Sat föst í snjóskafli.

Komið þið sæl!

Hugleiðing daagsins er úr Matteusarguðspjalli 25 kafla:

Því að hungraður var ég ,og þér gáfuð mér að eta,þyrstur var ég ,

og þér gáfuð mér að drekka,gestur var ég og þér hystuð mig,nakinn 

og þér klædduð mig,sjúkur og þér vitjuðuð mín,í fangelsi var ég , og þér komuð til mín.

Lífið er oft í svipuðum farvegi og það sem Jesús segir í þessum texta.Við gefum hungruðum 

mat, sendum jafnvel mat og annað í aðrar heimálfur, og þannig förum við að með hinn þyrsta,

gefum honum vatn.Heimilislausum er búinn staður til að búa á,þeim gefin föt, og viðvitjum 

sjúkra,og ef við þekkjum einhvern í fangelsi þá heimsækjum við viðkomandi.Við erum jú

yfirleitt gott fólk.Hjálpsöm og góð.Og Jesús sagði: Hvað sem þér gerið mínum minnstu 

bræðrum það hafið þið gert mér.

Í snjónum í fyrradag festist bíll sonar míns  úti á miðri götu, og við sátum pikk föst.Það leið

ekki löng stund þar til stór jeppi kom og út úr honum maður og unglings piltur sem íttu á bílinn, og hann losnaði. Við þökkuðum þeim sjálfsögðu fyrir,en mér flaug í hug skyldi þetta hafa verið englar?

Þeir nefnilega sögðu ekkert,bara gengu í verkið og fóru. Og hann sonur minn sagði,það er til gott fólk! Það kom mér í hug hvort við  reynumst öðrum vel,hvort við synum kærleika og hjálpsemi þar sem enginn sér? Við ættum í dag að hugleiða það að vera þannig framrétt hönd Drottins Jesú Krists.

   Guð hjálpi okkur til þess!

                                                 Halldóra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

ég lenti í svipuðu atviki um daginn fyrir utan heimilið mitt og tveir nágrannar sem ég þekki ekki neitt hjálpuðu mér án þess að ég þyrfti að biðja um aðstoð að losa bílinn minn úr þessu snjófangelsi - ég þakkaði vel fyrir mig og þeir fóru - ætluðust ekkert til af mér - ég upplifði bara þakklæti - ég hefði aldrei náð bílnum út aleinn - Guð er svo góður - hann sér fyrir öllum þörfum okkar - meira segja þegar kemur að bílnum sem er fastur í snjó

Ragnar Birkir Bjarkarson, 28.2.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk fyrir þetta Ragnar!

Guð er góður það er rétt!

Blessunaróskir til þín og þinna.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.2.2010 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hafðu þökk fyrir þessa góðu ábendingu Halldóra. Okkur ber að hjálpa hvert öðru og líta til okkar minnstu bræðra, því öll erum við ábyrg gagnvart hvert öðru. Allt of oft gleymum við okkur í breyskleikanum og hinni sjálfhverfu hugsun sem er okkur allt of töm. Við eigum að elska hvert annað og hjálpa, því öll erum við "limir á líkama krists". Við eigum aldrei að ganga framhjá þurfandi einstaklingum, hvort sem um er að ræða menn eða dýr, án þess að veita aðstoð.

Jón Ríkharðsson, 28.2.2010 kl. 23:38

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk fyrir þetta kæri blogg vinur!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 1.3.2010 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband