14.12.2014 | 12:11
Jólaljós til þín
Góðan dag!
Í dag minnumst við vitringann þriggja sem fóru til Betlehem til að veita Jesú,barninu lotningu og færa því gjafir.Þeir fóru eftir stjörnunni sem lýsti í austur átt,og lysti hún þeim leið uns hún lysti yfir þar sem barnið var.Þeir glöddust harla mjög,gengu inn í fjárhúsið og sáu barnið, Maríu móður þess, og féllu fram og veittu því lotningu.Síðan luku þeir upp fjárhyrslum sínum og færðu barninu gjafir,gull,reykelsi og myrru.
Kæri vinur!Þetta ltla barn sem er Sonur Guðs er gjöf til þín.
Bæn mín er, að þú gleymir því ekki!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2014 | 11:10
Jólaljós til þín
Góðan dag!
Því að barn oss fætt,sonur er oss gefinn.Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,hann skal nefndur:Undraráðgjafi,Guðhetja,Eilífðarfaðir,Friðarhöfðingi.Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurnn engann enda taka.
Bæn mín er, að sá friður sem Jesús gefur megi ríkja á þínu heimili og í þínu hjarta þessa aðventu og um jólin.Því friður Guðs er æðri öllum skilningi!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2014 | 00:24
Heimsókn skóla í kirkju
Gott kvöld!
Um leið og veðrið leikur lausum hala yfir land og lyð,þá er hér frétt móður sem hefur verulegar áhyggjur af heimsókn skólabarna í kirkju.Held að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af slíkum ferðum.Börnum finnst gaman að fara í þessar heimsóknir á aðventuni.Og að syngja jólalögin skaðar örugglega engann.En boðskapur jólanna er um kærleikann,friðinn og gleðina, og það flokkast sem jákvæður boðskapur.Svo er kveikt á kerti.Er það ekki bara saklaust?
Heyrði einu sinni unga stúlku segja frá því að hún var alltaf svo myrkfælin og leið mjög illa sem barn.Svo var það að skólinn fór og heimsótti kirkjuna í hverfinu sem hún bjó í.Þar fékk hún að heyra um verndarengla sem Guð sendir okkur þegar eitthvað bjátar á og við erum hrædd.Og að við meigum biðja Guð að láta þennan engil sinn vaka yfir okkur.Þessi litla frásaga talaði til hjarta hennar,og hún byrjaði að biðja Guð að senda sér þannig engil sem vakti yfir henni,og passaði litla bróðir mömmu og pabba.þetta hjálpaði henni og læknaði óttann og gaf henni hugarró.
Það þarf ekki fleiri orð um hvað þessi heimsókngerði þessari ungu stúlku gott.
það er ekk víst að alir fái slíka upplifun af einni aðventu heimsókn,en ég er vissum að allir fara glaðari aftur í skólann.
Guð gefi ykkur góða nótt og megi englar Guðs vaka yfir ykkur!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Segir heimsóknina í samræmi við reglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2014 | 10:10
Jólaljós til þín
Komið þið sæl!
Í guðspjalli Jóhannesar standa þessi orð:
"Og orðið varð hold,hann bjó með oss,fullur náðar og sannleika,og vér sáum dýrð hans,dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum"
Hér kemur fram að orðið varð hold,sem þyðir að sonur Guðs varð maður.Og hann bjó með oss!
Það þyðir að sonur Guðs Jesús, var maður og gekk inn í okkar mannlegu kjör.Hann hefur þessvegna ekki bara alltaf verið í himninum við hlið Föðurins,hann var meðal okkar og hann þekkir allar mannlegar hliðar þessa lífs.Og hann þótt Guðs sonur væri upplifði líka að hans væri freistað.
Jesús er upprisinn og lifir í dag,og er í sínum heilaga anda mitt á meðal okkar!
Kæri vinur! Ég kvet þig til að biðja,og tala um öll þín mál við Drottinn Jesú og þú munt eignast frið sem er æðri öllum skilningi.
Megi ljósið hans lýsa þér!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2014 | 13:08
Jólaljós til þín
Góðan dag!
Þessa sömu nótt voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar.Allt í einu byrtist þeim engill,og ljóminn af dýrð Drottins lýsti upp umhverfið.Hirðarnir urðu skelkaðir,en engillinn hughreysti þá og sagði:"Verið óhræddir!Ég flyt ykkur miklar gleði fréttir,sem berast eiga öllum mönnum"
Fjárhirðar voru ekki hátt skrifaðir og héldu örugglega hópinn eins og hægt var.Kannski var þarna lítill bálköstur sem þeir hlýjuðu sér við,það eina sem þeir höfðu fyrir utan jarmið í kindunum?
En svo gerist þetta einstaka.Allt í einu birtist þeim engill Drottins og ljóminn af dyrð Drottins lysti upp himininn og allt umhverfið.Var það furða þó þeim brygði?
En svona er Drottinn Guð,hann er vinur allra,líka þeirra sem halda að þeir skipti ekki máli.
Kæri vinur! Ég er með stæstu skylaboð lífsins til þín: Jesús elskar þig!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2014 | 11:19
Jólaljós til þín
Góðan dag!
Í frásögu Biblíunnar þar sem segir frá því er Jesús hékk á krossinum,að á meðal þeirra sem stóðu við krossinn,var María móðir Jesú,ásamt fleirum.Þegar Jesús sá hana standa þar hjá nánasta vini sínum,sagði hann við hana"Hann er sonur þinn,þá átti Jesús við Jóhannes.Síðan segir hann við Jóhannes"Hún er móðir þín"! Frá þeirri stundu tók Jóhannes Maríu inn á sitt heimili.
Eitt af því sem er mikilvægt við þessa sögu er,að þarna talar Jesús við sína nánustu.
Kæri vinur!Ef þú tilheyrir ríki Guðs,þá er Jesús að tala til þín, sem ert líka einn af hans nánustu.
Ég bið þess að þú mættir dragast nær Drottni Jesú Kristi á þessari aðventu.
Friðarkveðja í Drottins nafni.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2014 | 12:18
Jólaljós til þín
Komið þið sæl1
Þegar frelsarinn Drottinn Jesús Kristur fæddist var ekki pláss fyrir Maríu móður hans og Jósep í gistihúsinu,og þau áttu þann eina kost að hún fæddi í fjárhúsi.
Kæri vinur!
Þú munt aldrei koma að lokuðum hjartadyrum Drottins Guðs!
Hann mun ætíð taka við þér.Af því að þú ert dýrmæt sköpun hans.
Bæn mín er að þú opnir hjarta þitt fyrir Honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2014 | 11:22
Nýr innanríkisráðherra
Góðan dag gott fólk!
Fréttir morgunsins komu frá Bessastöðum að nýr innanríkisráðherra sé Ólöf Norðdal. Óska henni farsældar í starfi og vona að friður og ró komist á í ráuneytinu.Hönnu Birnu óska ég líka blessunar hvert sem hún fer.Mér fannst hún alltaf flottur talsmaður ráðuneytisins að öllu leyti.
En nú er ný byrjun á þessum vetvangi og ekki víst að allir séu sáttir með val.En ég vona sannarlega að öll dyrin í skóginum geti verið vinir! Að því sögðu eigið góðan dag og Guð blessi land og þjóð!
Halldóra.
Ólöf Nordal nýr innanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2014 | 22:36
Brynt að seinka klukkunni.
Komið þið sæl!
Athyglis verð grein og ég er sammála því að seinka klukkunni.
Fyrsta sem kemur mér í hug hvað mér þótti erfitt að senda börnin í skólann í myrkrinu.
Byst við að fleiri foreldrar upplifi þetta.Ég er líka viss um að fólk færi glaðara út að skafa ef það vaknaði aðeins seinna.
Þetta eru bara vangaveltur,en ég vona að klukkunni verði seinkað
Nokkrar hugsanir að kvöldi dags klukkar 22:30 en ef búið væri að breyta þá væri klukkar 21:30.
Sofið vel og Guð geymi ykkur!
Halldóra.
Mjög brýnt að seinka klukkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.11.2014 | 16:26
Gott innlegg inn í daginn.
Daginn allir vinir mínir!
Ætla að færa ykkur orð úr heilagri ritningu.Stutt vers,en með góðan boðskap.
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum.
Davíðssálmur 34:9
Njótið lífsins!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar