Það er eitt sem ekki hefur komið fram

Komið þið sæl!

Það er einn flötur á þessu máli sem ekki hefur komið fram,en er samt svo mikil blessun fyrir Íslensku þjóðina og það eru kveðju orð Geirs Haarde í ræðunni frægu:Guð blessi Ísland! Ég held að þessi orð fyrrum forsætisráðherrans hafi skipt sköpum í því að ekki fór verr.Hann fól Guði Föður landið okkar með þessum orðum! Og ég sendi honum mínar bestu þakkir fyrir.Það hafa margir gert grín að þessu,en hann er vitur maður og veit hver besta leiðin til hjálpar er í erfiðum málum,sú leið er að leggja allt í Guðs hendur  og biðja hann að blessa!

Mér fannst hann standa sig vel í sjónvarps viðtölunum í kvöld,og kom fram af æðruleysi þrátt fyrir þessa ömurlegu niðurstöðu. Og að lokum þetta ég bið Guð að gefa honum góða heilsu og kraft til að standa í því sem framundan er. Og vitna hér í Davíðs sálminn góða Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!

                                                  Með blessunar óskum fyrir land og þjóð

                                                           Halldóra.


mbl.is Þungbær og erfið niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundu barn í ruslakörfu.

Komið þið blessuð og sæl!

Svona fréttir nýsta hjarta okkar sem búum við góð kjör og annan hugsunargang.Þarna ytra þykir svonalagað ekkert tiltöku mál,og er nokkuð algengt,miðað við þennan verknað.Það er sennilega fátækinni að kenna.En hvað sem öllu líður á ég og sennilega við flest öll alveg ofboðslega bágt með að skylja þetta.Að ala af sér barn og henda því í ruslið...........mann skortir orð! En það er ekki eins og maður hafi aldrei heyrt um slíkt úr þessum heimshluta.Börn hafa verið skylin eftir á tröppum sjúkrahúsa, og á hinum ólíklegustu stöðum.En það er svo merkilegt að Biblían á svar við þessu og það stendur : Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu,að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt,þá gleymi ég þér samt ekki. Mitt í raunveruleikanum að svona gerist ,þá er til fyrirheiti frá Guði,að sérhvert barn sem fæðist inn í þennan heim er Guði ekki gleymt.Og ég trúi því að þó svo að fólk geri þessum börnum illt og þau eigi enga framtíð og búi jafvel á götum borganna þá elskar Guð þessa einstaklinga og þó svo að þeirra kringumstæður séu eins og þær eru þá mildar Guð þær á einhvern hátt,jafnvel þó að við komum ekki auga á slíkt með okkar mannlegu augum.Við verðum aðmuna það að þessi heimur er ekki góður og hinn illi hefur afskræmt fegurð og góðleik mannsins á svo viðbjóðslegan hátt. Þessvegna er það brynt að við sem höfum siðmenninguna í þokkalegu lagi og þekkjum Guð vörum okkur.Við höfum fengið að vita að Jesús elskar okkur og það er stórkostlegt og við ættum ekki að missa af því með því að fara villir vega.

Nóg um það í bili! Guð veri með okkur öllum í dag!

                                              Kveðjur

                                                           Halldóra.


mbl.is Fundu barn í ruslakörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú þarft uppörfun,þá er þetta fyrir þig.

Sæl og blessuð öll!

Jesús sagði: Ég mun sjálfur uppfylla hvaðeina sem þú biður um í mínu nafni,til þess að faðirinn vegsamist og hljóti lof í gegnum soninn.Ef þú biður um eitthvað í mínu nafni og ég á það ekki til, mun ég skapa það handa þér . Jóh. 14:13-14.

Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gjöf er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna. Hjá honum er engin umbreyting né skuggar sem koma og fara. Jakobsbréf 1:17.

Kæri vinur! Hvernig sem þér líður þá máttu koma til Jesú. Hann á handa þér styrk og frið sem er æðri öllum skylningi. Hann elskar þig, og þekkir þig með nafni. Notaðu lykilinn að þessu öllu: Bænina!

 

                                                  Bestu kveðjur

                                                             Halldóra.


Fróðleikur um kirkjuna á Görðum.

Góðan dag!

Garðar á Álftanesi munu vera í tölu elstu kirkjujarða hérlendis.Sr. Þórarinn Böðvarsson í Görðum beitti  sér mjög fyrir byggingu nýrrar kirkju á ofanverðri öldinni sem leið,en  sú gamla þótti  þá orðin heldur léleg.Ný kirkja var síðan vígð árið 1880 og þótti hún ein hin veglegasta á landinu.Þegar kemur fram á þessa öld vaknar áhuginn á kirkjusmíði í Hafnarfirði enda hafði fólki fjölgað þar mikið.Hafnarfjarðakirkja eins og við þekkjum hana í dag var síðan tekin í notkun árið 1914 og voru  þá munir Garðakirkju  fluttir  í nýju kirkjuna í Hafnarfirði  sem og annar búnaður.Frá sama tíma er Garðakirkja lögð niður.Útfarir fóru þó fran frá Görðum næstu árin.Eftir  smíði Hafnarfjarðarkirkju var söfnuðurinn í fjárþröng. Komu þó fram tillögur þess efnis að Garðakirkja  yrði seld hæstbjóðanda  til niðurrifs.HUgmynd þessi féll í grýttan jarðveg m. a. hjá Þórhalli Bjarnasyni biskup. Þó tóku tíu Hafnfirðingar sig til og keyptu þeir kirkjuna til varðveislu.Þessir menn voru áberandi  í þjóðfélaginu í þá tíð ,eins og Ágúst Flygenring,Einar Þorgilsson,Carl Proppé og dr. Jón Þorkelsson. Þrátt fyrir framlag þessara manna og góðan hug grotnaði  kirkjan smám saman niður  og fóru síðustu útfarirnar fram 1937 Voru þakplötur þá farnar að losna  og turninn að hruni kominn.Ástand kirkjunnar var orðið bágborið og ljóst þótti þá að henni yrði ekki bjargað nema með ærnum tilkostnaði.Kirkjan á Görðum hafði verið lítið notuðog átti það eflaust stærstan þátt í því að haustið 1938 var hún rifin af þeim sem eftir lifðu af tímenningunum sem keypt höfðu hana fyrr á öldinni. Eftir stóð tóftin ein ,öllu rúin og illa útleikin.

Árið 1953 komu nokkrar konur úr Garðahreppi  saman til þess að stofna kvenfélag.Úlfhildur Kristjánsdóttir frá Dysjum vakti máls á því hve ömurlegt ástand  Garðakirkju væri  orðið. Stakk hún upp á því að hið nýstofnaða kvenfélag myndi beita sér fyrir því að bjarga kirkjunni frá algjörri eyðileggingu.Tillaga Úlfhildar  fékk svo góðar undirtektir  að segja má að björgun kirkjunnar hafi verið megin verkefni kvenfélagsins fyrstu starfsár þess.Eignaðist félagiðrústirnar  og leitaði ráða hjá sérfróðum mönnum Voru kirkjuveggirnir dæmdir nothæfir til frambúðar að því tilskildu að steyptur yrði sökkull undir veggina allt í kring. Verk þetta unnu kvenfélagskonur síðan  ásamt mönnum sínum og börnum endurgjaldslaust  næstu árin.Ekki nóg með það,heldur safnaðist  kvenfélaginu dálítið fé í sjóð sem ætlaður var til frekari átaka. Sumarið 1958  voru sperrur reistar og þak klætt  og var þar með lokið  tilætluðu verki. Kirkjurústunum var borgið.

Sumarið 1959 var samhliða alþingiskosningum kosið,um hvort íbúar Garðahrepps  vildu  endurbyggja Garðakirkju sem frambúðar safnaðarkirkju.Tillagan var samþykkt  með miklum meirihluta.Næstu mánuði var unnið að undirbúningi stofnunar Garðasóknar og var stofnfundurinn síðan haldinn  í upphafi árs  1960.Fyrsta verkefni sóknarnefndarinnar var að taka við Garðakirkju  úr höndum kvenfélagskvenna og halda  endurbyggingunni áfram.

(Við samantekt þessa var að mestu stuðst við skyrslu séra Garðars Þorsteinssonar prófasts vegna vísitasíu Biskups árið 1971).

Merkileg lesning sem ég fékk í hendur í morgun,frá góðum manni sem ég hitti.Hafi hann þökk fyrir !

Guð blessi ykkur daginn!

                                    Kveðja

                                            Halldóra.


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband