Má ég sjá ofan í töskuna?

Heil og sæl mínu kæru vinir !

Í vikunni þurfti ég að fara inn í ákveðna verslun, sem er frekar sérhæfð.

Nema hvað að um leið og ég geng inn pípir þjófavarnakerfið, og ég bara 

yppti  öxlum, gerði mín kaup og ætlaði að borga, sem ég og gerði.Afgreiðslu stúlkan

spurði mig þá hvað ég væri með í veskinu,bara símann og annað tómt seðlaveski.

Hún bað þá um að fá að skoða í það, sem var ekkert mál, enda ekkert í því.Þá biður hún mig um að fá að sjá ofan í lítið hólf með rennilás, sem ég vissi ekki einu sinni um,og ég opna það.Þa segir hún hvar keyptirðu þessa úlpu, spurði hún þá? Ég vað svo hissa að ég sagði, elskan mín þetta er eldgömul kápa

keypt í Dalakofanum í Firði í Hafnarfirði, fyrir mörgum árum.Þarna var farið að renna upp fyrir mér að 

hún væri viss um að ég væri stór glæpon, sem kæmi upp dressuð úr flottustu fata verslunum landsins, inn í verslunina sem hún afgreiðir í og að hún kæmi upp um þessa voðalegu konu.Svo ég  sagði, veistu ég gæti ekki sofið ef ég tæki eitthvað ófrjálsri hendi, ég vil hafa hreint hjarta!

Svo sagði ég,ef það pípir þegar ég fer út, hvað þá? Þá yppti hún öxlum, og ég þakkað fyrir mig og fór út, en það pípti aftur  í kerfinu þegar ég fór. Hvað gat ég gert ? Ég bara brosti og fór.

En á meðan á öllu þessu stóð kom fólk þarna inn, og það pípti hjá því eins og mér, og það fór og það pípti aftur, en hinar afgreiðslu stúlkurnar  fóru ekki svona að.  Svona eftir á er ég bara mjög hissa á þessari afgreiðslu konuWoundering.

Mér líður ekker illa út af þessu, en finnst þetta furðulegt.

Guð veri með ykkur öllum.

          Kærleiks kveðjur Halldóra.


Bloggfærslur 16. október 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband