Um öfundina.

Komið þið sæl mín elskulegu!

Í dag ætla ég að fjalla svolítið um öfundina. En öfundin er ein sú skryngilegasta synd sem til er í

mínum huga.Fólk heldur að nágranninn sé á miklu grænna grasi en það sjálft.Hitti eitt sinn konu,

sem sagði við mig eftir stutt spjall, o, ég vildi óska þess að ég hefði svona góða heilsu eins og þú.

Hún var með kvef og kanski smá háls bólgu.En hún þekkti ekkert mína sögu, og mér finnst ekkert gaman að segja öðrum hana.Svo hún verður ekki sögð hér.En þarna laukst upp fyrir mér hvernig

öfundin getur verið.Biblían segir að hún sé rót alls ílls.Líklega vegna þess að öfundin getur orðið að hatri.Svo var það konan sem sagði við hina, þú ert alltaf svo smart, bara alltaf í nyjum fötum! Hún var ekkert alltaf í nyjum fötum, hafði ekki efni á því síður en svo, en hún klæddist bara svo vel, setti slæðu um hálsinn og þá leit hún svo smart út. Sjáið hvað þarf lítið til að við hugsum ,hún er bara alltaf.

Og maðurinn sem bónaði bílinn sinn, og hélt honum hreinum að innan,sópaði af honum snjónum

af mikill natni, fékk að heyra það líka,bara alltaf á nyjum bíl.! Gamalt máltæki segir: Aumur er öfundslaus maður.En ég er einhvernvegin þannig að ef einhver annar hefur það gott, og lífið virðist leika við hann ,þá er ég glöð.En ég veit þó hitt að undir niðri er kanski  einhver sorg, sem aðrir ekki sjá. Við erum örugglega öll að bera okkur vel.En lífið gengur sinn vana gang, og ef heilsan og efnahagurinn er í góðu málum gengur allt miklu betur,það vitum við.Annað er basl.

Ég er að fjalla um þetta mál núna vegna þess að í Síraks bók Biblíunnar er margt fróðlegt , en líka

gott veganesti  á lífs göngunni.Þar segir : Bölvaður er sá sem talar tungum tveim,friði margra hefur hann spillt. Það eru bara svo margar góðar ábendingar í þessari bók, og ég kvet fólk til að kynna sér Síraks bók.Eigum við ekki bara að gleðjast með örum,samfagna þeim  ef vel gengur  og blessa .

Og syna vináttu og góðvild, þegar á reynir? Biblían segir,að við eigum að gera öllum mönnum gott!

 

                 Var ég nokkuð búin að kvetja þig til að brosa?

                            Kv. Halldóra.


Lífið er áskorun.

Góðan dag gott fólk!

Í dag ætla ég að kvetja okkur öll til þess að horfa á okkur sjálf, sem einstök eintök af sköpun Guðs.

Höfum það hugfast að við erum hönnuð á teikniborði Drottins.Bein mín voru þér eigi hulin er ég var

gjörður í leyni, segir í hinni helgu bók.Hvað sem okkur finnst um okkur sjálf ,þá er það alveg áræðanlegt að  við erum elskuð af skaparanum. Kanski hefur lifið verið þér erfitt, þú ert kanski markaður af áföllum lífsins.Þá vil ég benda þér á það sem Biblían segir að við eigum að taka framförum.

Mér finnst það snilld að bók bókanna skuli hafa þessa kvatningu að taka en meiri framförum(1.þess.4:1) Lífið er oft hart,en það jákvæða er, að það er líka áskorun .Sjálf hugsa ég hvern dag, sem áskorun.Áskorun um að gera betur og vera betri manneskja,Drottni Guði til sóma.Oft mistekst mér, en ég geri bara betur næst. En vitið þið það ,að mér finnst lífið skemtilegt!!! Þú

hugsar kanski,þessi veit ekkert hvað lífið er.En ég veit sitthvað, lífið hefur krambúllerað mig mjög.

En gleði trúarinnar er mitt merki.Verið glaðir vegna samfélagsins við Drottinn, segir Biblían, og þessi frábæra bók lætur ekki staðar numið,heldur ítrekar boðskapinn og segir: Ég segi aftur verið glaðir!

Ef þú biður Drottinn Guð að koma inn í þitt líf með friðinn sinn og gleði sína,mun verða breyting innra með þér. Við verðum glaðari og jákvæðari manneskjur.

Þetta voru fróðleiks molarnir mínir í dag.

         Brostu það kostar ekkert, brostu það sakar ekki!

                                  Kv. Halldóra.

 


Nektar mynd af Frönsku forseta frúnni.

Heil og sæl!

Það er sem ég segi, að í upphafi skal endinn skoða.Og það sem alvarlegra er, að við eigum bara eitt mannorð.Og verði maður fyrir einhverjum hnekkjum getur það orðið dyrkeypt.Í þessu tilfelli situr hún

fyrir nakin,en gáir ekki að framtíðinni, að það gæti komið sér illa að hafa gert þetta.Jafnvel þó að hún hafi selt sig dyrt.Peningar og frægð eru ekki allt.Mannorðið er viðkvæmt, og erfitt getur verið að hreinsa það.Þessvegna,elsku vinir farið vel með mannorðið ykkar!  Það er alveg til í dæminu að við gætum komist í sviðsljósið, en þá er hætt við að fjölmiðlar grafi djúpt.

Gott mannorð er gulli betra!    Til umhugsunar!!

 

                                           Ykkar Halldóra.
 


Hvernig fagnaðarerindið breiddist út.

Komið þið sæl!

Páskahátíðin er að renna sitt skeið þetta árið, en sigurhátíðin, sem sé upprisu hátíðin  er kraftur

kristninnar.Undanfarið hef ég verið að skoða hvernig fagnaðar erindið færðist yfir Evrópu á dögum Páls postula út frá Biblíulegum skilning.Og það kom bysna margt fróðlegt í ljós, sem ég ætla að deila með þér í dag.

 Koma Páls postula til borgarinnar Þessalóniku markaði tímamót í starfi hans og boðun.Því fagnaðarerindið kom til fólksins eins og ferskur vindblær þegar hann flutti það í borginni Þessalóniku og Filippí.Svo var það að nótt eina byrtist honum syn, sem gaf til kynna að hann skyldi halda til Makkedóníu.ferðin þangað markaði þáttaskyl í sögu kristninnar, því nyjar lendur opnuðust, og kristin trú var ekki lengur bundin við neina sérstaka álfu, heldur skyldi veröldin öll fá að heyra fagnaðarerindið.Hér var nytt upphaf,hér voru tímamót, boðun fagnaðarerindisins var hafin í Evrópu.

Þessalónika gengdi lykilhlutverki  í útbreiðslu fagnaðarerindisins, vegnagreiðra samgangna.Það var keppikefli hjá Rómverjum að hafa sem besta vegi.því gott vega kerfi gat komið sér vel  þegar flytja þurfti herlið.góðir vegir hlykkjuðust um heimsveldið og voru margir þeirra í þjóðbraut.Aðalgatan í

Þessalóniku var gengdi  lykilhlutverkinu var hluti þessarar miklu þjóðbrautar.

Páll predikaði af krafti og þeir voru margir er snérust til kristinnar trúar fyrir orð hans, og fræðibæpkur telja að  þessi boðunartími Páls hafi ekki verið svo langur.Jafnvel er talið að tíminn hafi verið um þrjár vikur.Kristin boðun þarf ekki að taka  langann tíma uns árangur kemur í ljós, árangur verður  oft með undraverðum hætti á stuttum tíma, oft skjótari en eftir mikla fræðslu, og tímafreka.

En kraftur sjálfs fagnaðarerindisins  flutti það með ógnar hraða um víða veröld.Þessalóniku menn voru nýstígnir upp úr heiðindómi sem þeir voru fæddir í, og höfðu búið við alla tíð.Kristinn söfnuður varð því eins og eyland fyrir þá sem gengu veg helgunarinnar.Hættan á að þetta fólk félli synd fyrir losta og lausung, sem var talsverð á þessum slóðum, og vofði yfir.Þetta þyddi einfaldlega að, ef kristinn maður syndi ekki framför í helgun, var eitthvað bogið við líf hans.Líf kristinns manns átti

að vera óslitin sigurganga til helgunar .Það sem vekur athygli mína er að þetta ágæta fólk lagði sig fram um að lifa kristilegu líferni, því það trúði að það myndi lifa það að Jesús Kristur kæmi aftur hingað á jörð.Sumir tóku þetta svo alvarlega að þeir hættu jafnvel að vinna og gerðu ekkert annað en að stara til himins.Þeir urðu aðhláturs efni  og byrði fyrir söfnuðinn því þeir hyrtu ekki um að framfleyta sér og sínum.Páll hafði í nógu að snúast að leirétta þetta fólk og að bíða efndurkomu Drottins  sé best að hver sinni sínu starfi, afli sér og sínum sómasamlegs viðurværis með heiðri og sóma, og þjóni náunga sínumí kærleika.Að kristin trú ætti fremur að styrkja menn en veikja þá.

Læt þennan fróðleik nægja núna, en minni á að Biblían er spennandi bók!

                             Kveðja til þín frá mér

                                    Halldóra.


Smá upplýsingar um mig

Sæl öll!

Frásaga Biblíunnar um fæðingu frelsarans,líf hans og störf,og svo píslarsagan, eru allt

heimildir sem byggjandi er á.Svo skrifar Jóhannes guðspjallamaðurinn  fyrsta og annað Jóhannesarbréf. Og fyrsta bréf hans hefst á þessum orðum: Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt,það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfðum á, það er orð lífsins . Í bókstaflegum skilningi þá  er það þannig að viðhöfum í þessari bók Biblíunni þetta sama góða efni frá upphafi,það sem við höfum fyrir augum okkar, og það sem við þreyfum á með höndum okkar.

Í stuttu máli  þá höfum við fullkominn aðgang að þessu lifandi orði, og við ættum að notfæra okkur það

teiga í okkur þetta lifandi orð og tileika okkur það.Því að í sumun löndum verður folk að fela trú sína og

má ekki eiga Biblíu.Þetta er orð lífsins og efni hennar gerir okkur bara gott, það brynir okkur líka til

þess að vera heilshugar og sannar manneskjur.Þannig  að Biblían er verð þess að vera lesin.

Þetta get ég sagt því mín er mjög vel lesin og löngu farin ú kápunni.Á reyndar ny útkomnu Biblíuna

en mér þykir bara svo vænt um þessa gömlu,hina les ég líka en ekki eins mikið.Ég kvet til lesturs þessarar góðu bókar.

Smá upplysingar um mig persónulega í dag kl. 16-17 verð ég í  viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni á

útvarpi Sögu, ásamt séra Gísla Jónassyni Breiðholtsklerki.

      Guð gefi ykkur friðsama og gleðilega páska hátíð!

 

                 Kveðja    Halldóra Ásgeirsdóttir.          


Eitt mannorð.

Góðann dag!

Hef verið að velta því fyrir mér  núna síðustu daga, hvað gott mannorð er mikils virði.

Kanski vegna þess að ymsir frammá menn út í hinum stóra heimi, hafa verið að dúlla sér í einu og öðru misjöfnu, sem hefur fellt þá á einu bretti, og mannorðið hefur borið hnekki.Sumir hafa jafnvel ekki borið sitt barr eftir það.Biblían nefnir það á einum stað, eftir því sem ég best veit, hvað mannorðið er dyrmætt.Og segir, betra er gott mannorð en góð ilmolía, sem á nútíma máli þyðir, betra er gott mannorð, en syndarmennska.

Hitt er svo að hafi maður syndgað, er náð Guðs til staðar, en gagnvart mönnum er oftar en ekki

erfitt að hreinsa mannorðið sitt.Við eigum nefnilega bara eitt mannorð! Stundum finnst mér að við hin kristnu munum ekki eftir þessum þætti lífsins, og högum okkur ekki eins og við séum börn konungsins himneska. Kanski hugsar fólk, ja, það sér þetta enginn, eða þetta er allt í lagi.En viljum við særa Drottinn okkar og frelsara? Smá lygi gerir ekkert til  er ein hugsunin, en við þurfum að vera á varðbergi  því óvinurinn reynir allt hvað hann má til að slæva samviskuna. Verum heldur minnug þess að Drottinn þarf á okkur að halda, til að breiða út ljósið hans.Við getum aldrei verið að hálfu leiti í ljósinu ,og að hálfu leiti í myrkrinu. Er ég of harðorð? Ef þér finnst það skaltu opna Biblíuna

og kynna þér allt um náð Drottins, sem er ný á hverjum degi!

 

       Kær kveðja til þín frá mér!

                               Halldóra Ásgeirsdóttir
 


Hafdjúp gleymskunnar.

Góðan dag, og friður sé með ykkur!

Þessi tími sem er núna er í mínum huga mjög sérstakur tími, hvorutveggja það að nú er

vor í lofti, og svo hitt að við kristnir menn fögnum upprisu Jesú Krists á páskadag.Mig

langar aðeins að hugleiða dagana fyrir upprisuna í lífi Jesú.Það var greinilega skammt stórra

hagga á milli í lífi hans.Á Pálma sunnudag, var honum fagnað sem konungi, borðaði kvöldverð með lærisveinunum, þeirrar síðustu,síðan tekinn höndum, síðan færður æðsta prestinum og  sagður dauða sekur og þeir hræktu í andlit Jesú og slóu hann með hnefunum, og en aðrir börðu hann með stöfum.

Svo var ákveðið að krossfesta Jesú.Fyrst klæddu þeir hann í skarlats rauða kápu og fléttuðu þyrnikórónu  og settu á höfuð honum og settu staf í hönd hans.Síðan féllu þessir menn á kné

fyrir honum, sögðu ,Heill þér konungur Gyðinga og þeir hræktu á hann, tóku stafinn af honum og

slógu hann í höfuðið.Síðan eftir þessa hæðnis stund  klæddu þeir hann úr , og hann klæddist sínum fötum og var leiddur út til krossfestingar. 

Þar sem ég sit við tölvuna er mynd af Jesú með þyrnikórónuna, og ég finn svo til með honum, sem

er vinur minn, og skipar öndvegi í lífi mínu. Það er ekki spurt um neitt í þessu ferli hans, nema eitt

og það er að Guð Faðir sá bara þessa einu leið til að forða okkur frá eilífri glötun, að gefa Jesú í dauðann.En dauðinn gat ekki haldið honum! Jesús er sigurvegari lífsins.

Honum má kanski líkja við hlaupara sem þarf að fara ákveðna vegalengd til að komast í mark, og hann átti úthald, fullnaði þetta verk.Fyrir þig! Hann tók allar okkar syndir á sig.Jesús er okkar björgunar maður ! Hver svo sem synd þín hefur verið, þú átt von.Jesús hefur kastað syndum þínum í haf djúp gleymskunnar!

Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, en kvet ykkur  til að opna hina helgu bók og lesa um þetta

einstaka kærleiks verk!

             Með bæn um blessun yfir Íslenska þjóð!

                         Halldóra Ásgeirsdóttir.


Þetta var í huga mínum.

Sælt veri fólkið!

Þegar klukkan hringdi á náttborðinu í morgun, var sagan af honum sakkeusi svo ofarlega í

huga mínum.Kanski var mig að dreyma hann,það er spurning.

EN það voru samt ymsar hugsanir sem komu í hugann þegar ég fór að huleiða betur þessa sögu.

Ég held endilega að þessi ágæti maður hafi verið svolítið sérstakur,og þessvegna ekki fallið

sérlega vel inn í samfélagið.Þó held ég að hann hafi ekki verið neitt yfir máta öðru vísi.Hann

var í góðri vinnu,yfirtollheimtu maður, og auðugur.Ekki er nefnd nein fjölskyla, kanski var hann

líka einmana.Hann var jú óvinsæll.Og látið er að því liggja að hann hafi dregið að sér fé.

Svo var Jesús á ferðinni, og það var væntanlega ákveðin spenna í loftinu,Jesús var að koma.

Sakkeus langaði líka að sjá hver þessi Jesús var.

Það var greinilega ekki bara það að hann væri sérstakur, einmana og kanski þjófur,

sem manni finnst nú eiginlega all stór kross að bera, hann var líka lítill vexti.

Var sjálfs myndin ekki bara í steik? Jú örugglega, því hann þorði ekki að koma og láta fólkið

samborgara sína sjá að hann langaði líka að sjá Jesú.Enda kom vöxturinn í veg fyrir að hann

sæi eð heyrði vel.Hann hljóp á undan öllum og klifraði upp í morberjatré til að hafa yfir syn, er Jesús gengi hjá. Svo kemur Jesús  þarna að  og hann leit upp í tréð og  sagði:Sakkeus flyt þér ofan, í

dag ætla ég að koma í heimsókn til þín.Og hann flytti sér niður og tók á móti Jesú glaður.

Ég sé fyrir mér undrunarsvip fólksins.Hann fer og þyggur boð hjá bersyndugum manni, sagði það.

En Jesús gerir nokkuð óvenjulegt að mati flestra,hann vill vera vinur þeirra sem kanski falla ekki endilega í

þann ramma sem flestir til heyra .Jesús kemur til hjálpar!

Kanski ert þú, góði vinur, að glíma við eitthvað  sem íþyngir þér.Jesús getur breytt böli í blessun,

og gert kringumstæðurnar hjá þér góðar.Það eru góðar kringumstæður, þegar Jesús er hjá þér.

Annað gæti kanski verið erfitt, áhyggjur, veikindi, já, hvað eina.En ef þú hefur Jesús með í för

það breytir kringumstæðunum.Þegar þú hefur lagt málefni þitt fram fyrir Drottinn, skalt hvíla í honum.Jesús mun ekki bregðast þér!

 

                        Vinar kveðja

                                     Halldóra 


Eins og þegar páska egg er opnað.

Komið þið sæl!

Ég er svo glöð því veðrið er svo gott,allt er svo bjart.Ég elska það þegar byrtir og vor-lyktin kemur

í loftið.Það er á þessum tíma árs sem hyllir undir vorið,þó að það geti vissulega komið vetrar harka enþá. Svo eru páskarnir alveg á næsta leiti.Á páskunum gerðist sá einstæði atburður að Jesús dó

á krossinum fyrir þig og mig.Naglarnir sen negldir voru í lófana hans voru vegna syndar mannkynsins,

vegna minna synda.En þetta voru ekki endalokin, Jesús reys upp frá dauðum.Það er svo magnað að hugsa um þetta,því dauðinn gat ekki haldið honum! Við kristnir menn tilheyrum þessum Kristi.

Hinum lifandi.

Þessvegna tek ég undir með sálmi 34: Ég vegsama Drottinn alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.

Ég get bara ekki þagað um þetta , ég bara verð að segja frá þessu.

Eins  og þegar páska egg er opnað er inní því eitthvað gott sem ekki sést fyrirfram, þannig er

það þegar við tökum trúna inn í hjarta okkar,það besta er eftir. Drottinn gengur þér við hlið í öldu róti lífsins.

   Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.

                       Kveðja

                                      HÁ.
 


Óttast að deyja á sviði.

Komið þið blessuð og sæl!

Blessuð stelpan,fær lamandi kvíðaköst, og óttast að deyja á sviði.

Það sem ég sé í þessari stöðu er að hún á engann innri frið, sem gefur henni styrk.

Því við vitum það öll að koma opinberlega fram krefst heilmikils styrks, og úthalds.

Jesús sagði: Minn frið gef ég yður, ekki gef ég eins og heimurinn gefur.Hjarta ykkar skelfist ekki

né hræðist.Hver sá sem á Jesús í sínu hjarta á þennann frið sem breytir öllu.Ég vildi óska þess að

Maddonna kyntist þessum friði! Þá þarf hún heldur ekki að óttast dauðann, því meiri er sá sem er í þeim sem á hann trúa, en sá sem í heiminum er.Og ef Drottinn er okkar hirðir og leiðtogi lífs okkar

göngum við ekki ein lífs veginn. Sjálfur Jesús Kristur er við okkar hlið!

Hallgrímur Pétursson orti:Dauði ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt.

Í Drottins nafni, ég segi, kom þú sæll þá þú villt.

  Friður sé með ykkur öllum!

 

             Halldóra Ásgeirsdóttir.
 


mbl.is Óttast að deyja á sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband