Hundur bjargar kettlingum

Sæl verið þið!

Mikið er þetta falleg saga. Hundurinn er sagður besti vinur mansins, og hér sannast það að hann er besti vinur kattarins.Hundar eru tryggir og margir mjög vitrir. Sumar tegundir eru þjálfaðar sem blindrahundar, og þeir standa sig vel í slíku.Svo eru sumar tegundir bara notaðir sem keli hundar fyrir húsbændurna,og ég er viss um að það er oft gott að eiga góðan hund,líka af því að þeir kjafta ekki frá.

Mörgum reynist erfitt að treysta öðru fólki en þá er góður hundur örugglega betri en enginn!

Hér á heimilinu eru bara fuglar, samt er svo skrítið hvað manni finnst þó vænt um  þessi dyr,sem gætu örugglega ekki setið yfir köttum:-) eðlilega. En það geta hins vegar hundar,eins og þessi í Ástralíu.

Ég man eftir því hér í gamla daga að það kviknaði í  mólendi í Kópavogi þar sem Smáralind er núna, og í þessum móa átti heiðlóa egg í hreiðri.Og hún yfirgaf hreiðrið ekki heldur brann með! Hvílík ást!

Svo vitið sem Guð gaf dýrunum er nauðalíkt okkar mannanna.Við gerðum allt sem við gætum ef börnin okkar lentu í slíkum aðstæðum.Þessi saga af þessum hundi er falleg og lífgar upp allar fréttir sem okkur berast. Og eftir því sem fréttin hermir þá heilsast kettlingunum bara vel, og hvutti allur að koma til.

   Synum hvert öðru kærleika og hlýju

     Þar til næst Guð veri með ykkur!

                                                     Halldóra.


mbl.is Gætti nýfæddra kettlinga uns hjálpin barst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 79758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband