Ein af gömlu perlunum.

Guð gefi þér góðan dag!

Ég er ein þeirra sem hafa gaman að "gömlu sálmunum" eins og þeir voru sungnir hér áður  fyrr. Ég kann ógrynni af þessum perlum sem sjaldan heyrast nú,og set hér einn góðann á síðuna,sem er eftir Lewí Pethrus í þyð. Magnúsar Guðmundssonar.Hann er líka í Hörpustrengjum þessi sálmur, og er því aðeins öðruvísi þýddur.

Fyrirheit Guðs eigi fyrnast 

Fölskvast ei orð hans snjöll.

Jesú  með helstríði hörðu

hefur þau staðfest öll.

Kór:Himinn og jörð þó hrynji

hálsar og fjöllin stynji.

Trú sú gegn böli brynji

bregðast ei fyrirheit.

 

Farðu'að sem Abraham forðum

Festu á himni syn.

Stjörnurnar tindrandi teldu

trúin svo aukist þín.

 

Trúðu er svartast að syrtir 

sólin ei horfin er .

Liðinni'að  lítilli stundu

Ljómandi skín hún þér.

 

Trúðu eer heimur þig hatar 

Hylli'hans og sæmd er tál.

Jesús í stormum þig styður

styrk veitir þreyttri sál.

 

Trúðu, er vinirnir víkja 

Veikist þitt afl og þor

Jesús hann fer eigi frá þér

Fylgir þér sérhvert spor.

 

Trúðu í einu og öllu.

Innan skamms heim þú fer .

Skiptist það trúin í skoðun,.

Skínandi dyrðin er.

 

Innihalds ríkur texti sem segir svo mikið.

 

                   Guð blessi ykkur daginn!

                                         Bestu kveðjur 

                                               Halldóra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 79316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband