24.11.2014 | 13:44
Smá innlegg um björgunarsveitirnar.
Sæl og blessuð öll!
En og aftur er sagt frá skjótum viðbrögðum björgunarsveita.Týndur maður,og þau mæta um há nóttí svartasta skammdeginu.Vá hvað ég dáist að þessu fólki!
Man fyrir nokkrum árum að sonur minn ætlaði til Þingvalla í fallegu veðri í skammdeginu til að taka myndir af norðurljósunum,ekki vildi betur til en bíllinn rann útaf veginum á Mosfellsheiðinni.Þá mætti björgunarsveit honum til hjálpar.Get ekki annað sagt en að ég dáist að þessu fólki sem æfir sig og leggur ymislegt á sig til að verða betri og betri.
Ég hef alltaf keypt neyðarkallinn og fundist það skilda.En þegar þeir voru að selja nú fyrr stuttu fór það alveg fram hjá mér,hitti enga sölumenn,og er ekkert ánægð með það.Hefði endilega viljað neyðarkarl! Verð bara að bíða til næsta árs,þó að það muni vanta í safnið.
Njótið dagsins! Kv.Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2014 | 08:25
Uppörfun inn í daginn.
Sæl og blessuð gott fólk!
það eru ymsar kringumstæður sem við upplifum á hverjum degi,sumar eru erfiðari en aðrar og svo þær sem við tökum varla eftir því þær reyna ekkert sérstaklega á okkur.En mig langar til að gefa okkur gott fóður inn í daginn.
Jes.59:1
Sjá,hönd Drottins er ekki svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans ekki svo dauft að hann heyri ekki.
Jes.54:10
Því að þótt fjöllin bifist og hæðirnar haggist mun kærleikur minn til þín ekki bifast og friðarsáttmáli minn ekki haggast,segir Drottinn sem miskunnar þér.
Matteusarguðspjall 6:33
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis,þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Njótið dagsins í Guðs friði!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2014 | 23:33
Þegar lundin er létt.
Kæru vinir!
Hér er ljóð úr ljóðabók Sigurbjörns Þorkelssonar Sjáðu með hjartanu.
Ávarp til vinar.
Þú gulldropi
og drengur góður,
ættaður af himnum ofan.
egar lundin
Mætti dropum eins og þér
fjölga og margfaldast,
samfélagi okkar til heila
og blessunar.
Því þegar lundin er létt,
er lífið gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2014 | 16:09
Fær styrk til að rannsaka tröll.
Heil og sæl!
Er ekki lífið dásamlegt? Alltaf einhver sem sér um að auðga það!
Já það gerir Danska ríkisstjórnin svo sannarlega með þessum aurum sem fer í að rannsaka tröll.
Við ættum kannski að senda þessum snillingi mynd af tröllunum á Akureyri? Allavegana eru það með flottari tröllum sem ég hef séð,þó ég muni ekki hvað gatan heiti. Svo gætum við látið fylgja með grylu kvæðið, sem við kunnum öll,um börnin henar Grýlu.
Takk fyrir að lesa þessar djúpu hugsanir mínar :)
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Fær styrk til að rannsaka tröll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2014 | 18:10
Uppörfunarorð til þín
Sælt veri fólkið!
Hér eru uppörfunar orð til þín!
Óttist Drottinn þér hans heilögu,því að þeir sem leita hans líða engan skort.
Ljón búa við skort og svelta,en þeir sem leita Drottins fara einskis góðs á mis.
Sálm.34:10-11
Drottinn blessi ykkur öll!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2014 | 21:59
Til umhugsunar að kvöldi dags
Sæl verið þið!
Mig langar rétt aðeins að nefna það hvað það er gott að vera jákvæður og gefa öðrum bros.Fólk sem ber með sér hlýju og vingjarnleg orð geta verið miklar blessanir fyrir þá sem á vegi þeirra verða. Við mennirnir erum öll viðkvæm og brothætt á einhvern hátt,þó sumir séu brothættari en aðrir.Þessvegna er svo mikilvægt að vera styrkur fyrir hvert annað! Þér finnst þetta spjall kannski ómerkilegt og mikið bull.En munum að við vitum ekki hvað með öðrum býr.
Vertu vinur á venjulegum degi
vertu sá sem brosir móti nýjum degi.
Vertu sá segir eitthvað fallegt og gott.
það þarf ekki að vera eitthvað stórkostlegt
bara hlýlegt og uppörfandi.
þá mun þér líða sjálfum vel í hjartanu
og gleði fylla umhverfið.
Góðar stundir!
halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2014 | 17:11
Hættum að kaupa plastpoka
Sælt veri fólkið!
Hef velt þessum plastpoka málum mikið fyrir mér,og reyni að fara sparlega með glæru plastpokana.Nota þá aftur og aftur,og ef þeir hafa blotnað í ísskápnum eða einhverra hluta vegna,þríf ég þá og þurrka.Og nota þá aftur og aftur.Svo hefur Garðabær létt okkur bæjarbúum lífið með því að dreifa innkaupa pokum á línuna.Þannig að ég nota eins lítið plastpoka eins og ég kemst af með.
Svo er það blessað ruslið,reyni að fara eftir reglum sem settar hafa verið,flokka ruslið.Það þarf samt poka undir ruslið í eldhúsinu.Veit samt ekki hvort ég fer út í að læra að gera svona poka sem þessar frábæru stúlkur hafa hannað.Húrra fyrir þeim!
En ég mun áfram reyna að vera hófstillt í poka málunum.
Njótið dagsins með bros á vör!
Halldóra.
Hættu að kaupa nýja plastpoka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2014 | 20:12
Kvöld hgleiðing
Heil og sæl kæu vinir!
Að skynja Guð.
Árvökul sanmviska
öðlast nyja dypt
þegar þú
gefur gaum
að orum Jesú.
Með því hreinsast hjartað
svo inn í það tekur
að flæða friður
fylltur kærleika,
kjarna Guðs,
aflinu sem hreinsar
og vill þér allt hið besta
svo þú tekur að skynja Guð,
ná áttum
og sáttum
og lifa í friði.
Úr ljóðabókinni Sjáðu með hjartanu,eftir Sigurbjörn Þorkelsson)
Friður sé með ykkur öllum!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2014 | 16:41
En einn gullmolinn í ljóðabókinni
Sæl og blessuð kæru vinir!
Hér er ljóðið FARVEGUR úr ókinni "Sjáðu með hjartanu" eftir Sigurbjörn Þorkelsson.
Æfin er of stutt
til að eyða henni
í vol og leiðindi.
Hugsum stöðugt:
Hvað get ég gert
í dag
svo fólkinu í kringum mig
líði sem best.
Gerum eitthvað í málinu,
finnum þannig husjónum okkar farveg
og lífi okkar tilgang.
Guð gefi ykkur gleði og frið í dag!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2014 | 07:40
Til umhugsunar
Komið þið sæl!
Hér ágætis innlegg inn í daginn,úr ljóðabókinni Sjáðu með hjartanu eftir hinn ágæta
Sigurbjörn Þorkelsson.
Styrkur smáatriðanna.
Taktu eftir fegurðinni
í hinu smæsta.
því það er þar
sem styrkur þinn liggur.
Megir þú eiga frábæran dag og blessun Guðs fylgi þér!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar