27.9.2012 | 16:38
Draumur sem mig dreymdi sl. nótt.
Ætla að setja hér inn drauminn sem mig dreymdi sl.nótt.En mig dreymir oft mjög mikið og stundum eru þessir draumar sjálfri mér til mikillar blessunar.En draumurinn var þessi: Fannst ég vera kennari og bekkurinn sem ég kenndi var fullur af leiðtogum í kristilega geiranum.Ástæðan fyrir því að ég var sjálf að kenna var að mér fannst ég hafa í höndunum umboð frá sjálfum Drottni.Kennsluefnið var,hvernig við sem erum að starfa í kristilega geiranum eigum að byggja okkur upp í trúnni svo við getum verið sterkir og góðir leiðtogar sem heyra raust góða hirðisins og eiga kraft heilags anda.Leiðtogar hafa í mörgum tilfellum með sálgæslu að gera og þurfa að leiðbeina mörgum,og til þess að geta gert þá hluti sem og aðra þurfa leiðtogarnir að hafa hugfast að þeir verða að fá góðan svefn og hvílast vel auk þess að vera vel nærðir af orði Guðs og eiga innilegt og gott bænalíf.Svo kvatti ég þetta ágæta fólk sem var í þessum tíma hjá mér til að fara í sund eða út að ganga.En grundvallar atriði væri fyrir okkur öll að vera klædd í hertygi ljóssins,sem eru fúsleiks skór friðarins,belti sannleikans,bryja réttlætisins,skjöldur trúarinnar,hjálmur hjálpræðisins og sverð andans.Og svo endaði þessi draumur á að ég sagði fólkinu að við þyrftum að þakka Drottni fyrir hreina loftið sem við öndum að okkur,en tökum varla eftir því.Og það væri jafn nauðsynlegt og trúarlífið.Þá gætum við verið síauðug í verki Drottins.
Kær kveðja frá draumakonunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2012 | 13:34
Kindur í sportvöruverslun
Góðan dag!
Það er víst satt að allt getur gerst,en þetta er nú með því fátíðara,held ég.
Það fór illa á dögunum fyrir mörgu fénu á norðurlandi á dögunum þegar snjónum kyngdi niður.En sem betur fer tókst björgunarliði ásamt bændum að bjarga miklu,þó skaðinn hafi verið mikill.En svona með hádegis kaffinu flaug mér í hug hvort hirðarnir í Austurríkinu hafi ekki verið að vinna vinnuna sína? Biblían talar um hirða sem gengu á undan fénu og það elti sinn hirði.Kindurnar þekkt hirðinn sinn og rugluðust ekkert á hirðum.Svo tala menn um að vera sauð heimskur!
Ég kom á bóndabæ vestur á fjörðum fyrir nokkuð löngu síðan og þar á bæ þekktu menn rollurnar með nafni!Mér fannst það snilld,enda í mínum augum allar eins!
En það skulu vera mín síðust orð hér í dag að við þurfum öll að hafa hirði sem leiðbeinir og hjálpar og ber umhyggju fyrir okkur,besti hirðirinn er Jesús Kristur!
Verið Guði falin!
Halldóra.
![]() |
Kindur í sportvöruverslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2012 | 20:59
Vaknaði ekki þrátt fyrir grát.
Komið þið sæl!
Eitt það merkilegasta í okkur konum er þetta þunna móður eyra sem stendur vaktina allann sólarhringinn.Og það þykir fréttnæmt ef móðir sefur af sér sáran grát barnsins síns.En líklegt er að þessi ágæta móðir hafi verið orðin svo langþreytt að hún hafi verið búin á því,eins og sagt er.Mér þykir líka frábært að heyra að nágrannarnir hafi staðið vaktina og gripð inn í og látið lögguna vita.Svo stendur líka í hinn helgu bók,þó að móðir geti gleymt brjóstbarni sínu,þá gleymir Guð okkur ekki!Og það syndi sig í þessu tilfelli að andi Guðs talaði til hjartna þeirra.
Svo er önnur hlið á svona málum og það er þegar börnin eru vaxin úr grasi og móðirin þarf ekki eins mikið að nota þunna móður eyrað til að vera á vaktinni,þá er ekkert víst að þær sofi eitthvað fastar en áður.En þar sem allir heimilismenn hér á bæ eru komnir yfir tvítugt þá er ég ekki frá því að undirrituð slappi örlítið meira af á vaktinni,þó öryggisbúnaðurinn þunna móður eyrað virki enþá mjög vel.
Verið Guði falin!
Halldóra Lára.
![]() |
Vaknaði ekki þrátt fyrir grát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2012 | 15:47
Tveggja ára í reiðuleysi á meðan foreldrarnir fóru á fyllerí
Komið þið sæl!
Hér kemur en ein ömurleg frétt í viðbót við allar hinar ömurlegu fréttirnar sem við fáum.Og þegar börn eru annarsvegar stingur það hjartað.Dag eftir dag þá hafa borist fréttir af börnm sem eru þolendur í ymiskonar harmleikjum.En svona er þessi veröld,því miður.Það er tími kominn á góðar fréttir.Og nú ætla ég að segja ykkur góðar fréttir:
Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Guð blessi ykkur daginn!
Halldóra.
![]() |
Tveggja ára í reiðuleysi á meðan foreldrar fóru á fyllerí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2012 | 10:31
Með morgunkaffinu!
Góðan dag!
Um leið og ég drekk morgunkaffið langar mig að deila með ykkur nokkrum hugsunum.
Ég held að við gleymum oft að þakka fyrir hvern nýjan dag.Við erum svo vön góðu að við gleymum að þakka.Það er nefnilega ekki sjálfgefið að vera frískur hvern dag.Þessvegna er svo mikilvægt að vera þakklátur!
En við þurfum líka að muna það að sumir dagar eru kannski erfiðari en aðrir.Við mætum fólki sem er að gera okkur lífið leitt, og það tekur frá okkur orku. En við sem þekkjum Biblíuna vitum að þar eru mörg gull korn sem gott er að fara eftir.Eins og þetta:Ástundið frið og keppið eftir honum. 1.Pét.3,11.
Hefur þú gert þér grein fyrir því hve mjög það er undir þér sjálfum komið hvort þér tekst að lifa í friði við alla menn? Að keppa eftir friði merkir að leitast við af fremsta megni að baka sér ekki óvild nokkurs manns og forðast allar deilur.Farðu að krossi Jesú og leggðu þar frá þér þrætugirni þína,stolt og langrækni í þeirri staðföstu trú að allar þessar syndir séu krossfestar með Jesú. Þá mun Jesú segja við þig: "Sæll ert þú"! Því sælir eru friðflytjendur.
Verum líka þau sem tala sannleikann og eru uppbyggjandi.Því falleg og uppbyggjandi orð gleðja hjartað.Ekki bara þess sem fær þau,líka sá sem gefur af sér,hann mun blessun hljóta.
Drottinn blessi ykkur daginn!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar