Færsluflokkur: Bloggar

Um Hjálpræðisherinn.

Gott kvöld.

Var að lesa grein um að Hjálpræðishernum hefði verið synjað um að fá fellt niður lóða gjald að nýja staðnum þeirra.það er sorglegt.Herinn hefur sinnt líknar og hjálpar starfi  allar götur frá því að hann hóf starf hér á landi.En það er með starf hans að það er starf hins hljóðláta.

Sjálf kom ég endrum og sinnum á samkomur með ömmu minni þegar ég var krakki.sérlega lifandi og skemmtilegar samkomur hjá þeim þó það væri kannski ekki troðfullur salurinn.En ég sá þeirra miklu kærleiks þjónust við þá sem minna mega sín.það var líka alltaf mikil stemning þegar þau voru með samkomur á Lækjartorgi.Svo fallegur söngur og vitnisburðurinn frábær.

En nú reynir á hjá þessu mæta fólki. Ég bið starfsfólki hersins blessunar Guðs og óska þeim  farsældar og megi Guð leysa þessi mál á sinn undraverðan hátt.

      Með friðar kveðju 

          Halldóra.


Afhverju lygur fólk?

Heil og sæl gott fólk!

Þessi fyrirsögn hefur leitað á mig undanfarna daga,af því að fyrir nokkru hitti ég konu sem sagði mér ósatt.til þess að geta upphafið sig notaði hún lygina.Það var alger óþarfi,því mér fannst hún ekkert þurfa þess.En mér skyldist á henni að hún vildi gera ákveðna hluti sem mér var alveg sama um.Þessvegna eru skylaboð dagsins það er asnalegt að ljúga. Sjálfur Meistarinn sagði að sannleikurinn gerði menn frjálsa.það eru góð og sönn orð.

           Guð blessi þér daginn lesandi góður.

 

                  Halldóra  Ásgeirsdóttir.


Margt er skrytið í kyrhausnum.

Heil og sæl gott fólk!

meðal frétta í dag er að forseti vor hafi tjáð sig um leiksyningu þjóðleikhússins Djöflaeyjan,og þekktur gagnrynandi gagnrynir Guðna forseta,fyrir að fara goðum orðum um verkið.Gagnrynandanum finnst forsetinn fara út fyrir verksvið sitt. En við erumfrjáls þjóð og hvrjum sem er er leyfilegt að hafa skoðun,líka á leikhúsverkum. Þessi ummæli forsetans verða frekar til þess að ég leggi leið mína í Þjóðleikhúsið,þannig er nú það.Hinsvegar þekkjum við flest þessa sögu,búin að lesa hana og sjá í bíó. En hvað um það,mér finnst bara ekkert að því að forsetinn tjái sig að þessu leiti.hitt er bara svolítið klént.

Eigið bara frábærann dag kæra fólk.

  Með kveðju

            Halldóra

 


Þankar konu við eldhúsborðið

Góðan dag!

það er allskonar í  gangi í þjóðlífs umræðunni,og manni er  færðar allskonar fréttir af fólki.Og margir hafa allskonar skoðanir,og fara oft mikinn.Nú er umræðan um Sigmund Davíð og saumað að honum eins og ég veit ekki hvað.Samt á hann marga fylgjendur,sem telja hann góðan stjórnmálamann. Sjálf er ég sama sinnis,held að hann sé góður stjórmálamaður og leiðtogi.En fólk horfir á skakka mynd af honum,horfir bara á að þau hjón séu efnuð.Guð hefur bara verið sérstaklega góður og örlátur við þau. Ekki er ég  í framsóknarflokknum,reyndar óflokksbundin.En mér finnst Sigmundur Davíð góður stjórnmálamaður.Og óska honum góðs gengis.

Fólk er allskonar

fallegt og feitt

magurt og smart

Dökkt eða ljóst

í allskonar 

mislitum 

fötum.

það má.

       kveðja úr eldhúsinu á torginu

              Halldora.

 


Losað um streituna.

Góðan dag!

hér er frábær leið til að losna við streituna.Ljóð eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Losnaðu við streituna

sem sál þína þjakar.

Láttu hana úr þér líða

með leiðum sem reynast best.

Beindu sjónum þínum í bæn

til himins.

þangað sem svörin er að finna

og friðurinn fæst.   

 Úr bókinni Sjáðu með hjartanu.

 

     Njótið dagsins með gleði

 

                     Halldóra Ásgeirsdóttir.

 

 


117

Heil og sæl öll!

Það vita það kannski ekki allir að sálmur 117 í Biblíunni er ekki langur,raunar bara tvö vers.Læt hann fljóta með hér í þessari færslu:

Lofið Drottinn allar þjóðir

vegsamið hann allir lyðir

því að miskunn hans er voldug 

yfir oss

og trúfesti Drottins varir að eilífu.

Hallelúja.

 

     Verum góð við hvert annað,og ég mæli með að við gerum eitthvað fallegt fyrir fólkið okkar t.d poppa eða baka brúna tertu.Já eða bara sitja og haldast í hendur!

Datt þetta í hug þegar ég las þennan sálm um miskunn Guðs!

            Halldóra Ásgeirsdóttir.


Hvar byr Guð?

Gott kvöld!

Saga er sögð af helgum manni sem boðinn var til lærðra manna og spurði upp úr eins manns hljóði: Hvar byr Guð? Þeir hlógu og sögðu:Hvernig spyrðu? Er ekki veröldin full af dýrð Guðs?

En hann svaraði sjálfum sér: Guð býr þar sem honum er boðið inn.

Úr bókinni Fleiri orð í gleði eftir séra Karl Sigurbjörnsson

Guð blessi þig lesandi hvar sem þú ert!

 

         Halldóra Ásgeirsdóttir.


Pokémon æðið

kæru lesendur!  það leggst einhvern vegin illa í mig þetta pókemon æði.Held nefnilega að þetta geti gert fólk að net fíklum,kannski má finna eitthvað gott í þessum leik.En þó held ég að fólk og þá kannski sér í lagi börn og unglingar geti ánetjast þessu.Og ef ég skil þetta rétt þá er fíkúrunni plantað á ólíklegustu stöðum jafnvel þar sem fólk getur farið sér að voða.Þessvegna þurfa foreldrar að fylgjast vel með sínum börnum og leiðbeina þeim. Hef samt það gamla viðhorf að það sé hollara að hjóla og hlaupa og hreyfa sig en að hlaupa með símann og vera upptekinn að elta þessa fíkúrunni.En hvað veit ég ?

 

    Njótið sumarsins og verið guði falin!

 

            Halldóra Ásgeirsdóttir.

 

 

 


mbl.is Svona verður þú góður Pokémon-þjálfari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin takmörk

Góðan dag! 

Set hér inn ljóð úr ljóðabókinni Sjáðu með hjartanu eftir Sigurbjörn Þorkelsson

ENGIN TAKMÖRK

Framrás kærleika Guðs 

verða engin takmörk sett,

þrátt fyrir einbeitt

og stöðug vindhögg

í þá veru

frá þeim sem hann ekki þola.

Því hann er eins og ilmur  sem smygur

inn

og fyllir hjörtun himnesku súrefni.


Eins og að hafa orðið fyrir lest

Heil og sæl öll!  ég hef eins og flestir landsmenn fylgst með þessum björgunar störfum hjálpar sveitanna,og ég verð að segja það að mér finnst þeir hetjur.Að ganga til þessara starfa sem  krefst allrar þessarar fagmennsku er ekkert smá.Og allur sá tími sem fórnað er bæði í æfingar og frá fjölskyldu og vinnu.Þeir ættu að fá fálka orðuna! vinnuaðstaðan í þessu tilfelli  sérlega erfið svo ekki sé meira sagt.Öll þið sem gangið til slíkra starfa eruð í mínum huga hetjur.Megi englar himinsins vaka yfir ykkur er þið gangið til slíkra starfa.Verð bara að koma því frá mér hvað þið eruð miklar hetjur.Takk fyrir að vera til staðar!

 

Guð gefi okkur góða nótt.


mbl.is Eins og að hafa orðið fyrir lest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband