Vendu þig á að gera hið góða svo allt sé gott sem frá þér kemur.

Komið þið sæl!

Það er merkilegur dagur í dag,það er kristniboðsdagurinn,og feðradagurinn.

En að öðru. Það er svo merkilegt hvað við mennirnir erum vanaföst,sitjum gjarnan alltaf í sama sætinu í kirkjunni eða allavega sömu megin.Leggjum bílnum okkar helst á sömu slóðum þegar við förum  í vinnu .Sumir klæðast alltaf sama litnum og breyta vart útaf því.Sjálf stend ég mig að því að vera helst í brúnum fötum hér heima,en klæðist öðrum litum þegar ég fer eitthvað.Þetta er bara vani.  Hvers vegna er ég að taka þetta fyrir? Jú vegna þess að ég er að koma með tillögu að góðum vana, og það er að lesa Guðs orð,eiga bænasamfélag við Guð og sækja kirkju okkur til hressingar og styrktar fyrir trúna okkar.Margar kirkjur eru með svo góða fræðslu í Guðs orði sem við skulum nýta okkur.Gerum það að reglu eða vana í lífi okkar! Samfélag mitt við Guð er í nokkuð föstum skorðum , og er mér meira en vani, það eru unaðs stundir frammi fyrir almáttugum Guði,sem ég vil ekki vera án.Og ég hvíli frammi fyrir Guði  og leyfi honum að koma með sin frið og fylla á mína andlegu tanka.Og ég finn þann styrk sem ég fæ frá himni Guðs. Kvet ykkur líka til að gera svona stundir  að vana í lífi ykkar.

Og af því að það er feðra dagurinn kvet ég feður til að kenna sínum börnum bænir og stuðla að kristilegri fræðslu á heimilinu.Það verður bara til blessunar.Gerið það að venju eða vana daglega!

Á einum stað í Guðs orði stendur: Vendu þig á að gera hið góða svo allt sé gott sem frá þér kemur.

Höfum þessa góðu kvatningu með okkur út í daginn.

                                       Verið Guði falin!

                                                  Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband