Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2016 | 23:44
Er trú í tísku?
Gott kvöld!
Að gefnu tilefni þar sem rætt hefur verið um trú,og trú leysi,og fullyrt að trú á Guð sé hverfandi.Langar mig til að leggja orð í belg.Sjálf á ég lifandi trú á Drottinn Guð skapara himins og jarðar,og son hans Jesú Krrist.Fram á þennan dag hefur það verið styrkur minn í ólgu sjó lífsins að hafa átt trúna og getað leytað til hans í bæn.Og þegar ég sny huga mínum í bæn til hans þá kemur alltaf svo mikill friður.Biblían kallar það frið sem er æðri öllum skylningi.Að fá að leggja mig sjálfa og það sem byr í huga mínum fram fyrir Guð og biðja hann að vera með mér í öllum kringumstæðum lífsins,er mér dyrmætt og mikil blessun.Og ég finn það í daglega lífinu hvað það gefur mikinn styrk.
Skoðana könnun sem gerð var fullyrti að þeim fækkar sem eiga slíka trú. Sjálf held ég að miklu fleiri eigi trú á Guð,biðji bænir eins og Faðir vor og bænavers.En það hefur verið feimnis mál mörgum að játa sina trú opinberlega,eins og mér er eðlilegt að gera.Kannski er það bara það að við höfum verið talsvert lokuð þjóð,og ekket verið að flýka svona persónulegum málum.Það fólk sem ég hef umgengist gegnum tíðina,hefur tilheyrt þessari kristnu trú á Drottinn Guð.og ég minnist þess á unglingsárum mínum hvað margir unglingar sóttu starf KFUM ogKFUK og KSS (Kristleg skólasamtök)
Og ég veit að það sem kennt var þar hefur sest að í hjarta þessa fólks.Ég veit líka til þess að fólk sem átti svona lifandi trú,á þessum árum féll frá eða ræktaði ekki með sér trúna,en hefur svo snúið við a þeirri leið og gengur nú götu trúarinnar.
Þessvegna tel ég fleiri eiga trú þó þeir vilji ekki tjá sig um það.
Svo má geta þess að mér fannst þessi skoðana könnun frekar einhlíða.
Ég gæti alveg farið út í Biblíuleg rök fyrir því hvað trúin er mikið haldreypi í lífsins ólgu sjó.En læt það vera að sinni.
Guð gefi ykkur gott kvöld og ljúfan svef.
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2015 | 11:17
Lyf sem hægja á öldrun
Góðan dag!
Mér fannst þetta mjög skrítin frétt,en svo þegar ég las að fólk gæti átt betra líf á efri árum ef þetta lyf kemst á markað og orðið jafnvel 120 ára hljómaði það bara vel. Þá kom upp í hugann það sem Davíð konungur sagði í Davíðssálmunum:Þegar ég horfi á himininn verk handa þinna,tunglið og stjörnurnar,sem þú settir þar,hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess? Þú gerðir hann litlu minni en Guð,kryndir hann hátígn og heiðri,lést hann ríkja yfir handaverkum þínum,lagðir allt að fótum hans.Davíssálmur 8:4-7
Maðurinn er sem se svo fullkomin sköpun að hann er litlu minni en Guð!
En þessi helga bók Biblían segir okkur líka að æfidagar okkar séu ákveðnir og alir skráðir í bók Drottins.Sem er svo gott að vita,því allt er í hendi Drottins Guðs.
Áskorun mín er:Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.
Í kærleika og friði
Halldóra.
Lyf sem hægir á öldrun í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2015 | 08:56
Hugvekja dagsins
Góðann og blessaðann daginn!
Langi þig að kynnast Guði betur sem Föðurnum á himnum sem veldur þér aldrei vonbrigðum heldur gefur þér ætíð gjafir sínar í kærleika ,skaltu varast að valda honum vonbrigðum með því að efna ekki það sem þú hefur lofað honum.Guð gefur sig þeim sem fullkommlega sem gefast honum.
(Úr bókinni Dýrmætara en Gull)
Guð gefi þér blessaðann dag!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 14:24
Hvaðan er hún Nína?
Komið þið blessuð og sæl!
það þarf ekki mörg orð um svona "frétt" annað en að hún sker hjarta manns inn að beini.En á sama tíma er hún gleðileg af því að hún fannst,og er vonandi í góðum höndum.Óskandi að fólkið hennar finnist,en ef það gerist ekki þá bið ég og vona að hún eignist hjarta hlýja fjölskyldu,sem getur gefið henni gott líf.
Kvet okkur hin sem búum við öryggi að vera þakklát fyrir lífið sem okkur var gefið og fyrir allar gjafir Guðs.
Biðjum fyrir flóttafólkinu sem við sjáum myndir af og fyrir þeim sem fara sjóleiðina milli landa,jafnvel á bátum sem við myndum ekki fara í.Biðjum fyrir þeim sem eru að vinna og hjálpa til við björgunar störf,þau hafa lagt mikið á sig og eru orðin mjög þreytt.
Bænin er lækning,hún mildar erfiðar aðstæður.
Guð blessi okkur þennan dag!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Hvaðan er hún Nína litla? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2015 | 15:52
Barni bjargað úr sjónum
Sæl og blessuð !
Ef þetta snertir ekki hjartað þá veit ég ekki hvað.
Ber virðingu fyrir þeim sem standa vaktina til að hjálpa flóttafólki og vinna myrkranna á milli.
Þau eru hetjur! GUð blessi þau öll!
Verum þakklát fyrir allar þær gjafir sem okkur hafa verið gefnar í þessu lífi!
Halldóra.
Bróðir, hann er á lífi, hann er á lífi! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2015 | 10:52
Alvarlegt ástand á Landsspítalanum
Góðan dag!
Það er bara eitt sem kom mér í hug við lestur þessarar fréttar.
Við verðum öll að toga saman í bæna strenginn og biðja himna föðurinn um lausn og hjálp.
Bæn í Jesú nafni getur breytt kringumstæðunum!
Guð blessi okkur öll á þessum degi.
Bestu kveðjur
Halldóra.
Alvarlegt ástand á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2015 | 12:33
Flugfreyjur í farangurshólfi.
Góðan dag!
Það er víst rétt að sinn er siðurinn í landi hverju.En hér er um öryggismál að ræða.
Allavega vitum við að hér í okkar vestræna heimi eru öryggismál í flugvélunum í góðu lagi.Og vel fylgt eftir.Og þernur og þjónar vel þjálfuð til að takast á við ymsar upp á komur um borð.En þetta,að troða þessum konum upp í farangurshólfin er til há borinar skammar.En það vill til í þessum heims hluta þá eru þessar konur smávaxnari en konur í hinum vestrænaheimi.En þetta er ofbeldi gott fólk!
Og að láta þær vinna í fimmtíu klukkustundir,án hvíldar,ja,ég er bara orðlaus!!
Vonandi farnast þessum flugfélögum vel,og starfsfólkið á alla mína samúð.
Kæra góða fólk! Förum vel hvert með annað! Hvert og eitt okkar er dyrmætt eintak.
Og þið sem eruð með fyrirtæki og manna forráð,uppörfið og þakkið starfsfólkinu fyrir þeirra störf,
og búið til gott og gefandi andrúmsloft,þá líður fólki vel og hlakkar til hvers dags.
Guð blessi ykkur daginn!
Halldóra.
Látnar liggja í farangurshólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2015 | 14:54
Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur.
Góðan dag!
Þetta athæfi að stunda utanvega akstur,er ferlegt fyrir landið,því skaðinn getur verið mikill,eins og við þekkjum.En að vera hér gestkomandi og hamast svona,er athæfi sem mér er ´ómögulegt að skylja.Hvað ætli fólk sé að hugsa,ef það hugsar þá nokkuð.Gott hjá landverði að láta þau hafa hrífurna.
Við skiljum að fólk vilji koma hingað og njóta fegurðarinnar og einstakrar náttúru,en að vilja skemma,er manni óskyljanlegt.
Þetta er skrifað af konu sem er pínu reið yfir dónaskapnum ;)
Njótum dagsins og synum landinu virðingu
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2015 | 11:21
eldfjall sem spúir hatri
Góðan dag gott fólk!
Þetta verður ekki langur pistill hjá mér í dag,
vil bara segja eitt " Ég á ekki til orð yfir þessum ákvörðunum borgarstjórnar Rvík"!
Njótið dagsins og mætti Drottinn Guð skapari himins og jarðar miskunna okkur sem þjóð.
Sólskinskveðjur úr Garðabæ
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Eldfjall sem spúir hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2015 | 22:22
Listaverki stolið í Hallgrímskirkju
Gott kvöld!
Í fyrsta lagi á fólk að muna boðorðið "Þú skalt ekki stela" í öðru lagi er vont að hafa óhreina samvisku! Svo er möguleiki á að einhver hafi verið að taka til,en það er samt óvíst.
En bara gott fólk ,það er best að hafa hreina samvisku.
Njótið kvöldsins með hreina samvisku.
Kv Halldóra Ásgeirsdóttir.
Listaverki stolið úr Hallgrímskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar