21.3.2010 | 14:56
Á frú Katla von á sér?
Blessuð og sæl!
Við höfum heyrt vísindamenn tala um og spá gosi á þessum slóðum í nokkuð langann tíma. Það synir okkur hvað öll vitneskja um slíkt getur verið góð. Því fólk var ekkert í hræðilegu sjokki,þó auðvitað sé þetta mikið mál fyrir þá sem búa næst Eyjafjallajökli.Síðustu nótt gisti ég á Þingvöllu,var þar í sumarhúsi, og svaf á mínu græna án þess að hafa hugmynd um að nokkuð hefði gerst. Það var ekki fyrr en í hádegis fréttunum á leiðinni í bæinn að ég vissi hvers kyns var.En mig dreymdi bæði ísbirni og björg sem hentust úr fjalli út á þjóðveg. Og í morgunkaffinu orðaði ég þetta við bóndann og sagði,þetta er nú örugglega bara fyrir snjókomu,enda eru ísbirnir hvítir,en gos kemur ekki nema í góðu veðri! En þegar ég sagði þetta voru öll fjöll í fjallahringnum orðin alhvít, og við ekki búin að opna fyrir útvarpið.en nutum bara þagnarinnar og kaffisins,sem er alltaf yndælt. Og svo á heimleiðinni sögðum við,æ þetta er ágætt þá fær maður hvíld frá Icesave í nokkra daga.Svo er nú svo merkilegt með okkur Íslendinga að við höldum alveg ró okkar þó gjósi.Enda vitum við af því að við búum á eldfjallaeyju. Það er líka mikið öryggi að hafa aðgang að þessum frábæru jarðfræðingum sem fylgjast með,líka af því að það er talið að frú Katla eigi von á sér.
Mér kemur í hug orð ú Biblíunni,Þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast- segir miskunnari þinn Drottinn.
![]() |
Þurfum að fylgjast með Kötlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.