Ljótasta orðið

Komið þið blessuð og sæl þennan laugardaginn!

Þá er það komið á hreint að ljótasta orðið er geirvarta. Ég get svo sem vel fallist á það að þessu líffæri myndi hæfa fallegra nafn,en þó heldur maður að það sé ekkert á förum.Hvað með orðð gardína? Mér finnst það ekkert fallegt og þá er nú orðið gluggatjöld ekkert betra yfir þetta fyrirbæri.Amma var með Hansa gardínur í den í svefnherberginu, og ég á dállítið erfitt með að   finna betra nafn yfir rimlagardínurnar.Og  nota þetta orð oftar en mig grunar. Þó að mig gruni að þessi Hans sem   seldi  þær sé enn á meðal vor. Hvað með eld gömlu orðin Brekán t.d. Kannast menn við það? Eins og málfars sérfræðingurinn í útvarpinu orðaði það  í þá gömlu.

               Njótið dagsins.


mbl.is Geirvarta er ljótasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því fer fjarri að geirvarta eða brekán séu ljót orð. Mér finnst stundum orð vera verri sem hafa þá náttúru að fylgir einhver óþægindi. Hvað t.d með orðið viðrekstur sem fylgir fremur óviðkunnanleg lykt og þykir ekki við hæfi að láta herast eða finna meðal siðaðs fólks?

Annars finnst mér miður að ekkert af nýyrðum Jónasar Hallgrímssonar komust á blað hvað þá í úrslit. Þannig ver með eitt fegursta orðið ljósvaki sem kemur fram í undursamlegri þýðingu Jónasar á Stjörnufræði eftir danska stjörnufræðinginn Ursin og út kom 1842.

Orðið ljósmóðir er svo sem gott og gilt. Fáir vita af hliðstæðu þess orðs, ljósfaðir. Þess má geta að bóndinn á Saurbæ á Kjalarnesi Eyjólfur Runólfsson (1847-1930) tók á móti tæpum 600 börnum og er það að öllum líkindum einsdæmi. Hann þótti einstaklega nærgætinn við sængurkonur og var hómópati. Hann var ætíð mjög farsæll í sínu starfi og lét byggja kirkjuna í Saurbæ í byrjun 20. aldar eftir að eldri kirkja fauk í aftakaveðri.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.11.2013 kl. 18:33

2 identicon

Ljótasta orðið í þessari frétt finnst mér vera í síðustu setningunni þar sem stendur, vinningshafinn fékk "afhenDa" gamla og niðurnídda hurð. Þessi málvilla finnst mér alltaf vera að verða meira áberandi ítungumálinu okkar .

Ég a.m.k. lærði það í barnaskóla að maður fær hluti afhenTa, þ.e. maður afhendir, mun afhenda og hefur afhent ! 

Jóna (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 20:00

3 identicon

Úbbs, tók ekki eftir orðskrípinu sómaði í fréttinni í staðinn fyrir sæmdi......hehe, hvar læra fréttamenn íslensku í dag ?

Jóna (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband