Færsluflokkur: Bloggar

Mega ekki gefa tannbursta í skólum

Sælt og blessað veri fólkið!

Það er ekki öll vitleysan eins,segjum við stundum,og hér á það vel við.Að það brjóti gegn barnalögum að gefa vörur til tannheilsu.Dæmalaus vitleysa. Sjálf á ég ekki börn á grunnskóla aldri,en það þarf ekki miklar gáfur til að vita það að það þarf að kenna ungu kynslóðinni að passa upp á tennurnar.Það er líka ekki sjálf gefið að foreldrar vandi sig á þeim vettvangi,þó mig gruni að það sé gert á flestum heimilum.

Karíus og Baktus lifa nefnilega góðu lífi en þann dag í dag! Og þar sem nammi dagar eru kannski alla daga vikunnar þá er þörf á að minna fólk á að þó að tennurnar endurnyji sig einu sinni yfir æfina,gerist það ekki aftur,og það verður að hugsa vel um þessa dyrgripi.

Ef við höfum fallegar tennur  verður brosið en fallegra!Grin

            Brosum og brosum!

                                Nóg í bili!

            Guð blessi okkur öll! 


mbl.is Mega ekki gefa tannbursta í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn dagsins.

Góðan dag!

Bæn:
Almáttugi Guð,sem ríkir á  himni og jörðu,þú hefur sett yfirvöldin til öryggis og varðveislu svo að alþyðan megi njóta friðar.Gef öllum yfirvöldum að minnast þess að þau eiga reikningsskap  að lúka  á stjórn þíns lýðs  fyrir dómstóli þínum.Gef öllum þegnum anda til að biðja stöðugt fyrir yfirvöldunum og vera þeim hlýðnir af hjarta  í öllu því,sem gert verður án þess að brjóta þín boð .En gef öllum þínum játendum hugrekki til að láta heldur líf og eignir en brjóta þín boð .þú mikli Guð munt að lokum veita þeim vegsemd sem vegsemd ber. Amen.

(Úr bænabók frá 1947) 


Hugleiðing á næst síðasta degi ársins.

Heil og sæl!

Hér er gamla bænaversið sem  við kunnum flest:

Vertu nú yfir og allt um kring,

með eilífri blessun þinni.

Sitji Guðs englar saman í hring

sænginni yfir minni.

-----------------------------------

Kvet okkur öll til að kenna börnum okkar þessa bæn

og biðja hana með þeim áður en þau sofna. 

Það er það besta sem við getum gert  fyrir þau sem eru það dyrmætasta sem við eigum.

við þörfnumst líka Drottins Guðs,þessvegna kvet ég okkur öll að spenna greypar fyrir okkur sjálfum  og framtíð barnanna okkar.

                                         Í friði og kærleika

                                            Halldóra. 

 


Spádómarnir fyrir árið 2014.

Komið þið blessuð og sæl!

Þar sem árið er að enda sitt skeið og okkur berast þær fréttir að völvurnar séu farnar að ryna í kúlurnar,þá datt mér í hug að koma með það sem Biblían, Guðs heilaga orð segir. Í spádómsbók Jerimía

29 kafla og 11 versi standa þessi orð: "Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður,segir Drottinn,fyrirætlanir til heilla en ekki óhamingju,að veita yður vonarríka framtíð. 

mitt ráð er að leggja alla hluti í hans hendur,og hann mun vel fyrir sjá!

 

                     Jólakveðja

                                        Halldóra. 


Stutt hugleiðing 20 desember 2013

 Góðan dag!

Núna keppast menn og konur við að undirbúa jólin og gera allt klárt.Sumir leggja meira á sig en aðrir,og taka allt í gegn mála jafnvel.Það er út af fyrir sig gott og gyllt,því þetta eru hlutir sem þarf að gera hvort eð er. Sjálf hef ég þá syn á þessum hlutum að hér er allt snyrtilegt og hreint.En engar stór hreingerningar,ég hef þann háttinn á að gera það frekar á sumrin þegar bjart er, og þá þvæ ég gardínurnar.

Aðventan og jólatíminn finnst mér meira vera tími friðar.Og tónlistin er þá líka einn þáttur í  undirbúningi jólanna. Að baka smákökur og hafa á aðventunni fyrir heimilis fólk finnst mér líka notalegt. Áður fyrr þegar jólasveinninn kom og gaf í skóinn var mikil tilhlökkun eðlilega hjá ungunum mínum,en það sem mér fannst svo gaman að sjá hva þeir voru glaðir með rúsínur  sem voru vafðar í rauða servéttu,eða mandarínu.Þetta var yndislegt,og gleðin ósvikin!

Það er meira virði að vera vinur barnanna sinna og fara út í snjóinn og leika við þau,en mjög dyrar gjafir. Svo líður tíminn svo hratt og börnin verða fullorðið fólk, og það eru dyrmætar perlur að  eiga góðar minningar um bernskuna og bernsku jólin.

Hver árstími hefur sinn sjarma og tíminn líður hratt,og við eldumst.Þessvegna er svo gott að  minna sig á að njóta hlutann og gefa kærleikanum meira pláss,ekki bara á jólum,heldur alltaf!

Best af öllu er að kenna börnunm að þekkja Jesú barnið.Það er veganesti sem  er æfi löng blessun.

Við þekkjum það öll að lífið getur líka verið töff,og reynt á,þá er svo gott að þekkja Friðarhöfðingjann,sem einn getur gefið raunverulegan frið.Notum bænina biðjum!

Biðjum fyrir  börnunum okkar og okkur sjálfum! Minn frið gef ég ykkur,sagði Jesús,ekki gef ég eins og heimurinn gefur.Óttast ekki. 

Sem betur  fer eru gleði stundirnar oftast fleiri en hinar. En í áföllum lífsins er gott að eiga skjól

og besta skjólið og öruggasta er Jesús!

                     Í friði og kærleika Drottins!

                          Halldóra. 


Stutt hugleiðing í desember.

Góðan dag!

Minnstu dásemdaverka hans,þeirra er hann gjörði,tákna hans og refsidóma munns hans. sálm.105,5

Minnstu þess að vera alltaf vakandi gagnvart velgjörðum Drottins,bæði í smáu og stóru og því að hann er en þann dag í dag að gera kraftaverk í þínu lífi    í hinum  hversdagslegustu hlutum.Það styrkir trú og traust á Guði.Og þegar þú mætir erfiðleikum  og átt í vanda  sem þú ræður ekki við gefur það þér hugrekki til að segja sigri hrósandi :Guð gerir kraftaverk. Í þeirri trú muntu verða vitni að nýjum  dásemdarverkum Guðs.

                         Í  kærleika og friði Drottins!

 

                                                  Halldóra. 


Gömul falleg saga.

Gott kvöld!

Langar til að deila með ykkur fallegri sögu sem ég rakst á fyrir stuttu.

Indverjinn Sundar Singh var spurður hvernig hann gæti verið auðmjúkur  þrátt fyrir alla hylli sem hannnyti hvar sem hann færi.Hann svaraði hlæjandi:Þegar Jesús hélt inn í Jerúsalem breiddi  fólkið klæði sín á veginn og stráði blómum til þess að vegsama Drottinn.Jesús reið  á asna sem gekk þá á  klæðunum og blómunum.En hefði ekki verið heimskulegt ef asninn hefði farið aðmiklast af þessu,enda hafði fólkið ekki skreytt veginn hans vegna.

Eins væri það fáránlegt,ef þeir sem kunngjöra nafn Jesú  á meðal fólksins tækju að hreykja sér upp sakir þess heiðurs sem,þeim er syndur einungis vegna Jesú.

Það er einmitt tígn sannkristins manns að vera lítill en eiga mikinn frelsara.

         Njótið aðventunnar kæru vinir og friður sé með heimilum ykkar og í hjörtum ykkar! 

                   Kv. Halldóra.

 

 


Tinna borgar lífgjöfina.

Komið þið sæl gott fólk!

Það eru svona sögur sem gleðja mig þegar ég er að lesa  það sem er hest í fréttum.Fallegar fréttir sem sé.

Það er önnur frétt sem snertir hjarta mitt líka og það er sagan um Góða hirðinn sem við könnumst við úr Biblíusögunum.Hirðirinn sá lagði mikið á sig til að leita að tynda lambinu.Lamb sem skipti hann máli,Því að í hans augum er hver og einn dyrmætur.Tinna þessi dökka kind  hefur örugglega þurft að leggja ymislegt á sig til að verja lambið sitt í kuldanum og jafnvel frá tófu og öðrum rán dyrum.Það hefur góði hirðirinn líka gert fyrir okkur.Hann dó á krossi en reis upp á þriðja degi og lifir ídag.Og Biblían segir okkur að hann sitji á himnum við hlið föðurins og biðji fyrir okkur! Þú átt því leyni vin sem elskar þig og ber þannig umhyggju fyrir þér! Það eru góðar frettir!

    Drottinn blessi þig !

                                            Halldóra. 


mbl.is Tinna borgar lífgjöfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótasta orðið

Komið þið blessuð og sæl þennan laugardaginn!

Þá er það komið á hreint að ljótasta orðið er geirvarta. Ég get svo sem vel fallist á það að þessu líffæri myndi hæfa fallegra nafn,en þó heldur maður að það sé ekkert á förum.Hvað með orðð gardína? Mér finnst það ekkert fallegt og þá er nú orðið gluggatjöld ekkert betra yfir þetta fyrirbæri.Amma var með Hansa gardínur í den í svefnherberginu, og ég á dállítið erfitt með að   finna betra nafn yfir rimlagardínurnar.Og  nota þetta orð oftar en mig grunar. Þó að mig gruni að þessi Hans sem   seldi  þær sé enn á meðal vor. Hvað með eld gömlu orðin Brekán t.d. Kannast menn við það? Eins og málfars sérfræðingurinn í útvarpinu orðaði það  í þá gömlu.

               Njótið dagsins.


mbl.is Geirvarta er ljótasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar í dag

Góðan dag!

Kenn mér Drottinn að biðja.

Hver getur kennt mér að biðja ef ekki þú ,Guð bænarinnar!

Kenn okkur að biðja eins og fólk sem ,sér þig,talar við þig,hlustar á þig ,svarar þér ,já sem fólk  sem skynjar návist þína og hlustar á orð þitt í hlýðni.Amen. (Bænabókin)

 

             Drottinn blessi þér daginn! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband