Samþykkt af mannanafnanefnd

Blessuð og sæl!

Það sem mig langar að segja er þetta:
Veljið börnum ykkar falleg og góð nöfn
því nafnið er það sem við berum alla æfi.
Komum fram fyrir hástól Drottins Guðs og felum honum börnin okkar meðan þau eru ung.Felum honum framtíð þeirra í daglegri bæn.það er það besta sem við getum gert.Og Drottinn mun rita nafn barnsins í lófa sína.
Sumir kjósa að skíra ekki börnin sín.Það er þeirra mál.
En hvernig sem í öllu liggur,veljið falleg íslensk nöfn á börnin ykkar,svo þau geti verið stolt af nafni sínu.

Guð veri með okkur öllum!

Halldóra.


mbl.is Eldmar, Ebonney og Einbjörg leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggð reist á hættusvæðum

Góðan dag!

Hér er grein á ferðinni sem segir nákvæmlega það sem maður hefur hugsað en þorir ekki að tala um.Ég vil líka nefna annað sem ég hef hugsað og það eru vegirnir á þessum svæðum.Ætla ekki að svara því hér hvað mér finnst.Og allir sumarbústaðirnir út um allt suðurland.Já það er ymislegt sem fer gegnum kollinn á manni. En ég veit að besta ráðið í öllum kringumstæðum lífsins er að biðja Guð skaparann um miskunn.Biðja hann að blessa landið okkar og vernda okkur!
Ég bið Drottinn Guð líka að vernda fólk á ferðalögum um landið okkar,og að fólk taki tillit til þess hvernig landið er.

Njótið sumarsins og Guð blessi ykkur!

halldóra.


mbl.is Byggð reist á hættusvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vináttan. Til umhugsunar

Komið þið sæl!

Ein af sögum Esóps heitir:"Músin og froskurinn"
Einhverntíma þþegar hart var í ári hitti músin frosk og þau lögðu land undir fót.Froskurinn batt annann framfót músarinnar við annann afturfót sinn og þóttist með því syna henni mikla undirgefni,enda mundi hann vernda hana fyrir öllu illu.Þannig gengu þau um hríð.Von bráðar komu þau að vatni.Froskurinn hughreysti músina og lagðist til sunds.En varla voru þau komin nema hálfa leið yfir vatnið þegar froskurinn fór allt í einu í kaf og dró vesalings músina með sér niður á botn.
Oft hefur verið stofnað til slíkrar fals vináttu.Jakob og Laban voru vinir.Þeir gátu fallist í faðma og kallað hvorn annann vinarnöfnum.En vináttan var ekkert nema eiginhagsmunir.
Svo segir um Jónatan og Davíð að þeir gengu í fóstbræðralag, og Jónatan unni honum sem lífi sínu.(1. Sam.18,1) Í sannri kristilegri vináttu verður þetta að vera fyrir hendi í einhverju mæli,ekki sjálfselska heldur óeigingjörn elska.
Leitaðu slíkra vina. Vertu slíkur vinur.
Þesskonar vinir eru stöðugir styðja hvorn annan á neyðarstund!

Góð áminning til okkar allra.

Guð blessi þig!

Kærleiks kveðja

Halldóra.


Séra Agnes hóf störf á Biskupsstofu

Sæl og blessuð!

Ég óska séra Agnesi M. Sigurðardóttur innilega til hamingju með þetta nýja starf.Og bið henni blessunar Guðs í einu og öllu!
Á þessum tíma mótum í lífi kirkjunnar,sér maður fyrir sér að ymsar breytingar verði, og til þess að svo megi verða eru fáir jafn vel fallnir til þeirra starfa eins og séra Agnes.Svo hefur hún þessa ljúfu framkomu sem er styrkur hennar.Hún er heldur ekki á ókunnum slóðum á Biskupsstofu því hún var Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar um ára bil,og yfirmaður minn á þeim tíma. þá var Biskupsstofa reyndar á Suðurgötunni.Svo lá leið hennar á Hvanneyri og síðan vestur í Bolungarvík. Og nú er hún komin á Biskupsstofu á ný.Ég bið henni og kirkjunni blessunar Guðs.

Verið Guði falin!

Halldóra Ásgeirsdóttir.


mbl.is Agnes hóf störf á Biskupsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Júlí 2012
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband