Lögreglan

Heil og sæl!

Þegar ég var unglingur man ég svo vel hvað maður bar mikla virðingu fyrir lögreglunni.Ég upplifði þá sem þjóna,sem vernda borgarana.Og ég man eftir því sem barn þegar þeir komu í barnaskólann til að kenna umferðarreglurnar.Man hvað mér þótti þeir flottir! Og ég tók boðskapinn þeirra alvarlega.Aldrei að fara yfir götu nema þegar græni karlinn  kemur!

Svo kom þetta tímabil að fólk gerðist löggu hatarar,og því miður hefur það ekkert skánað, heldur versnað.Þetta er hræðilegt og á ekki að eiga sér stað! Mér blöskrar hvernig krakkar geta æst upp einhvern óþokka lyð.Þá er ég að meina það sem gerðist upp við Rauðavatn þegar vörubílstjórar  voru í stræk.Krakkarni hentu eggjum í lög gæslu lyðið.Skóla krakkar að eyða vasapening í egg, til að geta hagað sér á þennann hræðilega hátt. Þetta er þó kanski það minnsta.En þegar þessir blessaðir menn eru orðnir hræddir um líf sitt,þá er nú langt gengið.Það ætti að rass skella alla þá sem koma svona fram  við  lögregluna! Ég beini orðum mínum til foreldra og kvet þá til að kenna börnum sínum virðingu  við alla menn og konur og þá líka við þessa þjóna sem eru að vinna sína vinnu, eins og hver anna.

Ætla mér ekki að fara út í launa umræðu.En bið Guð um að vaka yfir þessum mönnum sem eru að vinna  sína vinnu á nótt sem degi.Og kvet þá til að leggja sig og sína í Guðs hendur. Ég er þakklát lögreglunni fyrir svo margt,m.a. kom lögregla á bílaplanið við húsið mitt og límdi miða í bíl sem hefur staðið mánuðum saman í besta stæðinu.Ég fór bara og þakkaði löggunni fyrir, af því ég vil endilega losna við þennan bíl skrjóð sem hefur staðið þarna allan þennan tíma. Hver annar hefði gert þetta?

Þetta átti bara að vera stutt klausa,en ég gæti sagt svo margt, sleppi því ,og bið ykkur vel að lifa.

Og verið góð við hvert annað!Smile

                                      Halldóra.


mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 79761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband