Englavakt

Sæl öll!

Í sálmunum stendur:

Þín vegna bíður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

Það er dásamlegt til þess að vita að Drottinn hefur okkur í hjarta sínu og sendir okkur 

hjálp frá himni sínum.Við erum í hjarta Guðs allar stundir.Það er gott að hafa þessi orð í 

huga og hjarta þegar við förum út í hvunndaginn, að englar Guðs gæta okkar!

 

Konur, þið eruð velkomnar á Aglow fund í kvöld kl.20 í skátaheimilinu Jötunheimar v. Bæjarbraut

í Garðabæ.Fundurinn hefst með kaffi og kræsingum sem kosta 700 kr. og er andvirðið notað til

að greiða leigu á salnum.Síðan lofum við Guð saman, heyrum guðs orð og biðjum fyrir bænaefnum.

Svo eru til sölu nokkrar bækur sem gott er að eiga og lesa. Sjáumst á Aglow fundi kl.20!

En mundu að þín vegna bíður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

                            

                                    Kærleiks kveðjur

                                                    Halldóra.
 


Mitt innlegg í dag.

Sæl verið þið!

Ætla að miðla ykkur af því sem ég var að lesa í morgun mér til blessunar.

Fyrra atriðið er úr Róm.8:34, seinni hluti vers, en þar stendur:Hann er upprisinn og hann er

við hægri hönd Guðs og biður fyrir oss.

Og Hebr. 7:25 þar er sagt að Jesús sé á himni og biðji fyrir okkur.

Mér finnst það svo yndislegtJesús situr ekki bara við hlið föðurins á himnum, og bíður þess að

endurkoman eigi sér stað.Nei, hann hefur verkefni, hann er að vinna .Sú vinna er að biðja fyrir

okkur.Svo er hann í sínum heilaga góða anda mitt á meðal okkar.Hann stendur með okkur eins og við

stöndum með þeim sem okkur þykir vænt um.Og þegar við förum út í daginn, þá höfum við þá bestu

bænavermd sem til er, sjálfan Jesú sem biður fyrir okkur.

                       

                    Njótið dagsins með Drottinn ykkur við hlið!

                                      Kveðja til ykkar allra.

                                                           H.Á
 


Sálmur

 

     Ljúfi Jesú, leiðbein mér, leiðin

      full af hættum er, Fyrir stafni ósjór

     er,Erfið lending hulin sker.Áttavitinn

      er hjá þér.

       Ó, minn Jesús, leiðbein mér.

 

     Eins og huggar móðir milt Mátt þú

     sefa hafið tryllt.Hlyðir ölduólgan þér,

     Er þú biður " kyrrlát ver!"Drottinn

     yfir hafsins her,Herra Jesús, leiðbein mér.

 

     Svo er nálgast sé ég höfn, Syður

     brim um tryllta dröfn, Lokuð virðist leiðin

      mér, Legg mig þá að hjarta þér,Herra kær

      og hvísla að mér "Hræðstu ei:Ég við styrið er"
 


Hjól tilverunnar.

Góðan og blessaðan dagin!

Það er mikill fjársjóður sem okkur

er gefinn  í Biblíunni, það er líka

svo frábært hvað þessi bók  tekur

á mörgum hlutum.Eins og t.d. þetta:

Með þeim mæli sem þér mælið mun 

yður, mælt verða!

Tungan er líka eldur, segir í Jakobs-

bréfinu, og hún kveikir í hjóli tilverunnar.

Sjá einnig skipin svo stór sem þau eru, og

rekin af hörðum vindum.Þeim verður styrt með

mjög litlu styri, hvert sem styrimaðurinn vill.

Þannig er einnig tungan, lítill limur og lætur

mikið yfir sér.Sjá hversu lítill neisti getur kveikt

í miklum skógi .

Þetta er alvarleg áminning til okkar allra.

Ég minnist þess fyrir löngu síðan að það kom

einstaklingur til mín, og sagði ákveðna hluti,

sem voru þannig að mér leið illa.Svo sagði þessi 

viðkomandi einstaklingur, ég sagði þetta bara 

til þess að mér liði ekki illa.Þetta var þannig að 

það sem sagt var skipti engu máli, og best hefði verið

ef viðkomandi hefði sleppt því að segja þessi orð.

Þau voru gagnslaus og óþörf.

Sjálf er ég að reyna að vanda mig, og fara eftir orði Guðs,

og vera sú sem blessar .Það hryggir mig mjög ef mér

tekst illa upp.En Drottinn sendi okkur út í heiminn til

að vera ljós, og til þess að vera eins og borg sem fær ekki dulist.

Þannig vill hann að ljós okkar lysi meðal mannanna.

Af sama munni gengur fram blessun og  bölvun,

þetta má ekki vera svo bræður og systur! 

 

             Drottinn styrki ykkur í dag!

                             Kveðja héðan úr bænum.

                                         HÁ
 


Þetta þarftu að vita!

Kæru vinir!

Ég er frekar seint á ferðinni í dag, því ég var að

vinna á útvarpsstöðinni Lindin f.m 102,9. Ég kvet 

ykkur til að hlusta.Svo var ég að tala inn auglysingu

fyrir Aglow Garðabæ.En það verður fundur næsta

fimtudags kvöld kl.20 Allar konur velkomnar!

Við ætlum að byrja á því að fá okkur kaffi saman,

síðan munum við eiga góða stund í nærveru Drottins,

og þá mun formaður Aglow Garðabæ Helena Leifsdóttir

miðla okkur frá hjarta sínu. Ég kvet konur til að koma!

Boðskapur minn í dag er um elsku Drottins Guðs  til þín.

Drottinn skóp þig í upphafi vega sinna. Á undan öðrum 

verkum sínum , fyrir alda öðli.

Við-Ég og þú - vorum til í huga Drottins lögu áður en allt 

varð til.Þú ert listaverk Drottins!

Leyfðu honum að halda áfram að gera meira fyrir þig.

Það gerist ef þú dvelur í nálægð hans, með líf þitt.

  Friður Guðs sé yfir ykkur öllum!

                           Haldóra.
 

 


skref mín.

Góðann og blessaðann dag!

Ég hlakka alltaf svo mikið til að vakna á morgnana,

ég leggst á koddann og hugsa, o, ég vildi að það væri

kominn morgun! Svo þegar klukkan hringir,þá sprett 

ég á fætur, alveg eld hress!! Svo les ég Biblíuna mér

til blessunar og fæ yndisleg orð út í daginn.Hér er eitt

sem er eins og stafur á lífs göngu minni: Skref mín

fylgdu sporum þínum, mér skriðnar ekki fótur. 

Og innra með mér finn ég hvernig Drottinn gengur mér 

við hlið. Ég hef alla tíð þurft svo mikið á Drottni að halda,

og hann hefur ekki brugðist mér.Og ég veit hann mun 

ekki bregðast þér.Það stendur í Orðskviðunum, að þeim er 

borgið sem treysta Drottni.

Munum líka það, að Drottinn elskar okkur.

 

                        Með kærleika og hlyju

                            Halldóra.
 


Farið varlega í umferðinni.

Sælt veri fólkið!

Þegar ég lít út um gluggann þá er skyggnið afleitt

og snjónum kyngir niður.Og mér kom í hug hvað

Drottinn Guð er góður við okkur, og í raun skemtilegur.

Veðrið hér verður aldrei tilbreytingarlaust.Mér finnst það

frábært,jafnvel þó að maður fái leið á langri óveður tíð.

En það er svo margt jákvætt í lífinu. Og svo það sem Bók 

Bókanna segir:Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört,

fögnum og verum glaðir á honum!

Ef þér líur á einhvern hátt ekki vel, eru hér uppörvunarorð 

til þín frá himninum:

Óttast þú eigi, því ég er með þér.Láttu eigi hugfallast,

því að ég er þinn Guð.Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig 

með hægri hendi réttlætis míns!

Að lokum, bið ég Guð að varðveita ykkur öll í umferðinni í dag,

og blessa Íslenska þjóð!

 

                  Með bestu kveðju

                       Halldóra.
 


Góði hirðirinn.

Marg blessuð!

Fyrir mörgum árum gistum við fjölskyldan á sveitabæ

vestur á fjörðum, sem er ekki í frásögu færandi,nema

vegna þess að þar sá ég og heyrði bóndann og konu

hans tala um kindurnar með nafni.Sjálf sá ég bara hvítar 

kindur út um allt! Nótt eina vaknaði ég við mikið jarm, og

mér fannst það vera eins og sár grátur.Um morguninn

ræddi ég við bóndann, sem leit út , og sagði , já þetta er 

hún Branda mín, svo sagði hann mér frá þessari kind,

sem átti sína raunamæddu sögu, hafði misst bæði lömbin sín

þetta sumar.

Þessi lífs reynslu saga, kemur stundum upp í huga minn, því

Drottinn Guð þekkir okkur öll með nafni, við skiptum máli!

Jesús elskar þig! Hann þekkir þig úr öllum mannfjöldanum

á þessari jörð, þú ert einstakur eða einstök.Ég kvet þig til 

að koma fram fyrir Drottinn Guð, og hann mun koma inn í þína

kringumstæður, eins og bóndinn sem þekkti hvítu kindina  með

nafni, sem var innan um allar hinar, af því hún var fyrir honum

einstök.Þú ert einstakur  eða einstök fyrir Guði!

         

                  Kveðja

                          H.
 


Það er yndislegt.

Heil og sæl!

Í Hebreabréfinu stendur að Jesús sé á himnum, 

og það segir svo fallega að hann biðji fyrir okkur.

Jesús er við hægri hönd föðurins og biður fyrir þér!

Hann er hjálp okkar á öllum stundum lífsins.Mig

langar til að minna þig á, að hvað sem kann að henda 

þig er Drottinn Jesús Kristur til staðar, og heyrir bæna ákall þitt. 

Bæna ákall þarf ekki að vera löng bæn, það er líka bæn þegar

þú andvarpar til Drottins.Og hann er á himnum og biður fyrir

þér.Það er yndislegt! 


Gömul hjón

Góðan dag!

Á ákveðnu tímabili í lífi mínu, kynntist ég gömlun fallegum hjónum.

Þau voru mjög yndæl og elskuleg, en konan var farin að kalka mjög

mikið, og sagði alltaf sömu setninguna aftur og aftur.Ef hún lagði

eitthvað til málanna var það alltaf Halldóra, ég er hálf norsk, þetta 

endurtók hún í sífellu.Þetta var að vísu allt í lagi fyrir mig, en blessaður

maðurinn hennar var greinilega orðinn þreyttur á þessu stagli sí og æ.

Svo féll hún frá í hárri elli, en ég hélt áfram að heimsækja þennann

aldna vin minn.Við ræddum eilífðar málin mjög mikið.Kvöld eitt, þegar

ég var heima, og ég hélt að enginn væri á ferð sökum ófærðar og

óveðurs, var bankað, og úti stóð þessi aldurhnígni vinur minn.

Hann vatt sér strax að erindinu,og sagði, ég er kominn til að opna hjarta

mitt fyrir Jesú.Við settumst niður og ég leiddi hann til Jesú þessa kvöldstund.

Svo sagði ég honum að hann væri orðinn ríkisborgari í Guðs ríkinu.Eins

og Biblían segir, þér eruð ekki framar gestir og útlendingar, þér eruð 

samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs.Og það var svo margt 

stórkostlegt sem gerðist þarna.Hann gat fyrirgefið í fyrsta sinn.Hann hafði

verið svikinn þrettán ára gamall, og það var eins og skuggi á lífi hans, en

á þessari stundu kom gegnumbrot, og hann fyrirgaf .Hann var að upplifa nytt frelsi

þarna.Og ég man þegar hann fór frá mér út í óveðrið, hann var eins og unglingur

hann hafði eignast innri frið,Jesús var orðinn vinur hans og svo hafði hann

fengið borgara rétt í ríki Guðs.Uppfrá þessari stund kom hann eins oft í kirkju

og hann gat, en ellikerling gerði honum erfitt fyrir.Og mér fannst það svo

gott þegar hann yfirgaf þennan heim, að ríkisborgara réttindin voru í lagi.

 

           Guð blessi ykkur í dag.

                                         H.
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband