Ekki missa af þessu !

Blessuð og sæl gott fólk!

Mig langar til að nefna það hér,hversu gott það er að eiga innri ró.Og núna á þeim tímum sem við lifum eru margir reiðir og líður illa.Við finnum öll fyrir því að það hefur harnað á dalnum.En ég vil benda á góða leið til þess að öðlast innri frið! Og það sem meira er það kostar ekki krónu! Það sem ég er að tala um er trúin á Jesú Krist. Það hefur kanski ekki verið "inn" að tala mikð um Guð og trúna,og þessvegna hafa svo margir misst af miklu og góðu  lífi,lífi í fullri gnægð.Ég sjálf hef mikla og góða reynslu af því að trúa á Guð og þegið kraft og styrk frá honum.Og það er sá þáttur í lífi mínu sem ég vil ekki missa! Besta leiðin til þess að prófa þessa leið er að setjast niður í ró og næði og biðja Guð um að gefa sér himneskann frið.Þetta hljómar kanski furðulega, en er heilagur sannleikur.Bendi hér með á þessa góðu leið,sem hjálpar.Biddu Guð líka að vera með þér í öllum kringumstæðum  og þú munt finna fyrir því að hann er með þér,enda er hann hjálparinn andinn heilagi,sem heyrir bænir.Ef þú gerir þetta daglega  muntu eins og ég alls ekki vilja sleppa þessu. Fel Drottni vegu þína of treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.

                                       Kærleiks kveðjur úr Garðabæ

                                                     Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo innilega rétt hjá þér það gefur okkur engin þann frið sem Jesús Kristur getur fært okkur. Ég vildi óska þess að þjóðinni gæfist sú náð að mega snúa sér til Hans sem megnar að allt og er fær um að breyta erfiðustu kringumstæðum í sigur.

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

amen - það er Guð sem gefur okkur friðinn - flott grein - takk fyrir góða áminningu

Ragnar Birkir Bjarkarson, 12.10.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband