Færsluflokkur: Bloggar
23.9.2014 | 11:32
Sá þennan í morgun.
Góðan dag!
Á ferð minni í morgun sá ég þennan mikla og skæra regnboga yfir Garðabæ og annan fyrir ofan.En það vissi ég ekki að svona bogar kallast Haggall og Njólubaugur. Hugsaði eins og ég hef oftast hugsað þegar regnboginn byrtist í himninum,fallegt sköpunarverk Guðs!Enda gerði Guð bogann sem sáttmála um að jörðin myndi ekki farast í flóði.Eins og segir í hinni helgu bók.Og Guð sagði:"Þetta er merki sáttmálans,sem ég gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna,sem hjá yður eru,um allar ókomnar aldir:Boga minn set ég í skýin,að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar.Og þegar ég dreg ský saman yfir jörðinni og boginn sést í skyjunum.Þá mun ég minnast sáttmála míns og allra lifandi sálna og aldrei framar skal vatnið verða að flóði til að tortíma öllu holdi.Og boginn skal standa í skyjunum og ég mun horfa á hann til þess að minnast his eilífa sáttmála í öllu holdi sem er á jörðunni." Og Guð sagði við Nóa:Þetta er teikn sáttmálans sem ég hefi gjört milli mín og alls holds,sem er á jörðunni".
Gert í tilefni dagsins!
Guð blessi okkur daginn!
Halldóra Ásgeirsdóttr.
Haggall og njólubaugur á himni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2014 | 21:13
Losað um streituna
Komið þið sæl vinir mínir!
Set hér inn ljóð úr ljóðabókinni Sjáðu með hjartanu eftir Sigurbjörn Þorkelsson.
Losaðu um streituna
sem sál þína þjakar.
Láttu hana úr þér líða
með leiðum sem reynast best.
Beindu sjónum þínum í bæn
til himins.
Þangað sem svörin er að finna
og friðurinn fæst.
Guð gefi ykkur frið!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2014 | 17:17
Leki á Landsspítala.
Góðan dag!
Fyrst af öllu er þetta sorgleg frétt.Við viljum jú öll hafa spítalann í góðu lagi.En þetta er gamalt vandamál,man fyrir um þrjátíu árum þegar ég vann einmitt undur þessu lekandi þaki og vatnið lak inn á græjurnar í vaktherbergi þar sem ég vann.Okkur konunum þótti ekki gaman að fá bleituna af þessu þaki,ofan á vinnuaðstöðuna sem var mjög mikilvæg.það var þá þessi hrip leki dúkur sem olli þessu.Og hann er greinilega á þessu þaki enþá.Já og hefur verið frá upphafi.Mér er bara efst í huga að þessu ástandi linni.Og að hægt verði að gera við það sem þarf að gera.Ætla samt ekki að telja það upp hér.Bið Guð að koma með lausn inn í þessi mikilvægu mál starfsfólks og sjúklinganna vegna.
Pikkað inn á sunnudags eftirmiðdegi.
Njótið dagsins
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Leki á Landspítala óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2014 | 23:18
Þetta muna flestir.
Komið þið öll blessuð og sæl!
Það er ein minning sem mjög margir eiga úr æsku,þegar mamma signdi okkur þegar við fórum í hrein nærföt.
Í nafni Guðs Föður Sonar og Heilags Anda.
Sumar mömmur bætu við þessari fögru bæn:
Guð minn góður komi til þín
og varðveiti þig á sálu og lífi
í Jesú nafni. Amen.
kvet mömmur og aðra uppalendur til að halda áfram þessum þessum fallega og áhrifaríka sið.
Hvað er betra en að fela barnið sitt í Guðs hendur?
Guð blessi okkur öll!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2014 | 10:32
Hugvekja inn í daginn.
Góðan dag gott fólk!
Á hverjum degi fel ég mig og mitt hús í Drottins hendur,vil hafa hann með í för!
Hér er vísa sem ég lærði fyrir mörgum árum,eftir Hallgrím Pétursson.
Verkin mín Drottinn
þóknist þér.
Þau láttu all vel takast mér,
ávaxtasöm sé iðja mín.
Yfir mér hvíli blessun þín.
Drottinn blessi okkur daginn í Jesú nafni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2014 | 14:08
Alvarlegur kynjahalli í kirkjunni
Sælog blessuð öll!
það er kannski að bera í bakka fullann lækinn að ég tjái mig aðeins um þessi mál,bara strípaður leikmaðurinn.
En einhverrra hluta vegna finnst mér mest um vert að prestar séu boðberar trúarinnar.Kirkjan þarf á öflugu fólki að halda,sem heldur uppi merkjum Kristninnar.við mennirnir erum misjöfn Og sumum finnst gott að leita til karlkyns presta meðan öðrum finnst betra að leita til kvenna.Veit að konur og karlar geta vel valdið þessu embætti.Og margar góðar konur eru þar mitt á meðal.Vona að það komi margir til starfa í kirkjunni á næstu árum ,því þeir sem eru þjónandi prestar í dag eru flestir komnir yfir fertugt.Guðs ríkið þarf konur og karla til að vinna á akrinum,án þeirra er ekkert starf.Kvet íslensku kirkjuna til dáða! Og bið Guð að blessa það starf sem er og starfs fólkið allt!
Guð blessi daginn!
Halldóra .
Alvarlegur kynjahalli í kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2014 | 13:28
Vangaveltur á annan dag páska
góðan dag og gleðilega páska!
Í huga mínum hefur hljómað auglysing sem byrtist í sjónvarpinu kvöld eftir kvöld,en þar segir,góður staður til að vera á.Þarna auglysir síma fyrirtæki,með þessum orðum.Mér finnst það nú ekki mjög góður staður til að vera á,að hanga í símanum! Við þurfum öll frið og ró,og það er eftirsóknan vert að finna frið og ró,ekki bara í umhverfinu heldur líka innri frið!
Það eru nokkrar leiðir til að upplifa þennan gefandi frið,sumir fara út að ganga,ég er ein af þeim sem finnst það gott,aðrir klífa fjöll eða fara á skíði.Tónlist getur líka verið mikill gleðigjafi,og nærandi.Svo er það trúin,hún er einn áhrifamesta og kannski í sumum tilfellum vanmetin leið friðar í sálinni.Meistarinn sjáfur sagði:"Minn frið gef ég yður,ekki gef ég eins og heimurinn gefur" sem þeir sem hafa upplifað vita að er einstakur friður.
Ég skora á fólk að gefa trúnni séns,það sakar ekki.En ég myndi halda að sá sem gerir það af öllu hjarta
vilji ekki sleppa trúnni á Drottinn Guð.Það er leið sem vert er að fara!
Guð gefi ykkur góðan dag og frið í huga og hjarta!
Kv. Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2014 | 13:45
Kirkjuhurðin líklega ónýt
Komið þið sæl!
Nú er heilög hátíð okkar kristinna manna. Á skírdagskvöld var heilög kvöldmáltíð,þar sem Kristur neitti matar með vinum sínum og lærisveinum,á föstudaginn langa hékk Kristur á krossinum og dó fyrir syndir mannanna.En á páskadagsmorgun reis hann upp frá dauðum,því dauðinn gat ekki haldið honum! Og mér kom í hug versin í heilagri ritningu í sálmi 24 Þér hlið,lyftið höfðum yðar,hefjið yður þér öldnu dyr,að konungur dyrðarinnar megi inn ganga.Hver er þessi konungur dyrðarinnar?Það er Drottinn,hin volduga hetja,Drottinn bardaga hetjan.þér hlið,lyftið höfðum yðar,hefjið yður,öldnu dyr,að konungur dyrðarinnar megi inn ganga.Hver er þessi konungur dýrðarinnar?Drottinn hersveitanna,hann er konungur dyrðarinnar.
Fyrir mér er það að ganga í kirkju heilög athöfn,því ég er að fara til fundar við fólk sem eins og ég viljum mæta Drottni Guði á sérstakan hátt í húsi hans.
Sá sem framdi þetta skemmdarverk á húsi Guðs,stóð við þessar heilögu dyr,en gerði sér væntanlega ekki grein fyrir því að augu Drottinns fylgdust með.En Drottinn elskar alla menn,hann hefur dáið fyrir syndir allra manna.Og þráir að gefa öllum mönnum hlutdeild í þessari fyrirgefningu.
Ég bið Akureyrar kirkju blessunar í öllu starfi safnaðarins.Og mættu margir koma inn um þessar kirkju dyr!
Guð gefi okkur öllum gleðilega hátíð!
halldóra Ásgeirsdóttir.
Kirkjuhurðin líklega ónýt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2014 | 17:22
Allir verða að vera klipptir eins og Kim
Blessuð og sæl öll!
Ekki er öll vitleysan eins,þó hún sé svipuð.Og ætla sér að stjórna þessu í lífi fólks synir bara hversu ruglaður þessi ungi maður er.Manni synist líka mennirnir á myndinni finnist þetta skrítið.við vitum að ungu menirnir í landinu munu ekki ganga að þessu hljóðalaust.Við erum sköpuð til þess að vera frjáls,og þetta er
nú ekki það sem fólkið vill.En það er örugglega ymislegt annað sem fólkið í landinu þarf að láta ganga yfir sig, og eru dutlungar þessa einræðis herra.
það sem þessi þjóð þarf er að heyra söguna um Jesú.Hann er hjálparinn og Lausnarinn!
Njótið dagsins!
Halldóra.
Allir verða að klippa sig eins og Kim Jong-un | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2014 | 22:47
Hin tóma gröf.
Hin tóma gröf.
Veistu
að það voru englar
sem veltu steininum forðum
frá hinni dularfullu
austurlensku gröf.
Það var ekki svo Jesús kæmist út
heldur til að við sæjum inn.
Gröfin var tóm.
Og veistu,
að þú getur fengið þessa sömu engla
í lið með þér,
til að vaka yfir þér
og leiða þig,
vegna þess sem gerðist
inni í gröfinni.
Jesú var uppvakinn frá dauðum.
Hann lifir
og þú munt lifa!
Ef þú villt.
Höfundur: Sigurbjörn Þorkelsson,úr bókinni Í fylgd frelsarans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar