Ég er hrifin af þessu.

Heil og sæl gott fólk!

Það er svo gaman að lesa Guðs heilaga orð vegna þess hve það flytur mikinn sannleika,

Hér er eitt sem gott er að fara eftir:

Að endingu, bræður og systur, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint,allt sem er elsku vert og gott afspurnar, hvað em er dyggð og hvað sem er lofs vert, hugfestið það!

Þetta er eiginlega megin reglan í lífinu, hvernig við komum fram við aðra, hvernig við breytum og hvað við tölum.Orðin okkar geta verið meiðandi og kuldaleg,en hér er okkur gefinn regla til að fara eftir.

           Með kveðju

                        Halldóra.
 


Hvað sem hver segir

Hvað sem hver segir ,þá eru tveir vegir, sem okkur er boðið að ganga lífsveginn á.

Gangið inn um þrönga hliðið.Því  að vitt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar,

og margir eru þeir sem fara þar inn.Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins,

og fáir þeir, sem finna hann.

Sama hvað Oddur hinn Norski segir.Við getum breytt orðum og orða samböndum þvers og krus,en

alvöru málsions verður aldrei breytt. Guð blessi Norska Biblíufélagið.

Það stendur svo í Biblíunni okkar,á hinu ástkæra ylhyra:Sérhver ritning er innblásin af Guði og er nytsöm til fræðslu til umvöndunar, til leiðréttingar,til menntunar í réttlæti.

Ég á þá ósk heitasta, að allir menn og konur fari þrönga veginn, sá sem fer hann er ekki einn

því sjálfur Kristur er með í för!

            Drottinn blessi þig!

 

                         Halldóra Ásgeirsdóttir.
 


mbl.is Hætt að tala um helvíti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmynd.

Sæl verið þið!

Sagt er að allir þurfi að eiga sér fyrirmynd í lífinu.

Við sjáum það ríkulega á unga fólkinu sem sækist eftir að líkjast

fallegum og frægum og svo apar það upp klæðnaðinn, hárgreiðsluna

og eitthvað fleira í þessum dúr.Já þörfin er ríkuleg. Jesús sagði eitt sinn, 

lærið af mér,ég er hógvær og af hjarta lítillátur, samt var hann engin gúnga.

Sjálf á ég enga fyrirmynd hvað varðar klæðaburð og þess háttar.En það er samt 

ein persóna í Biblíunni, sem heillar mig mjög. Það er aðeins einn staður sem hann 

er nefndur þessi náungi.Hann hét Epafras og er nefndur í Kólossusbréfinu 4:12

og Kol.1:7.Hann er sagður elskaður samþjónn ,og berst jafnan fyrir yður í bænum sínum

til þess að þér megið standa stöðugir, fullkomnir, og fullvissir í öllu því sem er Guðs vilji.

Þann vitnisburð gef ég honum, stendur þarna, að hann leggur mikið á sig fyrir yður.

Þetta heillar mig! Epafras var maður bænarinnar,og lagði mikið á sig, hann hefur

örugglega verið úthaldsgóður í bæninni.Um hvað var hann að biðja?Hann var að 

biðja þess að fólkið stæði stöðugt í trúnni sinni á Guð, og fullvissir í því sem er

Guðs vilji. Það eru fleiri hetjur Biblíunnar sem eru verðir virðingar, en þessi maður

var ekkert að trana sér, og það heillar mig.

Munum eftir Epafrasi! 


Rósir handa þér.

Góðan dag!

Margar rósir mynda

rósavönd.

Engin þeirra er eins,

en allar eru þær rósir.

Þær vaxa

meðal þyrna.

Þyrnarnir rífa og stínga,

Ó, hve rósirnar eru samt sem áður

yndislegar.

Þannig rós ert þú.

Þú ert það dásamlegasta 

sem Guð hefur skapað.

Þú berð af öllum rósum

í fegurð þinni.

Allt frá því þú varst lítið fóstur

hafði Guð áætlun með líf þitt.

Þú áttir að verða að fallegri rós!

                       (höf. Gunnar Hamnöy)

 

Lesum þennan texta hægt og tökum hann til okkar.!

 Nóg í bili.  Ykkar Halldóra. 


Náð Drottins er ekki þrotin.

Góðan dag kæru vinir!

Stundum er lífið okkar erfiðara en á öðrum tímum í lífinu.

Svoleiðis uppákomur taka frá okkur þrek, því öll hugsun fer 

í þetta eina sem uppá kom. Við hjónin höfum það fyrir reglu

að koma með alla hluti fram fyrir Guð í bæn.Biðja hann um

að koma öllu vel til vegar fyrir okkur.Þannig dagur var hjá okkur 

í gær.Við fórum saman til læknis, vegna ákveðinna veikinda hins

og áttum jafnvel von á einhverju erfiðu.En við vorum búin að leita

Drottins mjög mikið.Hittum lækninn sem sagði, það er ekkert að,

þetta er allt í lagi. Í hugann komu versin í Harmljóðunum: Náð

Drottins er ekki þrotin miskun hans ekki á enda, hún er ny á 

hverjum morgni,mikil er trúfesti hans!

Drottinn er hlutdeild mín,þessvegna vona ég á hann.Góður

er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar.

Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins. 

Ég kvet alla til að koma með sín mál til Drottins í bæn, og fela honum alla hluti.

 

       Með kveðju

                          Halldóra.
 


Síraksbók, hvað er nú það?

Blessuð öll!

 

Hjarta þitt sé einlægt og staðfast

og rótt á reynslutíma.

Haltu þér fast við Drottinn  og vík ei frá honum,

og vaxa muntu af því um síðir.

Tak öllu sem að höndum ber,

berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.

Eins og gull er reynt í eldi

þannig eru þeir sem Drottinn ann

reyndir í deiglu þjáningar.

Treystu honum og hann mun taka þig að sér

gakk réttann veg og vona á hann.

Þér sem bíðið miskunnar hans

snúið yður ei frá honum svo að þér  fallið.

Þér sem óttist Drottinn treystið honum

hann min eigi láta laun yðar bregðast.

Þér sem óttist Drottinn, væntið góðs

eilífrar gleði og miskunnar.

 

Þetta er úr Síraks bók kafla 2.

Sú bók er ein af Apókrífar bókum Biblíunnar

og er vert að vera lesin. Til dæmis þetta:Hann

hressir sálina og hyrgar augun,

veitir heilsu,líf og blessun.

ég ætla að geyma ymsa gullmola þar til síðar, en bendi á

að þessir kaflar  eru mjög góðir og gleðja hjartað og sálina

í Drottins nafni.

 

          Með kveðju og bæn fyrir ykkur öllum

                      Halldóra.
 


Mennirnir eru falleg sköpun Guðs.

Heil og sæl!

Í fyrri Samúels bók 16: stendur :Guð lytur  ekki á það sem mennirnir lyta á.

Mennirnir lyta á útlitið en Drottinn lytur á hjartað.Hér væri hægt að leggja af stað með hálf tíma predikun, en það er ekki tilgangurinn.En hér er setning úr sálmi 139:15. Beinin í mér  voru þér

eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni,augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni.

Mér finnst svona efni afar heillandi,það að kafa í orðið og setja saman, það sem uppörfar, gleður og

synir okkur aðferð Guðs.Báðar þessar tilvitnanir eru um sama manninn Davíð.M ig langar til segir Páll postuli að þeir uppörvist í hjörtum sínum. Mig langar l´ika að uppörfa þig sem lest þetta,Drottinn Guð elskar þig, og þráir að fá að vera vinur þinn alla daga!

                                   Góða helgi og Blessun fylgi ykkur.

                                                          H.Á.
 


Stutt til páska.

Sæl og blessuð öll!

Allt í einu er ég að átta mig á því hvað það er stutt til páska, kveikti ekki einu sinn þó búðirnar

væru farnar að selja páska eggin!

Boðskapur páskanna snertir hjarta mitt alltaf jafn mikið,það sem Jesús gerði á krossinum til fyrirgefningar synda okkar, er stórkostlegra en orð fá lyst.Læt hér fylgja áhrifaríka sögu um mann

sem brenndist illa í húsbruna, og var bjargað á síðustu stundu.Hann var svo illa brenndur að ekki var hægt að græða húð hans með húð annars staðar af líkamanum,eins og stundum er gert.Á sama tíma og þetta var dó annar maður, og húðin hans var grædd á þennan illa brennda mann.Með tíð og tíma gréru sár hans og hann varð heilbrygður á ny.Eitt sinn var hann spurður hvort hann hugsaði ekki oft til hans sem gaf honum í raun lífið.Nei hann hafði aldrei gert það.

Er það ekki bara svona með okkur, við hugleiðum það of sjaldan hvað Kristur gerði fyrir okkur?

Hér við tölvu skjáinn er mynd af frelsaranum með þyrnikórónuna, og ég finn til smæðar og þakklætis fyrir  það sem Jesús gerði fyrir mig, þegar ég horfi á þessa mynd.

Læt hér fylgja einn af uppáhalds sálmunum mínum:

Allt þér Jesús glaður gef ég,

gafstu sjálfur allann þig.

Ekkert vil ég undan skilja,

eiga máttu drottinn mig.

Allt ég færi þér

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús fús ég færi,

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús glaður gef ég,

gjöfin samt of lítil er.

Feginn vildi'ég fleira gefa.

Færa hjartans vinur þér.

Allt ég færi þér

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús glaður gef ég

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús glaður gef ég,

gef mér helgann anda þinn.

Herra lát mig frið þinn finna

fögnuð streyma í hjartað inn.

Allt ég færi þér

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús fús ég færi,

allt ég færi þér.

 

              Þetta er bæn mín í dag, og kveðja til þín!

                             Halldóra.


Leitum fyrst ríkis hans.

Heil og sæl!

 Í morgun hef ég verið að hugsa um orð í Matteusarguðsspjalli 6:33, sem er svona:

En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Ég held að við

gerum allsekki nóug mikið af þessu .Það er líka vers í sálmi 37:5, Fel Drottni vegu þína treystu

honum og hann mun vel fyrir sjá. Þetta vers brynir okkur,til þess að fela Drottni allt sem að okkur lítur.

Hér er líka eitt í viðbót úr nýju þyðingunni.Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti, fyrir þá sem halda

sáttmála hans og boð. Og svo er hér vers úr Jerimía 29:11 Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til  óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

Eitt sinn kom hundraðshöfðingi til Jesú og bað hann  að koma því sonur hans lægi þungt haldinn.

Jesús sagði ekki, ég skal athuga málið, eða á eftir.Nei hann sagði :Ég kem!

Þegar við áköllum nafn Jesú kemur hann,til þess að standa með okkur, hjálpa, eða leysa málin!

Leittum fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt annað veitast okkur!

 

                      Kveðja til þín frá mér

                          Halldóra.
 


jónas í hvalnum.

Góðan og blessaðan daginn öll!

Hef verið að lesa Jónas, sem hefur flokkast undir minna spámanns rit, en samkvæmt

nyju þyðingu Biblíunnar er þessi frásögn frekar dæmisaga.Gott og vel, merkileg frásögn fyrir því.

Þetta byrjar allt með því að Jónar fær orð frá sjálfum Drottni, um að fara til Níníve, hinnar miklu borgar.

Það sem gerist er að Jónas ætlaði að flyja frá Drottni til Tarsis.

Gömlu austfirðingarnir myndu segja, er það nú viska! og ég tek undir það.

Nema hvað Jónas finnur skip, sem var á förum til Tarsis, borgaði fargjaldið og hugðist sigla burt frá augliti Drottins.Þ'a lét Guð mikinn storm koma og fárviðrið skall á hafið og við lá að skipið færist.

Skipverjar hafa örugglega verið frá ymsum stöðum, því hver og einn þeirra fór að ákalla sinn guð.Þeir

köstuðu farminum til að létta skipið, en Jónas hafði farið undir þyljur og svaf vært. Þá fór skipsstjórinn til Jónasar og spurði hann, hvað gengur að þér, þú sefur.stattu upp og ákallaðu Guð

þinn! Ef til vill hugsar hann til okkar svo að við förumst ekki. Mitt í þessum ólgusjó, vörpuðu þeir hlutkesti til að sjá hverjum þetta væri að kenna, og upp kom hlutur Jónasar.Þeir urðu skelfingu lostnir, og spurðu hann í hvaða erindagjörðum hann væri, hvaðan hann kæmi og frá hvaða þjóð.

Hann sagði þeim þetta allt, en var einhverra hluta vegna búinn að segja þeim að hann væri að

flyja frá augliti Drottins.Og þessir vesalings menn sögðu, hvað eigum við að gera til þess að hafið kyrrist og hætti að ógna okkur?

Þegar hér var komið við sögu var Jónas enþá að hugsa hvernig hann gæti flúið frá auliti Guðs, og

biður mennina að kasta sér í sjóinn, því að hann vissi að fyrir sína sök varð þetta allt.Skipverjarnir

vildu helst ekki gera það, og lögðust á árar, og ætluðu með hann í land, en gátu það ekki.Þá tóku þeir Jónas og köstuðu honum í hafið.jafnskjótt varð sjórinn kyrr.

Þá gerist hið furðulega, hvalur kom og át Jónas, og hann lifði af þrjá sólarhringa í kviði hvalsins,

og þennan tíma notaði Jónas til að biðja til Guðs.Að því búnu spúði fiskurinn Jónasi upp á þurrt land.

Sagan er svolítið lengri, og lesið þetta endilega, Jónas var ekki hættur að mögla við Guð.

Ég læt þetta nægja núna, og enda á orði Biblíunnar, ef þér í dag heyrið raust Drottins Guðs, þá

forherðið ekki hjörtu yðar!

 

                              Kveðja og knús

                                             Halldóra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband