttir handa þér.Drottinn Guð hefur augun á þér,og hefur gert allt frá móðurlífi! Þú ert á þeim stað af því að hann fól þér ákveðið verkefni til að leysa.En hann vissi það alltaf að þú og ég gætum ekki leyst okkar mál ein,við þyrftum hjálp.Og hjálpin er til staðar.Jesús sem er Kristur er þessi hjálp.Og við meigum, já eigum að snúa okkur til hans í bæn. Bænin er lykill að hjarta Drottins Guðs.Notum bænina! Biðjum Guð að vera með okkur á lífsins göngunni.Hann mun vera til staðar þegar þú og ég biðjum í Jesú nafni. Og á erfiðustu stundum lífs okkar þegar við höldum að hann sé víðs fjærri.Þá er hann nálægur. Treður sér ekki. En bíður og vakir yfir okkur.
Góði vinur! Gleymdu ekki þessum sannleika um Drottinn Jesú Krist.
Drottinn blessi þig!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2009 | 13:23
Sunnudags hugvekja
Kæru vinir!
Ég hef verið að hugleiða orð Guðs í morgun. Og það er nú þannig með þetta blessað orð Guðs að það er eins og olía á hjól. Ég verð alltaf svo uppörfuð að lesa þetta góða orð Biblíunnar. Þegar maður skoðar hvernig persóna Páll postuli var,þá kemur í ljós að hann ber svo mikla umhyggju fyrir hinum trúuðu, og hann sendir söfnuðunum uppörfunarbréf, til þess að kvetja þá og til þess að áminna þá um að halda sér við Drottinn Guð.Þetta finnst mér alveg frábært.Við eigum auðvitað að láta okkur þykja vænt um hvert annað. Það er meira að segja Biblíulegt,en í Galatabréfinu stendur að við eigum að gera öllum mönnum gott,einkum hinum trúuðu.Þannig hefur Páll eflaust hugsað. Og mig langar til að gera orð Páls postula að mínum: En hvað sem öðru líður þá hegðið yður eins og samboðið er fagnaðarerindinu um Krist.Hvort sem ég kem og heimsæki yður eða er fjærverandi, vil ég fá að heyra um yður að þér standið stöðugir í einum anda og berjist saman með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið og látið í engu skelfast af mótstöðu mönnum.
Það er mikið gleðiefni ef hinir kristnu geta staðið saman í einum anda. Það er Biblíulegt og til eftirbreytni. Stundum er það þannig að kristnir geta ekki staðið saman í þjónustunni og í samfélaginu. Þá kemur fyrripartur þessa orðs svo vel inn í kringumstæðurnar: Ég vil að þér standið stöðugir í einum anda og berjist saman með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið, og látið í engu skelfast fyrir mótstöðumönnum.Versti mótstöðu aðilinn er hinn illi. En ef við erum í Kristi,þá eigum við að vera svo sterk í Guði að við hræðumst ekki þann óvin.En eitt er nauðsynlegt, og það er að biðja fyrir hvert öðru og vera til blessunar.Verum meðvituð sem lærisveinar Krists að okkur er ætlað að blessa aðra og koma með gleði og frið frá himni Guðs þar sem við erum.
Drottinn blessi þig og þitt fólk í dag.
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.7.2009 | 23:12
Útivist. Hreyfing er holl.
Komið þið sæl!
Það er sumar og landið klæðist grænni kápu. Blómin skarta sínu fegursta . Fuglsöngur í loft og allt er svo mikið yndislegt. Sjálf reyni ég að fara út að labba á hverjum degi ,og geng venjulega sama hringinn 2 km. sem ég tel bara gott.En við það að fara út og anda að sér hreinu lofti og njóta fegurðarinnar í náttúrunni verður maður svo frískur og glaður. Ég vel helst að ganga meðfram Vífilsstaðalæknum hér í Garðabæ af því að þá fæ ég svo margt í einu.Stórbrotna náttúru hér rétt við miðbæinn,fuglasönginn sem lætur í mínum eyrum eins og hið fegursta tónverk,lækurinn þar sem endur halda til með unga sína og söku fiskur stekkur upp,svona rétt til að minna á að það sé fiskur í læknum.
Svo eru fallegir húsgarðar sem gleðja augað. Og ekki má gleyma grasflötinni sem ég geng á þarna,græn og falleg.Oft er þessi flöt krind mörgum fuglum sem allir syngja sitt lag - fyrir mig!
Og ekki má gleyma góða loftinu sem maður andar að sér,það hressir svo ekki sé meira sagt.
Ég elska þetta allt svo mikið því það gleður mitt litla hjarta,hressir líkama og sál og minnir mig á Drottinn Guð sem sem skapaði himinn og jörð, og gerði allt svo fallegt.
Kæru vinir Notið þennan yndislega tíma til útiveru eins og kostur er. Það hressir ,og er ókeypis.
Svo er það gott fyrir anda og sál að muna að Drottinn elskar. Elskar þig ! Og elskar mig!
Bestu kveðjur og Guð blessi ykkur.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar