Davíð á Skjá einum

Góðan dag!

Ég get ekki annað en sagt það sem ég hugsaði er ég horfði á þáttinn,fólk tekur mark á Davíð. Og mér fannst einhvernvegin það sem hann sagði liggja svo ljóst fyrir,það er að hann hefði vit á því sem hann er að tala um.En þá spyr maður sig líka þeirrar spurningar sem við höfum örugglega öll í kollinum,af hverju finnast ekki þessi skjöl sem hann vitnarí  að séu til? Er það kannski svo að hann á persónulega óvildarmenn sem standa í vegi fyrir því eðaer þetta bara alls ekki til? Spyr sá sem ekki veit.Þátturinn var góður og þarna kom ymislegt fram sem skyrði ymsa hluti.Svo er hann líka að hugleiða að koma aftur í stjórnmálin.Væri það bara ekki ágætt? Það er nú líka þannig í blessaðri pólitíkinni að ef vinstri stjórn fer kemur hægri stjórn. Hvað sem segja má um allt þetta umtal sem Daví fékk meðan hann sat í Seðlabankanum,þá stóð hann sig vel á Skjá einum.Það segir líka mikið að áhorfið setti vefsíðu þeirra á hliðina um stund. Þannig var nú það!

Við þurfum að halda vöku okkar og biðja fyrir landi og þjóð. Biðjum allar þær blessanir sem Guð vill gefa okkur yfir Ísland og okkur hvert og eitt. Og að stjórnmálamenn og konur geri enga vitleysu .

                                       Með bæn um blessun

                                                 Halldóra.


mbl.is Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Áhorfið setti skjáinn á hliðina tímabundið EN........SjálfstæðisFLokkurinn undir forystu Davíðs undirbjó þann jarðveg sem setti þjóðina á hliðina tímabundið jafnvel alla leið á hausinn. Með einkavinavæðingu og úthlutun verðmæta til gæðinga sinna sem svo fengu að valsa um eftirlitslítið með þeim árangri sem nú blasir við, er ljóst að FLokkurinn er ekki það sem nokkur einasti maður ætti að hugleiða sem það afl sem stýra ætti þjóðinni úr þeim hremmingum sem nú dynja yfir og eiga eftir að dynja yfir. Davíð kann að koma fyrir sig orði, hagræða hlutunum svo þeir HLJÓMI vel,  og jafnvel gera lítið úr andstæðingum sínum svo hann líti betur út sjálfur. Bæn um blessun er góð og gild en ég bið samt lengstra orða að halda Davíð utan við málin, ja nema í yfirheyrslum þegar kannað verður hvers vegna hlutirnir fengu að þróast eins og raunin varð.

í Guðs friði  ( hvað sem það nú þýðir )

Drilli

drilli, 15.7.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu Drilli!

Með þessum pistli er ég ekki að ráðast á neinn, aðeins að vekja máls á 

þeim áhrifum sem Davíð á þjóðina.Ég hef varla skylið upp né niður í öllu þessu ástandi

frekar en aðrir.En  mér þótti Davíð tala skyrt í þessum þætti.

 Guð blessi þig. 

       Virðingarfyllst

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 10:50

3 identicon

Drottningarviðtöl Dabba eru bara ekki rass á miðað við það sem að Hvæita Norning hefur fengið.

Það er ekki til einn einasti fjölmiðlamaður mem þorir að yfirheyra hana af hræðslu um að verða "settur út af sakramentinu".

Það er svo sem ekki eins og við eigum einhverja blaðamenn af viti.

Ef að það væri nú hægt að taka Hvítu Nornina og Nágrím Sk(r)attmann í "Hard Talk" viðtal þar sem að 4-6 menn bakvið tjöldin reyna að hrekja/staðfesta það sem sagt er menðan að viðkomandi er enn í útsendingu.

 Davíð aftur væri það besta sem komið gæti upp í íslenskri pólitík sem hefur súnkað á heldur lágt plan með misjafnlega laumulegum kommúnista aðgerðum.

 Þeir sem ekki hafa komið auga á það ættu kannski að fara að taka hausinn uppúr fjóshaugnum á kommaræflunum sem nú eru við stjórn.

Hugsun er það sem þarf!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:21

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sitt synist hverjum,það er víst ábyggilegt. En það sem  Óskar segir um að Jóhanna komi ekki í viðtöl,hef ég bara tekið þannig að hún sé orðin þreytt og til þess að geta staðist allt álagið hefur hún dregið sig aðeins í hlé.Hvort sem það er nú gott eða slæmt? Nú hefur Davíð verið í ágætis pásu og kemur fram á völlinn af þessum líka eldmóð.Þ'a er ekkert skrytið þó þjóðin leggi við hlustir.Og ef hann hefur lausnina eins og liggur í orðum hans ,þá er það bara gott. Við þurfum lausn.

  Með þökk fyrir innlitið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra mín.

Davíð og co stuðluðu að allri þessari einkavæðingu sem gerði fullt af fólki tryllt að dýrka Mammon. Við almúginn líðum fyrir gjörðir þessa fólks.

Var inná síðunni hjá Guðsteini áðan og þú ættir að kíkja þar við.  = skelkuð.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 21:53

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk Rósa mín!

Allavega skylaði þetta blogg um blessaðan Davíð yfirr 1200 innlitum á einum degi

þannig að fólk er forvitið um, allt sem að Davíð segir og gerir. Hvað sem hver segir um

stöðuna í þjóðfélaginu okkar, þá er ég ekki hér til að rífa fólk persónulega niður Ég vil heldur standa bænavaktina

fyrir þessu fólki sem er í fprystu fyrir land og þjóð.Hvort ég er sammála því eða ekki breytir engu.EnDavíð er bara einhvernvegin þannig að ef hann talar,þá hlustar þjóðin.

               Kveðja til þín Rósa!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:41

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur.

Þú hefur verið vinsæl í dag. Sniðugt heiti á pistlinum og fólk hefur viljað sjá hvað þú værir að skrifa um Davíð.

Takk fyrir allar fyrirbænir þjóðinni til handar og takk fyrir mig.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:57

8 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Knús til þín Vopnafjarðar drottning;

Guð veri með þér og góða nótt.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 79336

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband