28.6.2016 | 20:42
Dregnir út úr kirkju í nott.
gott kvöld! Er kannski ekki dómbær a þessi hælis leit enda mál,en einhvern veginn finn ég til í hjartanu að það skuli ekki vera til betri leið en þetta. Ég sár vorkenni lögreglunni sem þarf að vinna þessi störf,jafnvel í trássi við sína eigin skoðun.Svo finnst mer líka furðulegt þegar fólk reynir að gera löggunni erfitt fyrir.Þeir eða þau eru fólk með sinar tilfinningar og skoðanir.Kannski er eðlilegt að útlendingarnir veiti mótspyrnu.Þau eru líka fólk með langanir og þrár og eru jafnvel að flýja dauða refsingar. En það er ekki þeim til framdráttar að ljúga til um aldur og jafnvel eitthvað meira.Eg er að velta því fyrir mer hvað er hægt að gera fyrir þetta vesalings fólk sem er einhvern veginn landlaust? Ég vona bara að það verði hægt að finna einhverja farsæla lausn.
Dregnir út úr kirkjunni í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2016 | 10:03
Nokkrar hugsanir
Sælt veri folkið! Þvílíkur dýrðar dagur sem við fengum í dag,sól hiti og heiður himinn er það sem við þráum öll af og til,og ekki skemmir að skýin komu ekki fyrr en degi tók að halla.Svo er líka ýmislegt sem er að gerast í þjóðmálunum og aldrei hafa jafn margir boðið sig fram til forseta eins og nú,það gerir þetta bara skemmtilegt.Með virðingu fyrir þeim öllum þá er undirrituð búin að kjósa,það var gert vegna þess að ég for í hné aðgerð í síðustu viku og er ekki frá á fæti eins og gefur að skilja. Svo er síldin í hafinu veik greyið.Ja og svo blessaður boltinn,og við erum stolt af strákunum okkar.Bara hreint frábærir.það er fyrir svo margt að þakka,líka hluti sem eru ekkert sérstakir,þannig,en koma okkur í gott skap,eins og það að fólk er með val kvíða hvern það a að kjósa.það er lúxus vandamál sem gerir lifið bara skemmtilegra,ef fólk verður ekki því meira veikt af þessum svo kallaða val kvíða.svo er ég her að reyna að ná fullri heilsu eftir hné aðgerðina.Eg dáist að læknunum okkar sem hafa hjarta fyrir því að hjálpa veiku fólki og meðhöndla beinin í okkur af þvílíkri snilld að mann vantar orð.Sendi þeim öllum hjartans kveðjur fyrir að geta unnið þetta starf.Meðan ég dvaldi a bæklunardeildinni sá ég og heyrði hversu miklir snillingar þeir eru.Efir mörg ár í þjáningu við hvert fótspor tekur það nú enda þegar ég hef jafnað mig.Eg er svo þakklát! Og meðan ég jafna mig ligg ég yfir kross gátum og lit við og við til vina minna a Facebook ,og skoða fréttirnar.Ekki má gleyma skógarþrestinum sem syngur af hjartans list fyrir mig sitt ljúfa lag.En kæru vinir gleymum því ekki að eitthvað gott a eftir að gerast í dag! Kveð ykkur í þetta sinn og bið Guð að blessa ykkur! Halldóra.
Margir bláir við Rauðu mylluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2016 | 13:22
Unnendur Pipps láta í sér heyra
Góðan og blessaðan dag!
Þar sem ég er svona súkkulaði grís,ætla ég að leggja segja þetta.þegar ég sá þessar umbúðir hugsaði ég ,ætli þetta sé sama súkkulaðið og áður? Hugsaði líka til þess að þegar ég var barn var svipað súkkulaði á markaðnum í glærum umbúðum.Það var mjög gott.Man samt ekki hvort það var sjálft Pipp-ið. Það vantaði bara á þessar nyju umbúðir sama góða bragðið.en þetta pralíndót,fælir frá ágætu nammi.Ég lysi ekki yfir vanþóknun,enda fleiri nammi tegundir frá Nóa og co.
En kaffi og súkkulaði stendur alltaf fyrir sínu.
Gerum allt með gleði og bros á vör!
Nú fer ég í kaffi..og spái í hvaða súkkulaði mig langar
Knús á alla!
Halldóra.
Unnendur Pipps láta í sér heyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2016 | 08:08
Krían er komin
Sæl og blessuð öll sömul!
Ég get endalaust dáðst að kríunni sem ferðast yfir hnöttinn til að koma hingað ár eftir ár.Þvílík snilld af skaparans hendi að gefa fuglum slíka ratvísi.Mér finnst það magnað.Krían er herská og ver hreiður sitt af öllu afli.Við mæður erum með svipað eðli,verjum börnin okkar frá hættum af öllu afli.Það mætti margt segja um kríuna en sleppi því,en veri hún velkomin!
Guð gefi okkur dásamlegan dag!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Krían komin á Bakkatjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2016 | 10:36
Hver er þessi Guðni Th.?
Góðan dag gott fólk!
það eru örugglega fleiri en ég sem hugsuðu það sama og ég þegar þessi ágæti maður kom í viðtöl hjá rúv. um forseta embættið,ég hugsaði alltaf,þessi ætti að bjóa sig fram til forseta,hann virðist hafa mikið vit á þessu!
Kannski hugsaði maður þetta af því að það hefur heyrst lítið í hinum frambjóðendum,og maður veit ekki hvort þau hafa þekkingu sem til þarf í embættið,fyrir utan það að vera ágætis fólk.
Ég óska þessum ágæta manni alls góðs,og ég trúi að vinur minn á himnum sé með okkur öllum!
Drottinn blessi okkur daginn,og leiði forsetakosningarnar eftir sínum vilja!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Hver er þessi Guðni Th.? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2016 | 12:24
Sloppur Georgs prins seldist upp
Góðan dag!
Það sem er skemmtileft við þessa frétt er hvað margir græða.Litlu drengurinn græddi það að hitta Obama og fá að vaka frameftir.Svo græðir framleiðandi sloppanna alveg helling,og Obama græddi það að hitta litla kút.
Datt þetta bara svona í hug í morgunsárið.
Horfum á björtu hliðarnar!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Sloppur Georgs litla seldist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2016 | 12:21
Klæðnaður Kim vekur athygli
Góðan daginn!
Er ekki lífið alveg dásamlegt? Mikið vað ég er þakklát fyrir lífið og tilveruna.Svo eru svona fréttir hér upp á hjara veraldar,aldelis skemmtilegar.Held nefnilega að við þessi venjulegi íslendingar förum í úlpu og klæðumst hönskum og treflum í svona tíð eins og er í dag.Svo kemur hingað stjarna sem veit hvernig hún á að láta taka eftir sér,og klæðist þessum búning! Já hvað lífið er alveg hreint dásamlegt.Ég er nefnilega mest hrædd um að frúin fái kvef.Hún ætti frekar að kaupa sér fallega lopapeysu og spássera í henni. Æ nei,þá auglysir hún Ísland,og það dregur úr stjörnu stælunum. já og svo hitt ef henni líður vel í þessu þá er þetta bara allt í þessu fína.En hvað með það,ég er í lopasokkum.
Njótið dagsins með bros á vör!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Klæðnaður Kim vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2016 | 15:58
Nafnið Ugluspegill samþykkt
Sælt veri fólkið!
Eina ferðina enn,er mannanafnanefnd að samþykkja "ónefni" hvað öllum rökum fyrir því varðar,er það satt. Mjallhvít Ugluspegilsdóttir,er það framtíðin? Leyfum æfintyra persónum að vera ´æfintyra persónur! Svo vona ég bara að fólk velji barni sínu fallegt nafn,sem það þarf ekki að bera með þunga æfina út.Vel skal vanda það sem lengi skal standa :)
Fleira var það ekki kæru vinir.
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Nafnið Ugluspegill samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2016 | 21:23
Atburðir dagsins
Gott kvöld!
Dagurinn í dag tók á,fyrir okkur sem heima sátum var það bara mikið álag að grípa allt sem sagt var og gert og melta það síðan.Hvað þá fyrir þá sem voru í miðri orra hriðinni.
Og þá er spurning dagsins bara ein,eru allir sáttir?
Vonandi hvílast allir vel og dreyma falllega drauma.
Sjálf mun ég ræða við vin minn á himnum um strákana sem voru í eldlínunni í dag,og þurfa
góðan svefn.
Góðar stundir!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Þáttur Sigmundar stærstur og verstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 10:07
Farfuglarnir koma heim.
Góðan dag!
Það eru ávallt gleðifréttir þegar fiðruðu vinir okkar koma til okkar.Mér finnst það alltaf jafn mikið kraftaverk að þeir skuli hafa þetta þol,þó að þeir noti vindinn sér til hjálpar.Undanfarin ár hefur tjaldur verpt hér í nágrenninu og hefur mér þótt gaman að fylgjast með þessari litlu fjölskyldu.Í gærdag fannst mér ég heyra í tjaldinum vini mínum á sama stað og undanfarin ár.Og hann blystraði eins og hann væri að heilsa og tilkinna komu sína.Og nú er ég spennt að vita hvort ég sjái þessa vini mína í dag.
Ég er líka búin að sjá skógarþrastar par með mosa í nefinu.Þannig að hann var greinilega byrjaður að gera sér hreiður stað.
Svo eru blómin mín sem ég klippti niður á dögunum orðin myndarleg og teigja sig til sólarinnar.Meira að segja kaktusinn er að búa sig undir að blómstra.
Skrifandi um þessar blessanir lífsins með þakklæti og virðingu,þá bið ég Guð að blessa íslenska þjóð,og bið frið sem er æðri öllum skilningi yfir okkur öll.
Góðar stundir.
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Farfuglarnir koma heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar