Köllunin.

Blessuð og sæl kæru vinir!

Í dag langar mig til að gefa ykkur orð úr heilagri ritningu okkur til uppörfunar.Það er tekið úr 2. Tímóteusarbréfi 1: 9 Hann hefur frelsað okkur og kallað heilagri köllun,ekki eftir verkum vorum heldur  eftir sinni eigin ákvörðun og náð sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum.

Er þetta ekki frábær uppörfun fyrir okkur sem viljum vera lærisveinar Drottinns? Að vera kölluð af Drottni Jesú til fylgdar við hann  ekki af því hve frábær við erum heldur eftir hans eigin ákvörðun.Og sú ákvörðun er frá því í upphafi .Það er engin skyndi ákvörðun hans ,þetta er ákvörðun sem hann hefur  búið okkur frá eilífum tímum,sem þyðir um leið og himinn og jörð urðu til ! Þú hefur allann þennan tíma verið til í hjarta og huga Drottins af því að hann elskaði þig  og þráir að vera vinur þinn! Þú skiptir hann máli,Drottinn vill ekki að þú missir af eilífðinni á himnum með honum.Og daglega bíður hann eftir að heyra í þér! Hann vill eiga samfélag við þig, og vera með þér í þínu lífi,uns vegferðinni líkur.Komdu til hans í dag og byrjaðu,  eða endurnýjaðu kynnin við vin þinn Jesú Krist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til að verða lærissveinn drottinn þarftu líka að gera það sem m.a. er sagt í Lúkas 14:26.   Vil ekki vera leiðinlegur við þig, en ef þú lest og kafar ofan í Biblíuna eins og þú segir, hvernig kemstu hjá að sjá svona hluti.

Varðani tilvitnun þína að ofan, þá telur Páll greinilega að Jesú kristur hafi alltaf verið til. (frá eilífum tímum).  Hann hafði ekki hugmynd um einhvern jarðneskan krist og nefnir aldrei neitt úr ævi hans, kraftaverkum né vitnar hann einu orði í hann. Er það ekki skrýtið?  Kannski liggur skýringin í því að hann skrifar þetta nálægt tveimur öldum áður en guðspjöllin verða til í endanlegri mynd.

Vildi bara fræða þig smá.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband