Jóhann Benediktsson tilkynnir afsögn

Heil og sæl!

Þetta er dapurleg staða,sem upp er komin í þessu mæta embætti.Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Jóhanni, og fundist hann bera góðann þokka, auk þess að vera starfi sínu vaxinn.En fyrst og fremst er illa farið með mikla þekkingu og vel þjálfað fólk á sínu sviði.Ég horfi með skelfingu til þess er nytt og óvant fólk  fer að vinna sömu störf og þessir ágætu menn sem nú hverfa til annarra starfa sinntu.

Ætla svo sem ekkert að telja upp afrek þeirra, en lögregla og tollverðir hafa komið í veg fyrir að eyturlyf  og önnur óáran hafi flætt óhyndrað inn í landið.Reynsla og þekking er dyrmæt.En svona er þetta nú! Þegar ég sá í sjónvarpinu að þeir voru að funda í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, hugsaði ég,það er áræðinlega blessun  sem fylgja mun Jóhanni inn í næstu skref í hans persónulega lífi,að enda þetta  í  húsi Guðs.

Ætla ekki að skjóta á einn eða neinn,en ég tel að hér hafi verið teknar rangar ákvarðanir.

Vona heitt og innilega að það fari að komast ró yfir lögregluna og starf þeirra,því embættið má alls ekki missa virðingu almenings.Við hinir almennu borgarar þurfum að geta reitt okkur á þessa þjóna  að öllu leiti.

 Bið Guð að blessa Jóhann og hans framtíð,sem og lögreglu og tollstjóraembættið á Suðurnesjum.

 Þar til næst  Drottinn blessi ykkur!

                               Halldóra.


mbl.is Jóhann tilkynnti afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 79761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband