23.7.2010 | 13:53
Mikilvægar hugsanir.
Mark.3.13-19
Þessi texti lætur lítið yfir sérí fyrstu.Þessi orð hljóma eins ogupptalning og annað ekki .En þegar betur er að gáð koma þarna fram atriði sem gerir þetta allt svo innihaldsríkt.En þarna er Jesús að kalla lærisveinana til þjónustu.Það segir í textanum að Jesús fór til fjalls og kallaði þá til sín sem hann sjálfur vildi,og þeir komu til hans.Þettasegir okkur að Jesús velur fólk í þjónustur í ríki sínu.Við vitum að Drottinn getur notað alla menn,en það err ekki þar með sagt að allir eigi að vera í sömu þjónustunni.Við vitum að það gengur ekki upp.Í þessari frásögu er okkur sagt að Jesús var að leita að mönnum sem hann gæti sent út að predika,með valdi og rekið út illa anda.Það synir okkur að Jesús er nákvæmur og setur okkur í þjónustur eða á þá staði sem hann vill.Það er greinilegt að hann tekur mið af hæfileikum miðað við þennan texta.En í mörgumöðrum tilfellum kallar Drottinn fólk sem mannlega talað hafði ekki það til að bera sem til þurfti.Skoðum aðeins köllun Móse.Hann sagði nú bara,Æ Drottinn aldrei hef ég málsnjall maður verið,hvorki áður fyrr né síðan þú talaðir við mig þjón þinn,því mér er trekt um málfæri og tungutak. En Drottinn sagði þá við hann Hver gefur manninum málið eða hver gerir manninn mállausann eða daufan eða með sjón eða blindan? Er það ekki ég Drottinn sem gjöri það?Far nú ég skal vera með munni þínum og kenna þér hvað þú skalt mæla.En Móse möglaði og svaraði Æ Drottinn sendu einhvern annan.Þ'a reiddist Drottinn en sagði ,þá er það hann Aron bróðir þinn levítinn.Ég veit að hann er vel máli farinn.Taktu nú eftir hann fer til móts við þig , og er hann sér þig mun hann fagna í hjarta sínu.Takið nú vel eftir hvað Drottinn segir við Móse,þú skalt tala til hans(Arons) og leggja honum orð í munn en ég mun vera með munni þínum og munni hans , og kenna ykkur hvað þið skuluð gera.Hann skal tala fyrir þig til lýðsins og hann skal vera þér sem munnur,en þú skalt vera honum sem Guð.
Mér finnst þetta í raun svo falleg frásaga af því hvernig Guð er.Guð sá eitthvað í Móse sem Móse sá ekki sjálfur sem Drottinn vildi nota .En þá sá Drottinn Guð leið,hann kallað Aron til að standa við hlið Móse.Var ekki einfaldara að kalla einhvern annan sem stamaði ekki og og hafði nægt álit á sér til að vinna þetta verk sem Móse var ætlað? Kannski var það ekki hægt því Egyptalandskonungur fyrirskipaði að myrða ætti öll börn,einmitt þau sem voru fædd á sama tíma og Móse.En við þekkjum það að dóttir Faraós leyndi honum.En Guð greinilega hafði augastað á Móse allt frá frumbernsku.Við munum líka eftir þbí að Drottinn kallaði Pal postula sem þá hét SálHann var á lei nálægt Damaskus þá leyftraði um hann ljós frá himni.Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig,Sál,Sál hví ofsækir þú mig?Og hann segir þá hver ert þú herra?Þá var svarað ,ég er Jesús sem þú ofsækir, og í þrjá daga var hann sjónlaus.En svo varð Páll síðar þessi mikli guðs maður.Og um köllun Jerimía er sagt að Drottinn kallaði hann áður en hann var myndaður í móðurlífi.Ég hef ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna.En Jerimía sagði Æ Herra Drottinn sjá ég kann ekki að tala því ég er en svo ungur.Til að draga þá sögu svolítið saman þá kvatti Drottinn hann til að takast á við þessa þjónustu,og sagði ,þú skalt ekki óttast,það er ég sem sendi þig og ég mun vera með þér!Við gætum skoðað sögu fleir hetja Biblíunnar,en látum þetta nægja í bili.En við að skoða þessar sögur kemur eitt og það sama út að Drottinn ætlaði að fara með þeim.Það átti ekki að skylja þetta fólk eitt eftir.Nei Drottinn lofaði að vera með.Í versunum sem vitnað er til hér að ofan,eru þeir tólf taldir upp.Símon sem hann gaf nafnið Pétur er fyrstur í þessari röð.Það segir svo fallega frá því hvernig Andrés leiddi Pétur bróður sinn til Jesú í Jóhannesarguðspjalli 1 kafla og þar segir ,Hann fór með hann til Jesú! Það segir mér að Andrés átti gott með að leiða fólk til Jesú,en mörgum finnst erfiðast að leiða sína nánustu til trúar.Það er líka til frásaga af Filippusi þar sem hann hittir Jesú og Jesús bauð honum að fylgja sér,og Fillippus fór beint og leitaði Natanael uppi ,sá varekki alveg tilbúin en Filippus sagði ,kom þú og sjá!Svo fóru þeir til Jesú og Jesús ávarpar Natanael ,þá spyr Natanael Jesú hvernig þekkir þú mig?Ég sá þig áður en Filippus kallaði á þig.Þannig eru til litlar og fallegar sögur af sumum þessara manna sem Jesús kallaði til að fara út og predika.Hvað áttu þeir svo að predika? Það var iðrunarboðskapurinn.Gerið iðrun! Himnaríki er nálægt!Læknið sjúka, vekið upp líkþráa, rekið út illa anda.Þannig lysir Matteus guðspjallamaður hvað þeir áttu að gjöra.Og það stendur líka í Matteusarguðspjalli Sjá ég sendi yður eins og lömb á meðal úlfa.Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur. Jakobi og Jóhannesi gaf hann nafnið Þrumusynir Kanski voru predikanir þeirra þannig og kanski lá þeim hátt rómur.Tómas þekkjum við sem efasemdamanninn og Matteus sem tollheimtumanninn, Júdas var sá sem sveik Jesú.Þannig áttu allir þessir menn sér einhverja sögu.En Jesús kallaði þá og valdi eins og hann sjálfur vildi.Og hann fól þeim hlutverk. Og Jesús sá í öllum þessum mönnum ,jafnvel það sem þeir sáu ekki sjálfir.En þann dag í dag kallar Jesús fólk til þjónustu við sig. Okkur líka! Suma setur hann í áberandi starf aðra þar sem þeir sjást ekki og það veit varla nokkur af þessu starfi.En þó skiptir það svo miklu máli.Sjálfri dettur mér í hug hann Epafras sem talað er um í Kólossusbréfinu,Hann er þjónn Krists Jesú og berst jafnan fyrir yður í bænum sínum til þess að þér megið standa stöðugir.Þann vitnisburð gef ég honum að hann leggur mikið á sig,segir Páll postuli. En þann dag í dag er ti svona fólk sem leggur mikið á sig við að biðja. Og ég hef heyrt fólk segja frá því að það þekkti Guð þegar að þau voru börn, en villtust burt frá trúnni og Guði,en gáfust Drottni aftur á einhverjum tímapunkti, og þau sögð hún amma mín bað alltaf fyrir mér.Það er dyrmætt að vita af slíku fólki sem stendur þannig bænavaktina af trúfesti.Sumum kann að finnast bænastarf ómerkilegt,en það er ekki ómerkilegra en það að það er drifkrafturinn að öllu sem lítur að ríki Guðs.
Ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni en vona að þú sjáir hvað Biblían inniheldur frábærar sögur sem við getum heimfært inn í allar aðstæður.Að biðja og eiga bænasamfélag við Guð, og lesa Biblíuna það er málið!
Kæru vinir Guð blessi ykkur öll!
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.