Færsluflokkur: Bloggar
30.8.2015 | 20:44
Huggunar orð
Gott kvöld!
Langar að setja hér inn þekkt orð úr hinni helgu bók.
Jesús sagð:" Ég er vegurinn,sannleikurinn og lífið.Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig"
Jóhannesarguðspjall 14:6
Sértu í vanda,í einskonar útaf akstri með líf þitt,komdu þá inn á þennan veg!Jesús er þar og vill rétta þer hönd sína,og vill hjálpa þér til að vera sannleikans megin og gefa lífi þínu tilgang og blessun.
Já gæfa og náð fylgi þér alla æfi daga þína í Drottins nafni!
Kv. Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2015 | 19:21
"Tók á taugarnar að fara niður"
Gott kvöld!
Mikið er þetta gott og fallegt framtak hjá Öryggismiðstöðinni.
Segi bara Húrra fyrir þeim,að gefa þessu fólki tækifæri til að fara upp að Steini.
Sjálf á eg örugglega ekki eftir að fara þangað upp,en ég held að það sé mjög sérstök upplifun.
Ég fer bara léttari göngur hér í nágrenninu. Því ég elska utiveru og hreyfingu.
Kvet fólk til að nota góða veðrið og hreyfa sig,eftir því sem það getur.
Þetta eru bara hugsanir að kvöldi dags.
Guð gefi ykkur gott kvöld!
Halldóra.
Tók á taugarnar að fara niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2015 | 13:22
Flugstjórinn undir áhrifum áfengis
Góðan dag!
Það er bara eitt orð sem mér dettur í hug við að lesa þessa ógeðfelldu frétt,
það er orðið dómgreindarleysi!
Það var nú ekkert fleira sem mér liggur á hjarta :)
Hófdrykkjan ér hálust braut
henni margir þjóna.
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna.
(ÁH)
Góðar stundur!
Halldóra.
Flugstjórinn undir áhrifum áfengis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2015 | 11:13
Hugleiðingar húsmóður í Garðabæ.
Góðan og blessaðan daginn!
Það er vers í Biblíunni sem hefur verið mér hugleikið um tíma,það er í Matteusargðspjalli 4:10
Drottinn Guð þinn skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.
Hafðu enga aðra guði en Drottinn,Guð þinn,því að hann er heilagur og vandlátur og hatar tvídrægan kærleika.Elskaðu hann,þjónaðu honum einum og gefðu honum dyrðina.Hann mun elska þig á móti,eins og þú værir eina manneskjan í heiminum.og blessa þig og störf þín um alla eilífð.
(Dýrmætara en gull)
Góð lesning að morgni dags.
Drottinn blessi þig!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2015 | 16:41
Utanvega akstur náðist á mynd
Góðan dag!
Datt bara í hug orð Biblíunna þegar ég las þessa frétt:
"Það vonda sem ég vil ekki,það gjöri ég, og það góða sem ég vil gjöri ég ekki"
Njótioð dagsins og gerum það sem er fallegt og gott!
Halldóra.
Utanvegaakstur náðist á mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2015 | 14:37
Fólk gerir þarfir sínar í garðinum
Góðan dag!
Vona að þið hafið það gott hvar sem þið eruð!
Verð að segja það að ég er orðin ofboðslega þreytt á þessari umræðu.
En hún er þörf,það er víst.En við erum eyja út í ballarhafi og það þótti það engum tiltökumál þó einhver pissaði úti í móa,en nú eru breyttir tímar,og það eru ekki bara við sem förum um landið,það eru jafnvel fleiri útlendingar sem fara um landð en íslendingar,og þeir gera nr.1 og nr.2 út um allar koppa grundir.
En það tekur tíma að taka á þessum vanda er okkur sagt,en þetta er mál sem verður að taka á núna!
Leiðsögumenn verða bara að passa upp á að rúturnar stoppi hjá kömrunum og syngja lagið skemmtilega um það sem ekki má Þó maður geri ekki neitt,það er alltaf að skamma mann.
Með sólskins kveðju til allra
Halldóra.
Fólk gerir þarfir sínar í garðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2015 | 18:31
Bannað að gera þarfir sínar
Gott kvöld.
Ef fólk ætlar að hegða sér svona í náttúru landsins,verður það til þess að okkur íslendingana langar ekki til að koma og njóta fegurðar landsins.
Hitt er svo annað mál að það þarf að koma upp salernis aðstöðu,og það fleirum en færri.
Það væri ekki skemmtilegt að ganga um þessar perlur í sól og miklum hita og allt angandi af hlandlikt.
Eigið gott og friðsælt kvöld!
Halldóra.
Bannað að gera þarfir sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2015 | 12:03
Gerði enga tilraun til að synda í land
Góðan dag!
í þessari færslu ætla ég ekki að fjalla um þessa ógæfusömu konu.
En mig langar til að þakka þessu fólki sem sinnir löggæslu af ymsu tæi.Allt frá því að losa fólk við geitung í glugga, til verka álíka og þessi frétt segir frá.Ég hef séð lögreglu mann koma rænulausum einstakling til hjálpar og það var gert af miklum kærleika og umhyggju.
Ætla ekki að hafa þennan pistil langan,en bara segja hvað ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki
sem þarf svo að vinna úr sínum upplifunum jafnvel dag eftir dag.
Takk þið sem standið slíkar vaktir meðan við hin drekkum kaffi í ró og næði.
Verum góð við hvert annað - Alltaf!
Halldóra.
Gerði enga tilraun til að synda að landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2015 | 20:17
Hugleiðingar um sumarfrí.
Sæl og blessuð öll!
Sennilega er aðal sumarfrí tíminn núna.En sumarfrí eru allavega,sumir fara til útlanda og finnst ekki frí nema skreppa út,eins og það er gjarnan orðað.Aðrir fara í sumarbústað,sinn eigin eða fá leigt hjá stéttarfélögunum.Svo eru þeir sem eru bara heima,og það er lítil tilbreyting í lífi þeirra önnur en að sofa út á morgnana.Sumir geta bara alls ekki sofið út þó meir megi það.Já það er misjafnt sem mennirnir hafast að!
Mér datt í hug að benda á nokkrar góð ráð til að hafa í huga í sumarfríinu.
Af því sumarfrí eru bara venjulegir dagar,það gæti verið sól allann tímann
og það gæti verið rignng alla dagana.Ef þú ætlar að vera heima og fara lítið
þá mæli ég með að fara út að ganga eða í sund.Hafa reglu á svefninum.Þessir þrír punktar
göngutúr,sund og góður svefn eru mjög mikilvægir.Svo er líka gott ef veður leyfir að sitja úti á svölum eða palli.Okkur vantar meira D vítamín,svo það er þess virði.Svo er það mjög gott fyrir hugann að lesa,fá sér góða bók og njóta lestursins.Og ég bendi á bókasöfnin,notum okkur þau.
Þetta voru bara vangaveltur dagsins. Guð gefi ykkur gott sumarfrí!
Guð blessi okkur öll!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2015 | 12:20
Lúsmýs dreyfir úr sér
Góðan dag!
þetta er nú meiri ófögnuðurinn,það verður ekki annað sagt.
Það hafa stundum komið hingað til lands allskonar eitthvað sem við erum ekki alin upp við að þrífist hér.Um árið var það spánar snígillinn,sem fór hér yfir landið á meira en hraða snígilsins.Kannski þó í mis miklu mæli yfir landið,en sennilegast hefur hann ekki lifað af kuldann,allavega er ekkert talað um hann.Nágranni minn í sumarbústaðnum kom heim frá Spáni það ár sem hann var í hámæli þessi Spánski.Og þar sem ég lá á hnjánum í trjá beði fann ég einn svona spánverja,skoðaði hann og syndist hann vera einhverjir þrír til fjórir sentimetrar þegar hann teigði úr sér.Sá ekki fleiri svona kvikindi og sennilegast hefur hann ekki dafnað einn og sér þarna í Árnessyslunni.Segi þetta nú bara í þeirri von að þessi lúsmús lifi ekki af hreina og kalda loftið okkar.
Mér finnst hræðilegt að hún leggist svona á menn,en við höfum ekki heyrt af því að skepnum hafi orðið meint af. Megi Drottinn Guð heyra bænir okkar og vernda land og lýð fyrir þessum ófögnuði!
Smá innlegg í þessa umræðu héðan af takkaborðinu ;)
Óska okkur öllum blessunar,og mætti fólk njóta fríanna sinna hvar sem þið eruð!
Verum ávallt Guði falin!
Halldóra.
Lúsmý dreifir úr sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar