26.2.2008 | 20:51
Yndi hjarta míns
Blessuð og sæl!
Lát ekkert harðneskjulegt orð þér um munn fara,því þeir
sem eru harðir fá strangan dóm.En sælir eru miskunnsamir,
því þeim mun miskunnað verða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 16:46
Gerðu hið góða.
Góðan daginn gott fólk!
Í Efesusbréfinu stendur, að við séum smíð Guðs sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka.
Við erum nánast englar sendir til að gera góð og falleg verk. Ég hitti á dögunum
yndæl og elskuleg hjón, hlyjan og góðleikinn skein af öllu þeirra lífi. Og maðurinn sagði
frá því þegar hann lagði sig sjálfann og bílinn sinn í hættu, til að keyra bíllausann mann
heim.Þetta var ekki það eina.Góðleikinn til náungans var svo sérstök.Og af því að ég þekkti
til þá vissi ég að þetta er allt satt og rétt.Svo þegar hann talaði um kirkjuna sína,þá fann maður hvar hjartað sló.
Sköpuð til góðra verka, þá á ég ekki við að við eigum að leggja okkur sjálf í hættu til að gera gott.
En við eigum að gera öllum gott, einkum trúbræðrum okkar.Guð kallar þig til að vera ljós fyrir
sig þar sem þú ert.Það er kanski eitt bros sem Drottinn biður þig um, og getur breytt deginum
hjá þeim sem fær brosið.Á einum stað í Guðs orði er talað um að Guð gaf þjónustu sáttargjörðarinnar.Það er kanski þitt verk, eða þín þjónusta að sætta eða koma á sáttum?
Við erum líka erindrekar Krists,það getur þytt að við biðjum fyrir öðrum t.d. vinnufélögum, nágrönnum, kirkjunni okkar, auk fjölskylu okkar.Og segjum öðrum frá Jesú, eða góðu
trúar samfélagi sem gæti blessað.Verk erindrekans spanna svo vítt svið.Verum öðrum blessun í dag,
verum Guði til dyrðar.Verum sjálf í Kristi og meðvituð um að við erum sköpuð á teikniborði himinsins
tiil þess að vera framrétt hönd Guðs,með verkum okkar og gjörðum.
En munum samt að, við verðum aldrei neitt slíkt nema vera heilsteypt og brennandi Guðs fólk!!
Náð og friður frá Guði Föður sé með ykkur!
H.Á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 23:15
Sí auðug í verki Drottins.
Sæl elsku vinir!
Hér kemur yndisleg kvatning inn í helgina orð úr 1.Kor. 15.58
Þessvegna mínir elskuðu bræður, og systur, verið staðfastir,
óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins.Þér vitið að erfiðið yðar er ekki
árángurslaust í Drottni.
Það er stórkostlegt að heyra frá fólki sem heyrði eitt sinn fagnaðarerindið
en villtist í burtu frá Guði, á einhverjum tímapúnkti í lífinu, segja frá því að
það sem það heyrði eitt sinn um Guð og um boðskap Biblíunnar gleymdist ekki.
Og oft ryfjaðist þessi góði boðskapur upp á rauna stundum í lífi þess.Já og Faðir
vorið, var beðið á kvöldin auk signingarinnar sem höfð var yfir börnunum.
Það er máttur í orði Guðs, það er ábyggilegt!
Og það er svo gott fyrir okkur sem höfum lagt okkar að mörkum, að vita það að
erfiði okkar er ekki árangurslaust.Það byr í hjörtunum, og hefur áhrif.
Um þessa helgi vil ég minna okkur öll á að vera sí auðug í verki Drottins.
Og þessi auðleggð okkar sem höfum lagt okkar að mörkum á þessum vetvangi
er aðeins fengin með því að við lifum bænalífi og byggjum okkur upp í orð trúarinnar.
Ég blessa ykkur öll sem eru að vinna í víngarði Drottins, og fel ykkur honum í
Jesú nafni.
Með gleði og blessun í hjarta,
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 12:34
Hjarta mitt svellur.
Heil og sæl!
Sumt í Guðs orði kunnum við svo vel að við tökum varla eftir því hvað það þyðir.
Eitt af þessu er það sem Jesús sagði í kristniboðsskipuninni.Það eru orðin:
Allt vald er mér gefið á himni og jörð!
Þvílík orð, af munni sonar föðurins himneska.Hann hefði sem sé vald til að
gera hvað sem honum syndist, líka það vald að láta okkur trúa á sig.En Guð
valdi að gefa okkur frjálsan vilja, en þrátt fyrir það þá elskar Guð okkur
öll, sama hver fortið hvers og eins er.Orðið segir:Ég kalla þig með nafni.Líkt
og foreldri elskar barnið sitt, alla æfi, ekki bara ungabarnið sem hjalar, svo blítt.
Það er sama hve fullorðið barnið verður, það á alltaf stað við hjarta foreldrisins.
Jafnvel þó að barnið fari þá leið í lífinu sem foreldrið hefði ekki viljað.Þannig er
það líka með Guð.Hjarta hans slær fyrir þig!
Hann á vald til að fyrirgefa þér og mér alla synd.Tökum á móti þessari fyrirgefningu
og leyfum Drottni að eiga allt vald í lífi okkar.Þessi setning ,allt vald er mér gefið á himni
og jörð, er úr kristniboðsskipuninni.Og endar á þessum orðum, og ég vitna í Lifandi
orð.Takið eftir! Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar.
Það er ekkert smá, Drottinn er með okkur sem vilja vera með honum, alla daga.
Það er mikil blessun og það er mikil náð.Hjarta mitt svellur af þakklæti vegna
þess alls sem ég nýt af hendi Guðs föður.
Kær kveðja tilykkar allra
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 07:20
Kvatning mín til þín.
Heilsa ykkur öllum í Jesú nafni!
Í Efesus bréfinu er kafli sem talar um alvæpni Guðs,þessi klæðnaður
alvæpni Guðs er ekkert bull.Sjálf klæðist ég þessum herklæðum
á hverjum morgni, og ég finn það svo vel, hvað ég er undir mikilli
vernd Guðs.Ég tek ekki eins inn á mig framkomu og særandi orð
sem fólk lætur út úr sér.Takið því alvæpnni Guðs til þess að þér getið
veitt mótstöðu á hinum vonda degi, og haldið velli þegar þér hafið
sigrað allt.Það er þessi leyndardómur að við verðum að halda velli í
tilverunni, og það er bráðnauðsynlegt að vera vel útbúinn andlega
hvern dag.Ég kvet kristið fólk að taka þetta orð alvarlega og klæðast
alvæpni Guðs.
Girtir sannleika um lendar yðar
klæddir brynju réttlætisins
og skóaðir á fótum fúsleik, til að flytja fagnaðarboðskap friðarins
Takið umframallt skjöld trúarinnar,sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda
Takið hjálm hjálpræðisins
og sverð andans sem er Guðs orð.
Gjörið þetta með bæn, segir Guðs orð.
Afhverju gyrtir sannleika? Jú hann gerir okkir frjáls
Afhverju þessir skór? Jú, þeir vernda för okkar í syndugum heimi.
Afhverju þessi brynja? Hún verndar okkur fyrir pílum hins illa.
Afhverju þessi skjöldur? Hann verndar okkur að pílur óvinarins nái ekki til hjartans
Afhverju þessi hjálmur? Hann er andlegt tákn um að hann verndar okkur frá óhreinum hugsunum.
Afhverju þetta sverð? Orð Guðs er máttugt,ef við fyllum hugann af versum úr orðinu, getum við notað þau sem sverð er slær máttinn úr óvininum sem reynir að fella okkur.
Ef við gerum þetta dag hvern, helst áður en við förum út úr rúminu, munum við finna fyrir þeirri vörn sem við höfum frá himni Guðs yfir llífi okkar.
Þetta er kvatning mín til þín í dag!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 08:55
Hentugur tími.
Sæl verið þið öll!
Ég hef verið að glugga í nyju þyðingu Biblíunnar.
Og fann í Síraks bók 39 kafla falleg vers, sem vert er
að vekja athygli á.Í versi 16 stendur",Allt er gott sem
gerði Drottinn,allt sem hann byður verður á hentugum
tíma" Í Predikaranum stendur, að allt hafi sinn tíma, en
ég held að við gleymun svo oft, að Drottinn hefur allt í
sinni hendi,hann stjórnar.Í þessum sama kafla í Síraks bók
stendur líka"Öll verk Drottins eru góð, hann bætir úr ,
allri þörf á hentugum tíma"
Þegar við leggjum bæn okkar fram fyrir Drottinn Guð, ætlumst
við til að fá bænasvar strax, og vissulega gerist það oft, en stundum
sjáum við ekki nokkra einustu vísbendingu um að Drottinn ætli að
svara bæn okkar.Hér liggur svarið, Drottinn svarar á hentugum tíma.
Biðjum Drottinn að gefa okkur úthald í bæn, og minnum hann stöðugt á.
Hann mun koma með eitthvað gott á sínum tíma!
Friður sé með ykkur öllum!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 08:10
Því bryni ég ykkur!
Góðan dag!
Biblían kvetur okkur öll til þess að gera köllun okkar og útvalningu vissa.
Hún brynir okkur líka,og það stendur svo fallega en ákveðið, því bryni
ég yður bræður, og systur,að þér vegna miskunnar Guðs bjóðið fram
sjálfa yður, að lifandi heilagri Guði þóknanlegri fórn.Það er sönn og rétt
guðsdyrkun af yðar hendi.Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið
háttaskiptum með endurnyjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna
hver sé vilji Guðs, hið góða fagra og fullkomna.
Páll lætur ekki staðar numuð þarna, heldur kvetur hann okkur áfram og
segir í Þessalónikubréfinu,Takið meiri framförum.
Það er nefnilega þannig að við verðum að taka framförum á svo mörgum
sviðum lífs okkar. Á göngu okkar með Guði er líka þörf á því.Það gerum
við með því að lesa orð Guðs, biðja og rækta bænasamfélagið við hann.
Ég vil nota þetta tækifæri til að bryna okkur öll, að vera stöðug í eftir
fylgdinni við Drottinn Guð, lesa orðið hans og taka framförum!
Gangi þér vel og Guð veri með þér!
Kveð með hinni fögru kveðju, Verið blessuð!
HÁ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 14:01
Lykill.
Guð gefi þér góðan dag!
Biblían hefst á þessum orðum :
Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð.
Jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði
yfir djúpinu og andi Guðs sveif yfir vötnunum
Guð sagði þá, verði ljós, og það varð ljós.
Ljósið var skapað fyrir okkur, svo að við þyrftum ekki að
ráfa um í myrkri.Guð er svona ljós,til þess að við þurfum ekki að
ráfa um óhamingjusöm og einmana.
Hann elskar þig og þráir að vefja þig að sér.Hann vill vera vinur þinn
og lysa þér í dagsins önn!
Hann sagði, ég er ljós heimsins,það þyðir að hann á nægt ljós til að
koma með ljósið sitt í þínar aðstæður.
Við þurfum ekki að vera óörugg þegar Jesús er með okkur .Hann mun koma
öllu vel til vegar, ef við felum honum alla hluti.
Og það gerum við með því að biðja til hans.Bænin er eins og lykill, lykill að hjarta Guðs
og hann er fyrir þig- og mig!
Guð blessi þig og takk fyrir að lesa þessi orð!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 10:48
Þetta er í uppáhaldi.
Kæru vinir!
Ætla að setja hér inn orð úr Hebreabréfinu,orð sem hafa blessað mig óendanlega
eins og reyndar mörg önnur vers úr Guðs orð.
Hér kemur versið:
Vér meigum því bræður,og systur,fyrir Jesú blóð
með djörfung ganga inn í hið heilaga,þangað sem
hann vígði oss veginn, nýjan veg og lifandi.
Látum oss því ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum.
Við vitum öll hvernig vegir eru vígðir.Það er oft klippt á fánalitaðann borða,
svo gengur einhver á undan og vígir þannig veginn,
Þetta gerði Jesús gekk uppað hásæti Guðs á undan okkur og opnaði
okkur veginn þangað.Við þurfum ekki að halda að okkur verði hafnað
Guð faðir elskar okkur, af því Jesús er búinn að tala máli okkar.
Með því að deyja á krossi.Nú getum við komið fram fyrir Guð, ófeimin og óhikað.
Þetta er miklu stórkostlegra, heldur en ég get orðað það. Tökum bara við þessu!
Stórt og smátt skaltu koma með til Drottins, og hann mun taka við þinni bæn.
Vegna þess að ég er að stíga mín fyrstu spor á þessum vettvangi, þá er ég
ekki tilbúin að vera með langa og tæknilega flókna pistla,en ef mér gengur vel
að læra á þetta apparat, se tölvan er fyrir mér, þá kem ég með stærra efni síðar.
En þú átt aðgang að Guðs góða hjarta.
Blessun og friður Guðs fylli ykkar hug og sál.
Kveðja Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 09:55
Bænin
Góðan daginn!
Fyrsta regla er að vera jákvæður og bjartsynn, þá gengur allt svo vel!
Í Jer.29:7 stendur:Látið yður umhugað um heill borgarinnar, sem ég
herleiddi yður til, og biðjið til Drottins fyrir henni,því að heill hennar er heill sjálfra yðar.
Með þessum orðum er ég að kvetja okkur kristið fólk til að biðja fyrir okkar bæjarfélagi
hvar svo sem við búum.Stjórnsyslan í Reykjavík þarf, eins og allir vita mikla fyrirbæn.
Guð er að kalla þig til þess að vera með í að biðja.Þú skiptir máli!
Það stendur í Esrabók5:11 Vér erum þjónar Guðs himinsins.
Drottinn hefur bara þá sem eru fúsir.Hann sagði líka, ég hefi fyrirætlanir í hyggju
með yður fyrirætlanir til heila en ekki til óhamingju. Og til þess að þessi heill komi,
þurfum við biðjandi fólk, að vera trúföst í að biðja. Okkur vantar liðs auka -vertu með!
Og svo til þess að við brennum ekki út, verðum við að halda okkur sjálf við orð Guðs
og byggja okkur þannig upp.Best er að klæða sig í alvæpni Guðs, þá erum við sterkari
á vígvellinum.Ég fjalla seinna um þann klæðnað, í þessum pistlum mínum.
Kveð í þetta sinn
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar