Góðu fréttirnar

Góðan dag!

Góðar fréttir:

Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Jóhannesar guðspjall 3:16

 

                   Halldóra.

 

 


Þegar Jesús bauð í kvöldmat.

Góðan dag!

Í dag er skírdagur,dagurinn sem Jesús bauð vinum sínum í kvöldmat. Ég er viss um að hann gerði það oftar en í þetta eina sinn,en þessi kvöldmáltíð var öðruvísi,því hann var á vissan hátt að eiga stund með sínum vinum áður en hann leggði líf sitt í sölurnar fyrir syndir mannkynsins.En Jesús var búinn að undirbúa fólkið.Hann sagði eitt sinn: Hjarta yðar skelfst ekki.Trúið á Guð og trúið á mig.Í húsi föður míns eru margar vistarverur.Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað.Og þegar ég er farin burt og hef búið ykkur stað kem ég aftur og tek yður til mín  svo þér séuð einnig þar sem ég er. Út á þetta gengur fagnaðarerindið,að Jesús dó á krossi,reis upp frá dauðum og er að undirbúa himininn til að taka á móti okkur sem þráum að lifa um alla eilífð með honum. Og Biblían segir að Jesús sé núna á himnum og sitji við Guðs hægri hönd og biðji fyrir okkur!Hjartalag Drottinns Guð er engu öðru líkt,að hugsa sér að á meðan við lifum í þessum heimi eigum við fyrirbiðjanda á himnum.Og ég trúi því að sökum þessara bæna mildast allar okkar reynslur,annars gætum við ekki höndlað eða gengið í gegnum þær.

þetta hjálpræðisverk er fyrir alla menn,en því er ekki troðið upp á neinn.En valið er mitt og þitt.

    Gleðilega páskahátíð!

                              Halldóra Ásgeirsdóttir.

 


Nokkur orð .....

Heil og sæl!Get ekki orða bundist vegna þess hvernig sumt fólk leyfir sér að tala um annað fólk,og nú í þessu tilfelli um forsætis ráðherra hjónin.fólk getur haft skoðanir  það finnst mér annað mál,en að tala illa um fólk fer svo illa fyrir brjóstið á mér.Því bak við hverja frétt er fólk,fólk eins og ég,og fólk eins og þú og börn.

Mér verður bara illt í hjartanu þegar fólk notar kommentakerfin til að úthrópa aðra,sama hver í hlut á.

            Í Garðabæ á einum fallegasta degi ársins kiss

                              Halldóra.


mbl.is „Nokkur orð um eiginkonu mína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing dagsins - Fyrirgefning og von.

Góðan dag!

þessi fallegi dagur hefur eitthvað fallegt og gott að bjóða.Og við erum hluti af þessum degi.Hvernig svo sem okkur líður þá er eitt alltaf öruggt,og það er að náð Drottins Guðs er til staðar fyrir þig.Biblían segir að náð Drottins sé ný á hverjum degi.Og það er gott að meiga fela sig og sitt í hans hendur.Og Drottinn fyrirgefur alla synd.Þú mátt koma til hans í bæn og biðja hann að fyrirgefa þér.Já hann er náðarríkur Guð og fyrirgefur og gleymir.Hann ryfjar ekki upp  gamlar syndir og notar gegn þér.Hann hefur kastað þeim í hafdjúp gleymskunnar.Kærleiks verk Guðs að gefa son sinn föllnu mannkyni er okkur óskiljanleg,en það er gæfa okkar.Og  Jesús er upprosinn og lifir í dag.Og meira en það hann er upprisinn og hann er við hægri hönd Guðs og  og biður fyrir okkur.

           Drottinn blessi þig í dag!

 

                            Halldóra Ásgeirsdóttir.

 


Hugleiðing dagsins

Góðan dag góðu vinir!

Fékk á dögunum kvörtun um að ég væri ekki nóug dugleg að blogga.Viðkomandi  sagðist sakna uppörfunarorðanna sem væri svo gott að lesa.

Ég skal taka þessa beini til greina og reyna að gera mitt besta.

Á dagatali sem ég er með og les reglulega stendur fyrir daginn í dag:

Það eru ekki einstöku,stóru verkin sem skipta sköpum um hver þú raunverulega ert heldur smáatriðin sem þú sinnir í daglegu lífi.svo mög voru þau orð.

Það sem skiptir máli dags daglega er að þú færir ljós og frið með þér hvert sem þú ferð,og sért geysli Guðs þar sem þú ert.við þurfum ekki að rembast við að vera eitthvað annað en við erum,en við göngum fram í veikleika,með Drottinn við hlið okkar.Þá erum sterk.

                Guð gefi þér góðan og blessaðan dag!

 

                       Halldóra Ágeirsdóttir.

 


Breyta þarf ákvörðuninni.

Góðan dag gott fólk!

Ef ég er sammála í enhverju varðandi byggingu nys spítala,þá er ég sammála Gunnari Einarssyni.Sjálf vann ég á Landsspítalanum við Hringbraut á síðustu öld,og þá var svo margt sem bennti til þess að huga þyrfti að nyjum spítala.Þá var byrjað  að leka á nokkrum stöðum,að ekki sé minnst á bílastæða vandann.Auk annarskonar vandamála, sem voru til staðar varðandi þessa byggingu.Já og umferðina þarna í kring þarf ekki að nefna,það vita allir.Og núna á nyrri öld þarf að hugsa til framtíðar.Staðsetning spítala við Vífilsstaði er góð varðandi staðsetningu,og flug.Svo er ég viss um að umhverfið hefur læknandi áhrif,vatnið,Heiðmörkin,og fuglalífið yfir sumartímann!

  Guð blessi okkur daginn!

                             Halldóra.


mbl.is Breyta þarf ákvörðuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fleira en nammi í skeiðinni?

Góðan dag!

Ástæðan fyrir því að ég kaupi aldrei nammi á nammi bar er einföld,mér finnst þetta allt svo sóðalegt.Svo dettur á golfið,og ég hef séð krakka tína upp í sig af gólfinu.Og við vitum að fólk er misjafnlega hreinlegt,þannig að það er örugglega mikil smitleið að nota skeiðina,en samt skárra en að kafa í dollurnar með berum höndum.

   Njótið dagsins!

 

                               Halldóra Ásgeirsdóttir.


mbl.is Er fleira en nammi í skeiðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

27 þúsund hafa skrifað undir.

Komið þið sæl.

Ég er algerlega sammála því að það þarf að endurreisa heibrigðiskerfið.

Fyrst af öllu finnst mér Vífilsstaðir  vera ákjósanlegasti staður til að byggja nyjan spítala.Nóg land og mjög miðsvæðis.Um að gera að nota þetta land,þarna eru hús sem hægt er að nota og auðvellt að byggja við í allar áttir.

Svo er annað, að ætla að troða fleiri byggingum inn á  Landsspítala lóðina er hræðilegt.Að ekki sé minnst á vegina allt í kring og bílastæði fyrir spítalann, og jafnvel fyrir þá sem búa í næsta nágrenni.Á heimsóknar tímum er þetta erfitt ástand,eins og við vitum öll!

Og ekki má gleyma því að ef farið verður af stað með að byggja á Landsspítala lóðinni,þá verður það mjög erfitt fyrir mjög veikt fólk að hlusta á öll þau óþæginda hljóð,sem því fylgir.Og það reynir mjög á starfs fólkið í sinni vinnu.Fyrir utan það að elsti hlutinn er orðinn meira en lélegur. Ég vona svo sannarlega að þessi spítala mál fari að taka enda og komist verður að farsælli niðurstöðu.

Gott hjá Kára að ýta svona vel við okkur öllum og ekki sýst þeim sem fara með þessi mál,því þetta má alls ekki bíða mikið lengur.

     Guð gefi ykkur gott og blessunarríkt kvöld.

 

 


mbl.is 27 þúsund skrifað undir áskorun Kára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snert af himninum

Gott kvöld!

Hér er ljóð úr ljóðabókinni Sjáðu með hjartanu eftir Sigurbjörn Þorkesson

SNERT AF HIMNINUM

Ljúft er

upp í himininn að horfa

þangað sem föðurland okkar er.

 

En himininn

er ekki aðeins óræður blámi

í órafjærlægð.

 

Því snert af himninummá finna

í sérhverju hjarta

sem nálgast vill Jesú í bæn.

 

                           Halldóra Ásgeirsdóttir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband