Ekki versla í náttfötunum.

Sælt veri fólkið!

Er í sigurvímu,en gef mér þó tíma til að blogga smá.Ég er algjörlega sammála þessum búðareigendum að fólk eigi að koma klætt í föt til þess að versla.Ég var að versla á dögunum og mætti konu í bleikum náttbuxum og í sundskóm.Gat ekki annað en brosað með sjálfri mér.Svo kom ég við í Lyfju um daginn þar mætti ég komu á náttbuxum og bol, og ég hugsaði hún er kanski lasin að ná sér í meðul.

Svo fer ég sjálf hjá mér að fara á stuttermabol í tuttugu tiga hita út í búð. Já þetta er svona misjafnt. En mér þykir heldur ekkert gaman að mæta fólki í náttfötum úti í búð.Held bara að tískan sé alveg snar rugluð! 

Það er samt alveg sama hversu tískan stjórnar fólki, og fólk klæðist ljótum eða huggulegum fatnaði Drottinn spyr ekki um útlitið,hann skoðar hjartað! Og honum finnst vænt um okkur , og vill vera vinur  þinn!

                           Kveðja

                                                  Halldóra.


mbl.is Ekki versla í náttfötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér í alvörunni réttlætanlegt að setja fólki reglur varðandi klæðaburð í verslunum?

Þó fólk fengi ekki að stjórna öðru í sínu lífi, þá skrambinn hafi það, á fólk að fá að fá að ráða hverju það klæðist í sínum eigin frítíma.

Verslanir með dress-code kalla fátt annað yfir sig minni viðskipti og fólk sem lætur fatnað annara trufla sig þarf frekar á hjálp að halda en þeir sem klæða sig eftri eigin höfði.

Með fullri virðingu fyrir þér og þínum skoðunum þá er forræðishyggja af þessu kalíberi einhver argasti dónaskapur sem ég veit. Í sömu færslu og þú talar um að hjartað skipti mestu leyfirðu þér að hnussa yfir ytra útliti fólks. Ég hnussa yfir grunnhyggni þinni.

Ég hef lokið máli mínu.

D. Gunnar (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

D.Gunnar!

Ég skrifaði þessa færslu meira til gamans,svo ég er ekkert að hnusa yfir klæðaburði fólks!

En mér finnst þó samt takmörk fyrir því hvernig tískan ræður för. Mér finnst t.d. ljótt að vera í götóttum buxum, en tískan segir það smart.Tískan er nefnilega soldið öfugsnúin.

En eitt að lokum friður sé með þér!

                                                  Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.1.2010 kl. 12:08

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jesú var alltaf í náttfötum.....Fólk á bara að ráða því sjálft hverju það klæðist. Sé einhverjum misboðið er það hans eða hennar vandamál og þá á ekki að taka tillit til fólks á þann hátt...

Óskar Arnórsson, 31.1.2010 kl. 06:41

5 identicon

Ha ha.   Óskar! Þú hefur frábæran húmor

Hanna (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband