Rithöndin,persónu einkenni.

Sæl og blessuð öll!

Það er víst staðreynd að skriftarkunnáttu ungs fólks fer þverrandi. Hér áður fyrr lærði maður fyrst prentstafi svo þegar maður varð aðeins eldri skrifstafi.Og þá voru sérstakir tímar þar sem maður lærði að nota blekpenna.Sjálfri finnst mér falleg rithönd lysa innri manni að nokkru leiti.Þetta eru svona persónu einkenni,sem skemtilegt er að spá í. Um það leiti sem ég varð gagnfræðingur  var kennd skrift sem kallaðist formskrift, og nemendum stóð til boða ef þeir vildu. Ég fór og lærði þessa skrift, sem er einhverskonar sambland af skrifstöfum og skrautskrift. Og það eru heilu árgangarnir sem nota þessa skrift,allir skrifa eins. Og það finnst mér miður,það vantar persónutöfrana í skriftina. Sjálf nota ég þessa skrifstafi eða lykkjuskrift sem sumir kalla líka,en ég geri greinamun þar á.  Þá tölvan sé góð má ekki glata niðður skriftakennslu í skólum.Einu sinn var talað um lækna skrift,þeir skrifuðu svo illa, að það gat horft til vandræða.Það er önnur saga og ekki til eftirbreytni. Það er líka spurning hvort fólk verði ekki að vera sæmilega vel skrifandi  eins og lesandi til þess að undirrita ymsa pappíra? Það er svo margt gott sem við höfum í þessu lífi,sem má ekki glutra niður.Svona í restina vona ég að þessi dani spá ekki rétt að rithöndin sé smátt og smátt að hverfa.

      Megi þessi dagur færa ykkur allt það besta.

                           Í Guðs friði!

                                        Halldóra.


mbl.is Rithöndin á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég þekki þó nokkuð til í Danmörku, m.a. skriftarkennslu sem ég var mjög ósáttur við á sínum tíma. Þegar þessi Egelund kennir tölvuþróuninni um ljóta skrift er það tómt kjaftæði, því að fyrir um 3 áratugum var hætt að kenna skrautskrift í dönskum grunnskólum og þess í stað kennd sk. ítölsk skrift, sem er forljót: Engar lykkjur og kúrfur, heldur beinar línur með oddhvöss samskeyti. Ekki átti að skrifa punkt yfir i, heldur kommu. Þegar ég kvartaði við einn kennarann, sagði hann að flestir nemendur myndu hvort eð er skrifa svo illa þegar þeir yrðu fullorðnir. Heimskulegri skýringu hef ég aldrei heyrt. Það er álíka og að segja, að fyrst margir unglingar byrji á eiturlyfjaneyzlu, sé rétt að sprauta öll börn með heróíni frá 12 ára aldri, því að þau verði hvort eð er orðin fíklar þegar þau verði orðin stór! Sem sagt, ljót skrift hefur ekkert með tölvunotkun að gera, heldur er ástæðan skortur á almennilegri skriftarkennslu í grunnskólum. Og hananú.

Þegar ég var strákur, þá lærði ég alvöru skrift og þess vegna skrifa ég alltaf fallega skrift og læsilega. Það er allt í lagi að þurfa ekki að skrifa allt í höndunum, maður þekkir svo sem vandamál með skrifkrampa, en manneskja sem aldrei lærir að skrifa með höndunum mun aldrei getað bjargað sér nema vera með eitthvað tæki á sér. Þar fyrir utan er ég viss um að handskrift efli fínmótoríkina mjög mikið.

Vendetta, 15.3.2010 kl. 16:22

2 identicon

Ég er sjálfur óánægður með þá skriftarkennslu sem ég fékk í skóla fyrir um 10 árum síðan, er að verða tvítugur. Okkur var kennd ítölsk skrift sem ég mjög hrá og litlaus skrift og hefur engan stíl eða persónuleika að mínu mati. Ég hef sjálfur þurft að kenna mér að skrifa og horfi þá t.d. til foreldra minna og afa og ömmu þó að það gangi auðvitað hægt að venja sig af einhverju sem maður lærði í mörg ár í skóla.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband