13.6.2010 | 16:21
Þúsundir af kríum.
Góðan dag kæru vinir!
Ég er alveg heilluð af farfuglunum sem koma trúfastlega ár eftir ár hingað.Mér finnst Guð hafa gert vel að hafa þetta þannig,þá getum við notið þess að sjá þessa fugla.Ég nyt þess líka í botn að gefa fuglunum epli í garðinum mínum.Þeir háma eplin í sig og hyrða upp ef eitthvað fer út fyrir.Mér finnst það reglulega skemtilegt að fylgjast með þeim,svo koma heilu fjölskyldurnar er líður á og foreldrarnir mata ungana. Á dögunum sáum við haga mús koma sér fyrir í eplaberkinum sem þrestirnir voru búnir að hreinsa úr,henni nægði nú bara annar helmingurinn af eplinu,svo lítil var hún.Og hún kom kvöld eftir kvöld.Svo eplið gerði gagn,sem matur fyrir fuglana og skjól fyrir litla hagamús. Einu sinni fór ég inní kríu varp, og það var nú ekki vel séð af tveimur aðgangs hörðum kríum,hinar nenntu ekkert að vera að standa í því að steypa sér yfir mig.Enda stóð ég stutt við. Má til með að nefna það að ég geng oft meðfram Vífilsstaða læknum hér í Garðabæ, og þar er mikið fulalíf, og oft verður göngutúrinn minn að fuglskoðun.Þar er öll flóran allt frá gæsunum og öndum í lóur,spóa og alla hina fuglana.Í garðinn okkar komu litlir gulir og gráir fuglar og sátu góða stund í trjánum, og við höldum að sé gulltoppur.Gæti haldið áfram með fuglasögur,enda mikil áhuga kona um farfuglana,sem rata fram og til baka ár eftir ár.Og blessuð krían ferðast allra fugla lengst.Ég er alveg heilluð að því hvernig Guð gerði þetta allt svo vel.Og þú lesandi góður ert líka hannaður á teikniborði himinsins!
Með kveðju og blessun!
Halldóra.
Þúsundir af kríum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Halldóra, ég má til að þakka þér fyrir þessi frábæru skrif hjá þér um fuglalífið. Ég fór einu sinni sérstaklega í kríufjöruna sem við köllum fjöru út á Snæfellsnesi hjá Hellissandi nánar tiltekið með krakkana og þvílíkt líf sem við upplifðum þar, það var alveg einstakt. Vekur hlátur í minningunni enn þá hjá okkur. Ég er svona heppin með fuglalíf í umhverfi mínu sem og garðinum og er einmitt þessa dagana að sjá þessar elsku fuglamömmur aga unga sína til, Auðnutittlinga, Skógarþresti og blessuðu Gæsirnar með alla sína unga. Það er sko hægt að gleyma sér í þessu þar er ég sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.6.2010 kl. 21:31
Takk fyrir þessa hlýju kveðju Guðrún!
Kærar þakkir fyrir kommentið.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.6.2010 kl. 22:53
Fuglarnir sem ég hélt að væru gulltoppur er sennilega auðnutittlingur.Leitaði á netinu og sé ekki betur.
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 14.6.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.