Hugleiðingar um sumarfrí.

Sæl og blessuð öll!

Sennilega er aðal sumarfrí tíminn núna.En sumarfrí eru allavega,sumir fara til útlanda og finnst ekki frí nema skreppa út,eins og það er gjarnan orðað.Aðrir fara í sumarbústað,sinn eigin eða fá leigt hjá stéttarfélögunum.Svo eru þeir sem eru bara heima,og það er lítil tilbreyting í lífi þeirra önnur en að sofa út á morgnana.Sumir geta bara alls ekki sofið út þó meir megi það.Já það er misjafnt sem mennirnir hafast að!

Mér datt í hug að benda á nokkrar góð ráð til að hafa í huga í sumarfríinu.

Af því sumarfrí eru bara venjulegir dagar,það gæti verið sól allann tímann 

og það gæti verið rignng alla dagana.Ef þú ætlar að vera heima og fara lítið

þá mæli ég með að fara út að ganga eða í sund.Hafa reglu á svefninum.Þessir þrír punktar 

göngutúr,sund og góður svefn eru mjög mikilvægir.Svo er líka gott ef veður leyfir að sitja úti á svölum eða palli.Okkur vantar meira D vítamín,svo það er þess virði.Svo er það mjög gott fyrir hugann að lesa,fá sér góða bók og njóta lestursins.Og ég bendi á bókasöfnin,notum okkur þau.

Þetta voru bara vangaveltur dagsins. Guð gefi ykkur gott sumarfrí!

                Guð blessi okkur öll!

                          Halldóra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 79283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband