Færsluflokkur: Bloggar
29.10.2013 | 21:49
Gott orð ti þín.
Komið þið sæl!
Um orð Guðs:
Vík ekki frá því ,hvorki til hægri né vinstri,til þess að þér lánist vel allt,sem þú tekur þér fyrir hendur.Eigi skal lögmáls bók þessi víkja úr munni þínum,heldur skalt þú hugleiða hana um daga og nætur,til þess að þú gætir þess að gera allt það sem í henni er ritað ,því að þá munt þú gæfu hljóta á vegum þínum og breyta viturlega.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Guð blessi þig!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2013 | 22:12
Það var ekkert mannrán
Komið þið sæl !
Finn verulega til með þessari litlu stúlku í Grikklandi.Hún greyið litla tilheyrir þannig lagað engum.Og veit ekki sinn uppruna.Og parið sem hefur verið með hana er marg saga.Kannski er það satt sem lögmaðurinn segir að hún hafi verið gefin.Hver veit.Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu öllu saman fyrir þessa fallegu stúlku.En þarna synir það sig að það borgar sig að hafa öll mál á hreinu. Mikilvægast er að þetta mál klárist sem fyrst.
Góðar stundir!
Halldóra
Það var ekkert mannrán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2013 | 14:51
Snjómaðurinn ógurlegi var björn
Sæl verið þið!
Bara smá pæling um nón bil í Garðabæ.Gæti þessi ímyndaði snjómaður ekki verið úlfur,frekar en kynblendingur grábjörns og ísbjörns? Og þetta hár sem búið er að rannsaka ofan í kjölinn,er það ekki bara úr fjallageit? Maður spyr sig? Legg ekki á ykkur að lesa allt það sem kom upp í hugann við lestur þessarar fréttar,svo nú er ég hætt.
Njótið dagsins !
kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Snjómaðurinn ógurlegi var björn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2013 | 10:58
Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara
Góðan dag!
Þessi umræða um flugvöllinn finnst mér alveg frá upphafi vera byggð á sandi. Ég er ekki sérfræðingur um þessi mál,en mér finnst svo lítið vera talaðum flug- öryggismálin í þessu sambandi.Að fara með völlinn upp á Hólmsheiði finnst mér tómt mál að tala um,af ymsum orsökum.Held að sviftivindar og nálægð fjöllin segi manni það að það sé ekki mikið vit í að hafa völlinn þar,fyrir utan hvað langt er á sjúkrahúsin ef um þannig flug er að ræða.Það á líka við um Keflavíkur flugvöllinn.
Borgarstjóri segir það ljóst að flugvöllurinn verði að fara,það sé bara spurning hvert og hvenær.það er mikið í húfi hvað varðar flugvöllinn, og ég vona að það verði ekki anað að neinu,það gæti orðið dýrkeypt.
Ég kvet ráðamenn sem og okkur hin að spenna greypar og biðja Guð um visku inn í öll þau mál sem við stöndum í sem þjóð.Ekki veitir af.
Njótið dagsins og Guð blessi ykkur!
Halldóra.
Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2013 | 22:22
Gálgahrauns málið
Komið þið sæl!
Hvort er betra að fórna hrauninu eða fá nýjan og betri veg?
Það er ekki bæði sleppt og haldið.
Vonandi fer allt vel á endanum!
Bestu kveðjur úr Garðabæ
Lögregla kölluð til að Gálgahrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2013 | 13:33
Úr ljóðabókinni Rósir handa þér.
Heil og sæl!
Set hér inn ljóð eftir Gunnar Hamnoj,úr bókinni Rósir handa þér.
Máttugur Guð!
Hinn sanni máttugi Guð
hefur skapað allt sem í kringum okkur er.
Allt frá minnsta bómi
til fallegra fiðrildanna,
fiskana og allt líf í hafinu,
-dýrin,fuglana
já allt er mótað af höndum Guðs.
Hann er máttugur Guð.
Hann synir sig í krafti kjarnorkunnar,
í sólkerfum alheimsins.
Við getum aðeins
gert okkur það í hugarlund:
Hversu máttugur er Guð!
Við meigum koma til hans
með allt sem íþyngir okkur.
Líkami okkar er sköpun Guðs.
Sérhver maður óháður kynþætti,
og hæfileikum
er besta sem Guð hefur skapað
í þessum heimi.
Þú ert eitt af
meistarastykkjum hans.
Guð blessi þér daginn!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2013 | 17:20
Smá innlegg í umræðuna um Hátíð Vonar.
Góðan dag!
Mér blöskrar öll þessi ljóta umræða um hátíð Vonar.Ég hef nefnilega hlakkað til þessarar hátíðar í marga mánuði! Og ég skyl heldur ekki af hverju fólk er að reyna að koma í veg fyrir að annað fólk fari og njóti þessarar hátíðar.Við hvað er fólk hrætt? Ég veit það vel og hef séð það gerast að þegar einhver gefur Jesú hjarta sitt þá verða umskipti í lífi fólks.Friður hans fer inn í hjarta viðkomandi,og óttinn út.Og ég get ekki séð að það sé slæmt.Svo er annað að Drottinn Guð elskar alla menn, og við erum öll jöfn fyrir honum! Hópurinn sem ræðst á þessa hátíð,segir það ólíðandi að ræðumaður hátíðarinnar hafi tjáð sig um viðkvæm mál er snerta þeirra lífsstíl.Er það ekki bara allt í lagi? Þessi hópur hefur komið því vel á framfri hvað þeim finnst sjálfum.Þó er megin munur á, ræðumaður hátíðarinnar hefurgert það prúðmannlega,en ekki þeir sem leggja til atlögu í þessari ljótu umræðu og árásum.Ég tel að Hátíð Vonar eigi eftir að vera mikil blessun fyrir land okkar og þjóð! ekki meira að sinni.
Rís upp með fjör
og stíg á stokk.
Og streng þess
heit að rjúfa ei flokk.
Unns sigri er náð
og sagan skráð
er sýnir Guð sitt ráð.
Virðingarfyllst
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2013 | 21:21
Fullorðin maður keyrði inn í Austurver.
Komið þið sæl!
Fyrsta sem maður hugsar er "ææ" og gott að hann gekk heill frá þessu óhappi.
En einhvernveginn datt mér í hug fullorðni maðurinn sem keyrði inn í Garðabæ á móti umferðinni á dögunum.Það er kannski full snemmt að hugsa og vona að maður sjálfur hafi vit á að hætta að keyra áður en maður verður ófær um það.
Hinsvegar var málum kannski ekki þannig háttað íþetta sinn,kannski varð bíllinn bremsulaus á versta stað. Maður spyr sig?
Vona bara að vinum mínum í versluninni Basar gangi vel að koma búðinni í samt lag á ný.
Og að lokum,það er vissara að fara með bílabænina áður en maður leggur af stað!
Drottinn veit mér vermd þína
og lát mig minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifreið.
Í Jesú nafni.Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2013 | 21:32
Caritas samþykkt en Lady hafnað
Sælt veri fólkið!
En á ný fær mannanafnanefnd mig til að hugsa og jafnvel brosa.Því ég kom á bóndabæ vestur á fjörðum fyrir nokkrum árum og þar var tík sem bar nafnið Lady,hún var að vísu ekkert lík neinum smala hundi.Hafði verið ræktuð og tekið þátt í keppnum og unnið skyldist mér.Þessi tík var dáldið mikil lady í sér.Þessvegna er nafnið Lady meira svona hunda nafn í mínum huga.Hvað varðar hin nöfnin eins og Addú,þá er þetta örugglega gælu nafn einhverrar stúlku eða konu.Þolly er bara nafnið hennar Þollyar Rósmunds,tónlistarkonu,og maður orðinn vanur því.En Logn er nafn sem foreldrar ættu að hugsa sig betur um áður en þeir gefa dóttur sinni það.Það kallar bara á stríðni.Og það þarf nú enga sérstaka útskyringu á það.
Sjálf er ég talsmaður þess að við gefum börnum okkar falleg og íslensk nöfn,sem börnunum getur alltaf þótt vænt um.Nafnið er jú það sem fylgir okkur alla æfi.
Og svona í lokin,þá kvet ég foreldra til að biðja fyrir börnunm sínum og fela þau í Guðs góðu hendur.
Bestu kveðjur á alla!
Halldóra.
Caritas samþykkt en Lady hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2013 | 11:16
Uppörfun dagsins
Góðan dag!
Sjá,hönd Drottins er ekki svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans ekki svo dauft að hann heyri ekki. Jes.59,1
Biðjið og yður mun gefast!
Í friði og kærleika
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar