Barni rænt úr barnavagni.

Sæl verið þið!

Þetta er held ég það al versta sem getur gerst í lífinu.Ég hrópa til Guðs frá djúpi hjarta míns að barnið finnist hið fyrsta, og að það skaðist ekkeert hvorki á sál né líkama. Það er einkennilegt hvað svona atvik koma oft fyrir í lífinu,nokkuð sem aldrei ætti að gerast.En svona er vonskan,óvinurinn kemst inn í huga fólks sem framkvæmir hans vilja.við Íslendingar vorum til skamms tíma svo örugg með allt að sumir læst ekki húsum sínum,hvorki um daga né nætur.Ég bjó og starfaði úti á landi fyrir 26 árum  og kynntist þessu þar.En nú er öldin önnur og öllum ráðlagt að læsa vel að sér.Fyrir nokkrum árum sá ég konu læsa húsinu sínu áður en hún fór, og hún setti stórt krossmark yfir hurðina. Ég mæli með því að foreldrar biðji fyrir börnunum sínum og signi þau.Sjálf gerði ég það við mín börn og sjálfa mig.Og geri reyndar en  um leið og ég fer með morgun bænina. Við skulum vera samtaka og skipa okkur í raðir biðjandi fólks og biðja að barnið finnist áður en dagurinn er á enda.

Munum þó alltaf að Drottinn Guð elskar okkur og vill  vera vinur okkar!

     Eitt að lokum þú ert frábær!

                                                  Halldóra.


mbl.is Barni rænt úr barnavagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen, eins og talað út úr mínu hjarta.

kv margrét.

Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:37

2 identicon

Og hvers vegna stoppaði guð ekki þetta barnsrán af...

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:40

3 Smámynd: halkatla

hættu nú þessari neikvæðni dokksi minn!

þetta er flott bloggfærsla 10/10

halkatla, 8.3.2010 kl. 13:50

4 Smámynd: Jóhannes Ólafsson Eyfeld

Barnastuldur og útburður barna hefur tíðkast allt frá því að land var numið hér í Norður-Atlantshafi. Skil ég því ekki hvernig þið guðsprédikarar nennið að kippa ykkur upp við jafn saklausan glæp og mannrán.

Hjá mér vakna spurningar hví enginn hefur tekið upp hanskann fyrir "mannræningjanum", greyið situr nú uppi með slefandi, ósjálfbjarga óvita. Barnið var greinilega, miðað við frásögn þessarar fréttar, tekið í misgripum og þorir "mannræninginn" því ekki að afhenda það foreldrum þar sem hann er nú eftirlýstur hjá jafn ómerkilegri stofnun og Interpol.

-Eyfeld

Jóhannes Ólafsson Eyfeld, 8.3.2010 kl. 14:07

5 identicon

Vá Eyfeld... í alvöru! Það er greinilega bara jafn mikið að í hausnum á þér og þessum manni eða konu úti. Það fer enginn inní garð hjá einbýlishúsi og tekur óvart sofandi barn upp úr vagninum sínum og fer! Tekur ekki barn í misgripum. Já og greyið maðurinn sem er kannski einhver sem ætlar að misnota barnið á einhvern hátt að sitja uppi með slefandi óvita. Verð að segja að þetta hljómar frekar eins og sjálfslýsing hjá þér heldur en lýsing á barninu.

Brynja (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 14:15

6 identicon

Barnið fannst víst á kafi í snjóskafli, það voru lögreglumenn sem björguðu málum, guð kom hvergi nálægt þessu öllu saman... Þó er ég viss um að sumir hér telji að eitthvað bænavæl hafi bjargað þessu

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 14:39

7 Smámynd: Jóhannes Ólafsson Eyfeld

Ég vill lofa starfsmönnum mbl fyrir IP-tölu skráningar, Brynja, þú átt kæru yfir höfði þér fyrir ærumeiðingar.

-Eyfeld

Jóhannes Ólafsson Eyfeld, 8.3.2010 kl. 14:40

8 Smámynd: Jóhannes Ólafsson Eyfeld

Fannst mér gaman að lesa nýja færslu á mbl þar sem greinilega kom í ljós að þetta mál væri byggt á misskilningi.

Finnst mér þó hinn ágæti "mannræningi", miðað við stöðuna sem hann var í, hafa leyst málið á ábyrgðafullan og fordæma góðan hátt.

Hefði hann þó mátt skila barninu af sér á betri hátt, t.d. með því að vefja það klæðum, leggja það í bala og skila þannig aftur í bakgarð einbýlishússins.

Vona ég þó innilega að þetta hafi ekki verið Matthias Ruuska, hálf finnski starfsbróðir minn hjá sápugerðinni SF.

-Eyfeld

Jóhannes Ólafsson Eyfeld, 8.3.2010 kl. 14:52

9 identicon


Víst Eyfeld líst svona ágætlega á barnarán þá væri það heldur broslegt ef eitt af þremur börnum hans hefðu verið numinn en ekki þetta saklausa barn í Finnlandi

Og Doktor E, afhverju ertu að kommenta á síðuna hjá þessari konu þegar eina markmiðið þitt með athugasemdunum er að móðga hana því hún er trúuð. Er ekki nóg að þú sért að þú sért að eyða þínu lífi í þá vitleysu að halda úti síðu um að trúað fólk sé vitlaust, þarftu á meiri athygli að halda og því leggurðu í það að vera með niðrandi athugasemdir á síðum annara vitandi að þær eru ekki velkomnar. Væri ekki nær að slökkva á tölvuni, reyna eignast vini og fara að gera eitthvað að viti?

Stefan (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 17:11

10 Smámynd: Jóhannes Ólafsson Eyfeld

Stefan, lífið er of stutt til að hafa áhyggjur af litlu hlutunum. Ég myndi bara líta á björtu hliðarnar og lofa guði fyrir frið frá mínum óvitum; aldrei nokkurntíman hefði mér dottið í hug að vera að angra lögregluna með jafn ómerkilegu útkalli og vegna mannráns.

Svo ég vitni nú í alkann og atvinnuhálfvitann Megas:

" Þú sem lætur hvunndagsraunirnar

ríða þér á slig.

Ef þú smælar framan í heiminn

þá smælar heimurinn framan í þig "

-Eyfeld

Jóhannes Ólafsson Eyfeld, 8.3.2010 kl. 19:01

11 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Jæja gott fólk!

Nú getum við samglaðst foreldrunum,barnið er fundið.

Þakka  ykkur samt fyrir öll kommentin!

    Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.3.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband